„Jörðin bara opnast undir fótum hans“ Margrét Björk Jónsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 10. janúar 2024 19:06 Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum. Vísir Karlmanns sem talinn er hafa fallið ofan í sprungu í Grindavík í dag er enn leitað. Aðstæður í bænum eru sagðar hættulegar fyrir björgunarfólk. Lögreglustjóri á Suðurnesjum lýsir slysinu þannig að jörðin hafi opnast undan manninum og hann hafi ekki ráðið við aðstæður. Hans verði leitað í alla nótt gerist þess þörf. Lögreglu barst tilkynning á ellefta tímanum í morgun þess efnis að maður sem hafði verið við störf við jarðvegsvinnu á svæðinu hafi fallið ofan í sprungu sem myndaðist þegar jörð gaf sig undan vinnutæki. Enginn sjónarvottur var að slysinu. Í tilkynningu frá lögreglu segir að verkefnið sem unnið var að hafi verið að fylla í sprungu við hús sem sendur við Vesturhóp í Grindavík með það að markmiði að tryggja öryggi umhverfisins og hússins sem stóð við sprunguna. Þá segir að verkefnið hafi tengst vinnu við tjónamat og öryggisaðgerðir í tengslum við það á vegum Náttúruhamfaratryggingar Íslands. Sprungan er sögð mjög djúp en fram hefur komið í fréttum undanfarnar vikur að sumar sprungur og holur eftir skjálftana í Grindavík í nóvember séu 25-30 metrar á dýpt. Þær nái niður á grunnvatn. Fréttamaður lýsir aðstæðum á vettvangi sem erfiðum, auk mikils myrkurs hefur rigning og rok gert vart við sig. „Við komum til með að halda leit áfram þar til við finnum manninn,“ sagði Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Verið sé að tryggja vinnuaðstæður björgunarliðs og að þeirri vinnu lokinni hefjist björgunarstörf. Björgunarlið muni leita í alla nótt gerist þess þörf. Sprungan sé mjög djúp að sögn Úlfars. „Hverfur ofan í sprunguna“ Úlfar ítrekar að um ræði mjög sérstakar aðstæður og varhugavert sé að vera í bænum. „Hér erum við að tala um hörmulegt vinnuslys og sá sem lendir í þessu slysi hefur ekki ráðið við aðstæður. Jörðin bara opnast undir fótum hans og hann hverfur ofan í sprunguna.“ Mun þetta breyta einhverju varðandi aðgengi fólks að bænum? „Þetta hefur í för með sér, eðlilega, að strax í fyrramálið munum við fara yfir verklag og öryggi hvað varðar þessa vinnu. Við erum búin að vera í þessari vinnu í ansi langan tíma og okkur hefur gengið vel en við munum fara yfir okkar verkferla strax í fyrramálið.“ Úlfar segir viðbragðsaðila hafa brugðist mjög skjótt við. Þá segir hann hafa verið eðlilegt að frestaíbúafundi Grindvíkinga sem átti að fara fram í dag. „Við erum að tala um hörmulegan atburð. Við erum að leita að manni hér ofan í sprungu.“ Verkfæri mannsins sem var við jarðvegsvinnu fannst í sprungunni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var búið að fylla upp í sprunguna og verið að nota jarðvegsþjappara á yfirborðinu þegar slysið varð. Fréttin hefur verið uppfærð. Grindavík Lögreglumál Björgunarsveitir Féll í sprungu í Grindavík Tengdar fréttir Stefna á að fara aftur niður sprunguna í kvöld Björgunaraðilar í Grindavík stefna að því að senda björgunarmenn niður sprungu í Grindavík á nýjan leik í leit að manni sem talinn er hafa fallið ofan í sprunguna í morgun. Maðurinn hafði verið einn við vinnu við jarðvegsþjöppun eftir sprungufyllingu. 10. janúar 2024 18:01 Fresta íbúafundi vegna leitarinnar Grindavíkurbær hefur ákveðið að fresta íbúafundi sem var á dagskrá á morgun. Ástæðan er sögð „hörmulegt slys“ sem átti sér stað í dag. 10. janúar 2024 16:13 Leita manns sem talinn er hafa fallið í sprungu í Grindavík Viðbragðsaðilar á Suðurnesjum leita nú manns sem talinn er að hafi fallið ofan í sprungu í Grindavík. Lögreglustjóri segir manninn hafa verið að störfum við að fylla í sprunguna. Enginn sjónarvottur hafi verið að atvikinu en grunur þó vaknað um slysið. 10. janúar 2024 11:32 Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Fleiri fréttir Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Sjá meira
Lögreglu barst tilkynning á ellefta tímanum í morgun þess efnis að maður sem hafði verið við störf við jarðvegsvinnu á svæðinu hafi fallið ofan í sprungu sem myndaðist þegar jörð gaf sig undan vinnutæki. Enginn sjónarvottur var að slysinu. Í tilkynningu frá lögreglu segir að verkefnið sem unnið var að hafi verið að fylla í sprungu við hús sem sendur við Vesturhóp í Grindavík með það að markmiði að tryggja öryggi umhverfisins og hússins sem stóð við sprunguna. Þá segir að verkefnið hafi tengst vinnu við tjónamat og öryggisaðgerðir í tengslum við það á vegum Náttúruhamfaratryggingar Íslands. Sprungan er sögð mjög djúp en fram hefur komið í fréttum undanfarnar vikur að sumar sprungur og holur eftir skjálftana í Grindavík í nóvember séu 25-30 metrar á dýpt. Þær nái niður á grunnvatn. Fréttamaður lýsir aðstæðum á vettvangi sem erfiðum, auk mikils myrkurs hefur rigning og rok gert vart við sig. „Við komum til með að halda leit áfram þar til við finnum manninn,“ sagði Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Verið sé að tryggja vinnuaðstæður björgunarliðs og að þeirri vinnu lokinni hefjist björgunarstörf. Björgunarlið muni leita í alla nótt gerist þess þörf. Sprungan sé mjög djúp að sögn Úlfars. „Hverfur ofan í sprunguna“ Úlfar ítrekar að um ræði mjög sérstakar aðstæður og varhugavert sé að vera í bænum. „Hér erum við að tala um hörmulegt vinnuslys og sá sem lendir í þessu slysi hefur ekki ráðið við aðstæður. Jörðin bara opnast undir fótum hans og hann hverfur ofan í sprunguna.“ Mun þetta breyta einhverju varðandi aðgengi fólks að bænum? „Þetta hefur í för með sér, eðlilega, að strax í fyrramálið munum við fara yfir verklag og öryggi hvað varðar þessa vinnu. Við erum búin að vera í þessari vinnu í ansi langan tíma og okkur hefur gengið vel en við munum fara yfir okkar verkferla strax í fyrramálið.“ Úlfar segir viðbragðsaðila hafa brugðist mjög skjótt við. Þá segir hann hafa verið eðlilegt að frestaíbúafundi Grindvíkinga sem átti að fara fram í dag. „Við erum að tala um hörmulegan atburð. Við erum að leita að manni hér ofan í sprungu.“ Verkfæri mannsins sem var við jarðvegsvinnu fannst í sprungunni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var búið að fylla upp í sprunguna og verið að nota jarðvegsþjappara á yfirborðinu þegar slysið varð. Fréttin hefur verið uppfærð.
Grindavík Lögreglumál Björgunarsveitir Féll í sprungu í Grindavík Tengdar fréttir Stefna á að fara aftur niður sprunguna í kvöld Björgunaraðilar í Grindavík stefna að því að senda björgunarmenn niður sprungu í Grindavík á nýjan leik í leit að manni sem talinn er hafa fallið ofan í sprunguna í morgun. Maðurinn hafði verið einn við vinnu við jarðvegsþjöppun eftir sprungufyllingu. 10. janúar 2024 18:01 Fresta íbúafundi vegna leitarinnar Grindavíkurbær hefur ákveðið að fresta íbúafundi sem var á dagskrá á morgun. Ástæðan er sögð „hörmulegt slys“ sem átti sér stað í dag. 10. janúar 2024 16:13 Leita manns sem talinn er hafa fallið í sprungu í Grindavík Viðbragðsaðilar á Suðurnesjum leita nú manns sem talinn er að hafi fallið ofan í sprungu í Grindavík. Lögreglustjóri segir manninn hafa verið að störfum við að fylla í sprunguna. Enginn sjónarvottur hafi verið að atvikinu en grunur þó vaknað um slysið. 10. janúar 2024 11:32 Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Fleiri fréttir Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Sjá meira
Stefna á að fara aftur niður sprunguna í kvöld Björgunaraðilar í Grindavík stefna að því að senda björgunarmenn niður sprungu í Grindavík á nýjan leik í leit að manni sem talinn er hafa fallið ofan í sprunguna í morgun. Maðurinn hafði verið einn við vinnu við jarðvegsþjöppun eftir sprungufyllingu. 10. janúar 2024 18:01
Fresta íbúafundi vegna leitarinnar Grindavíkurbær hefur ákveðið að fresta íbúafundi sem var á dagskrá á morgun. Ástæðan er sögð „hörmulegt slys“ sem átti sér stað í dag. 10. janúar 2024 16:13
Leita manns sem talinn er hafa fallið í sprungu í Grindavík Viðbragðsaðilar á Suðurnesjum leita nú manns sem talinn er að hafi fallið ofan í sprungu í Grindavík. Lögreglustjóri segir manninn hafa verið að störfum við að fylla í sprunguna. Enginn sjónarvottur hafi verið að atvikinu en grunur þó vaknað um slysið. 10. janúar 2024 11:32
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?