Dómari fór upp fyrir kröfur saksóknara og dómnum áfrýjað Árni Sæberg skrifar 10. janúar 2024 11:41 Steinþór Einarsson, sakborningur málsins og Kolrún Benediktsdóttir, aðstoðarhéraðssaksóknari, þegar þau mættust á gangi Héraðsdóms Norðurlands eystra við aðalmeðferð málsins. Vísir Verjandi Steinþórs Einarssonar, sem dæmdur til átta ára fangelsisvistar fyrir að verða Tómasi Waagfjörð að bana á Ólafsfirði í október árið 2022, segir dóminn mikil vonbrigði og að honum verði áfrýjað. Athygli vekur að ákæruvaldið fór aðeins fram á fimm ára dóm. Steinþór var sakfelldur fyrir manndráp og dæmdur til átta ára fangelsisvistar en almenn hegningarlög mæla fyrir um allt að ævilöng fangelsisvist liggi við manndrápi. Þeirri heimild hefur aldrei verið beitt, nema í héraðsdómi sem ekki var staðfestur af Hæstarétti, og hefðbundin refsing við manndrápi er sextán ár. Steinþór bar fyrir sig neyðarvörn í málinu og krafðist sýknu. Til vara krafðist hann að honum yrði ekki gerð refsing og til þrautavara að honum yrði dæmd vægasta refsing sem lög leyfa, sem er fimm ára fangelsisvist. „Þessu máli verður áfrýjað. Þessi dómur er ekki í samræmi við væntingar, langt því frá,“ segir Snorri Sturluson, skipaður verjandi Steinþórs í málinu. Kolbrún Benediktsdóttir, sem sótti málið fyrir hönd ákæruvaldsins, gerði kröfu um að Steinþóri yrði gerð refsing í málinu og fór fram á það í málflutningi að hann yrði dæmdur til fimm ára fangelsisvistar. Því nýtti dómari málsins sér heimild laga um meðferð sakamála til þess að fara upp fyrir kröfur saksóknara. Manndráp á Ólafsfirði Dómsmál Fjallabyggð Tengdar fréttir Steinþóri mögulega ekki gerð sérstök refsing fyrir manndráp Málflutningur sækjanda og verjanda fór fram í Ólafsfjarðarmálinu svokallaða í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Steinþóri Einarssyni er gefið að sök að hafa veitt Tómasi Waagfjörð bana í Ólafsfirði í október í fyrra. Það hafi hann gert með því að veita Tómasi tvo stunguáverka með hníf sem leiddu til dauða hans. 12. desember 2023 15:22 Manndrápið á Ólafsfirði: Steinþór hafi stungið Tómas tvisvar Steinþór Einarsson, 37 ára gamall karlmaður, hefur verið ákærður fyrir manndráp, með því að hafa stungið Tómas Waagfjörð, 47 ára, til bana á Ólafsfirði í október í fyrra. 22. september 2023 09:27 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
Steinþór var sakfelldur fyrir manndráp og dæmdur til átta ára fangelsisvistar en almenn hegningarlög mæla fyrir um allt að ævilöng fangelsisvist liggi við manndrápi. Þeirri heimild hefur aldrei verið beitt, nema í héraðsdómi sem ekki var staðfestur af Hæstarétti, og hefðbundin refsing við manndrápi er sextán ár. Steinþór bar fyrir sig neyðarvörn í málinu og krafðist sýknu. Til vara krafðist hann að honum yrði ekki gerð refsing og til þrautavara að honum yrði dæmd vægasta refsing sem lög leyfa, sem er fimm ára fangelsisvist. „Þessu máli verður áfrýjað. Þessi dómur er ekki í samræmi við væntingar, langt því frá,“ segir Snorri Sturluson, skipaður verjandi Steinþórs í málinu. Kolbrún Benediktsdóttir, sem sótti málið fyrir hönd ákæruvaldsins, gerði kröfu um að Steinþóri yrði gerð refsing í málinu og fór fram á það í málflutningi að hann yrði dæmdur til fimm ára fangelsisvistar. Því nýtti dómari málsins sér heimild laga um meðferð sakamála til þess að fara upp fyrir kröfur saksóknara.
Manndráp á Ólafsfirði Dómsmál Fjallabyggð Tengdar fréttir Steinþóri mögulega ekki gerð sérstök refsing fyrir manndráp Málflutningur sækjanda og verjanda fór fram í Ólafsfjarðarmálinu svokallaða í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Steinþóri Einarssyni er gefið að sök að hafa veitt Tómasi Waagfjörð bana í Ólafsfirði í október í fyrra. Það hafi hann gert með því að veita Tómasi tvo stunguáverka með hníf sem leiddu til dauða hans. 12. desember 2023 15:22 Manndrápið á Ólafsfirði: Steinþór hafi stungið Tómas tvisvar Steinþór Einarsson, 37 ára gamall karlmaður, hefur verið ákærður fyrir manndráp, með því að hafa stungið Tómas Waagfjörð, 47 ára, til bana á Ólafsfirði í október í fyrra. 22. september 2023 09:27 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
Steinþóri mögulega ekki gerð sérstök refsing fyrir manndráp Málflutningur sækjanda og verjanda fór fram í Ólafsfjarðarmálinu svokallaða í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Steinþóri Einarssyni er gefið að sök að hafa veitt Tómasi Waagfjörð bana í Ólafsfirði í október í fyrra. Það hafi hann gert með því að veita Tómasi tvo stunguáverka með hníf sem leiddu til dauða hans. 12. desember 2023 15:22
Manndrápið á Ólafsfirði: Steinþór hafi stungið Tómas tvisvar Steinþór Einarsson, 37 ára gamall karlmaður, hefur verið ákærður fyrir manndráp, með því að hafa stungið Tómas Waagfjörð, 47 ára, til bana á Ólafsfirði í október í fyrra. 22. september 2023 09:27