Velferð dýra framar atvinnufrelsi til pyntinga Meike Witt og Rósa Líf Darradóttir skrifa 9. janúar 2024 15:01 Álit umboðsmanns Alþingis um frestun hvalveiða liggur nú fyrir. Umboðsmaður metur svo að útgáfa reglugerðar hafi ekki, miðað við þær aðstæður sem uppi voru, samrýmst kröfum um meðalhóf eins og þær leiða af almennum reglum stjórnsýsluréttar. Þetta þarf að skoða í stóra samhenginu: Í maí sl. birti Matvælastofnun eftirlitsskýrslu um velferð hvala við veiðar á langreyðum á Íslandi 2022. Skýrslan var unnin á grundvelli ákvæða í reglugerð sem matvælaráðherra, setti árið áður til að stuðla að bættri velferð hvala við veiðar.Skýr niðurstaða sérfræðinga Matvælastofnunar var að veiðarnar hefðu ekki samrýmst markmiðum laga um velferð dýra, þ.e. að aflífun hafi tekið allt of langan tíma í mörgum tilvikum. Fagráði um velferð dýra var falið að fara yfir fyrirliggjandi gögn og meta hvort veiðar á stórhvelum geti yfir höfuð uppfyllt markmið laga um velferð dýra. Fagráðið skilaði svo sínu áliti 16. júní 2023.Álit fagráðsins var að við veiðar á stórhvelum væri ekki hægt að uppfylla þau skilyrði sem nauðsynleg væru til að tryggja velferð dýra við aflífun, þ.e. að sú veiðiaðferð sem beitt væri við veiðar á stórhvelum samræmdist ekki ákvæðum laga nr. 55/2013 um velferð dýra. Vert er að minnast á yfirlýsingu Dýralæknafélags Íslands í kjölfar birtingu skýrslu Matvælastofnunnar. Þar tók fyrrnefnt fagfélag skýra afstöðu:„Ekki verður um villst að sú aflífunaraðferð sem er notuð og samþykkt brýtur gegn meginmarkmiðum í lögum um velferð dýra (nr. 55/2013) og því beri ráðherra að stöðva hvalveiðar strax.” Staðan í júní Matvælaráðherra hefur verið gagnrýnd fyrir óheppilega tímasetningu á tímabundinni stöðvun hvalveiða. Hér verður að koma fram að fyrirtækið, Hvalur hf, olli miklum töfum á frágangi eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar. Fagráð um velferð dýra fékk því málið ekki til umfjöllunar fyrr en seint í vor. Matvælaráðherra stóð þar með milli steins og sleggju. Á milli hvalveiðalaga og laga um velferð dýra. Á milli hvalveiðalaga frá 1949 þegar dýravelferð var ekki mikið atriði og laga um velferð dýra frá 2013, byggðum á skilningi núverandi samfélags. Hlutverk matvælaráðherra Matvælaráðherra er æðsti ráðamaður í málaflokki velferðar dýra. Hennar hlutverk er að tryggja velferð dýra með þeim úrræðum sem fyrir liggja. Í ljósi skýrslu Matvælastofnunar, áliti Fagráðs um velferð dýra og yfirlýsingu Dýralæknafélags Íslands hefði aðgerðarleysi matvælaráðherra verið óverjandi. Ráðherra bar að bregðast við með þeim hætti sem hún gerði. Að stöðva veiðarnar tímabundið að vel ígrunduðu máli. Umboðsmaður Alþingis gerir ekki lítið úr mikilvægi dýravelferðar í áliti sínu. Hann bendir réttilega á að löggjöf um hvalveiðar, sem byggir fyrst og fremst á markmiðum um nýtingu hvala, taki ekki mið af dýravelferð enda er löggjöfin komin til ára sinna.Matvælaráðherra hefur í þessu máli forgangsraðað dýravelferð, ákvörðun um frestun veiða var tekin með dýravelferð í huga. Það er óumdeilt að lög um velferð dýra gilda um hvalveiðar og einnig er óumdeilt að það er í samræmi við lög um hvalveiðar að takmarka veiðitímabil. Markmið ráðherra var skýrt: Að forða dýrum frá óbærilegum kvölum og langdregnu dauðastríði. Þökk sé aðgerðum ráðherra eru þjáningar dýranna rækilega vel staðfestar. Eftirlit sýnir ítrekað hið augljósa - hvalveiðar eru dýraníð. Kjarni málsins Er skilningur manna sá að atvinnufrelsi skuli ávallt vega þyngra en velferð dýra? Eigum við sem þjóð að sætta okkur við að lög um velferð dýra eigi einungis að vera til hliðsjónar? Árið er 2024 og við vitum betur. Ljóst er að stór hluti hvala hafa liðið miklar kvalir svo klukkustundum skiptir. Rök um skerðingu atvinnufrelsis eru því hjákátleg í augum þeirra er láta sig dýravelferð varða. Markmið laganna er að forða dýrum frá slíkum kvölum. Það er góðs viti að ráðherra hafi tekið þarfa og djarfa ákvörðun byggða á lögum þessum og vonandi það sem koma skal í málefnum dýravelferðar hérlendis. Höfundar sitja í stjórn Samtaka um dýravelferð á Íslandi (SDÍ). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýr Hvalveiðar Rósa Líf Darradóttir Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Álit umboðsmanns Alþingis um frestun hvalveiða liggur nú fyrir. Umboðsmaður metur svo að útgáfa reglugerðar hafi ekki, miðað við þær aðstæður sem uppi voru, samrýmst kröfum um meðalhóf eins og þær leiða af almennum reglum stjórnsýsluréttar. Þetta þarf að skoða í stóra samhenginu: Í maí sl. birti Matvælastofnun eftirlitsskýrslu um velferð hvala við veiðar á langreyðum á Íslandi 2022. Skýrslan var unnin á grundvelli ákvæða í reglugerð sem matvælaráðherra, setti árið áður til að stuðla að bættri velferð hvala við veiðar.Skýr niðurstaða sérfræðinga Matvælastofnunar var að veiðarnar hefðu ekki samrýmst markmiðum laga um velferð dýra, þ.e. að aflífun hafi tekið allt of langan tíma í mörgum tilvikum. Fagráði um velferð dýra var falið að fara yfir fyrirliggjandi gögn og meta hvort veiðar á stórhvelum geti yfir höfuð uppfyllt markmið laga um velferð dýra. Fagráðið skilaði svo sínu áliti 16. júní 2023.Álit fagráðsins var að við veiðar á stórhvelum væri ekki hægt að uppfylla þau skilyrði sem nauðsynleg væru til að tryggja velferð dýra við aflífun, þ.e. að sú veiðiaðferð sem beitt væri við veiðar á stórhvelum samræmdist ekki ákvæðum laga nr. 55/2013 um velferð dýra. Vert er að minnast á yfirlýsingu Dýralæknafélags Íslands í kjölfar birtingu skýrslu Matvælastofnunnar. Þar tók fyrrnefnt fagfélag skýra afstöðu:„Ekki verður um villst að sú aflífunaraðferð sem er notuð og samþykkt brýtur gegn meginmarkmiðum í lögum um velferð dýra (nr. 55/2013) og því beri ráðherra að stöðva hvalveiðar strax.” Staðan í júní Matvælaráðherra hefur verið gagnrýnd fyrir óheppilega tímasetningu á tímabundinni stöðvun hvalveiða. Hér verður að koma fram að fyrirtækið, Hvalur hf, olli miklum töfum á frágangi eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar. Fagráð um velferð dýra fékk því málið ekki til umfjöllunar fyrr en seint í vor. Matvælaráðherra stóð þar með milli steins og sleggju. Á milli hvalveiðalaga og laga um velferð dýra. Á milli hvalveiðalaga frá 1949 þegar dýravelferð var ekki mikið atriði og laga um velferð dýra frá 2013, byggðum á skilningi núverandi samfélags. Hlutverk matvælaráðherra Matvælaráðherra er æðsti ráðamaður í málaflokki velferðar dýra. Hennar hlutverk er að tryggja velferð dýra með þeim úrræðum sem fyrir liggja. Í ljósi skýrslu Matvælastofnunar, áliti Fagráðs um velferð dýra og yfirlýsingu Dýralæknafélags Íslands hefði aðgerðarleysi matvælaráðherra verið óverjandi. Ráðherra bar að bregðast við með þeim hætti sem hún gerði. Að stöðva veiðarnar tímabundið að vel ígrunduðu máli. Umboðsmaður Alþingis gerir ekki lítið úr mikilvægi dýravelferðar í áliti sínu. Hann bendir réttilega á að löggjöf um hvalveiðar, sem byggir fyrst og fremst á markmiðum um nýtingu hvala, taki ekki mið af dýravelferð enda er löggjöfin komin til ára sinna.Matvælaráðherra hefur í þessu máli forgangsraðað dýravelferð, ákvörðun um frestun veiða var tekin með dýravelferð í huga. Það er óumdeilt að lög um velferð dýra gilda um hvalveiðar og einnig er óumdeilt að það er í samræmi við lög um hvalveiðar að takmarka veiðitímabil. Markmið ráðherra var skýrt: Að forða dýrum frá óbærilegum kvölum og langdregnu dauðastríði. Þökk sé aðgerðum ráðherra eru þjáningar dýranna rækilega vel staðfestar. Eftirlit sýnir ítrekað hið augljósa - hvalveiðar eru dýraníð. Kjarni málsins Er skilningur manna sá að atvinnufrelsi skuli ávallt vega þyngra en velferð dýra? Eigum við sem þjóð að sætta okkur við að lög um velferð dýra eigi einungis að vera til hliðsjónar? Árið er 2024 og við vitum betur. Ljóst er að stór hluti hvala hafa liðið miklar kvalir svo klukkustundum skiptir. Rök um skerðingu atvinnufrelsis eru því hjákátleg í augum þeirra er láta sig dýravelferð varða. Markmið laganna er að forða dýrum frá slíkum kvölum. Það er góðs viti að ráðherra hafi tekið þarfa og djarfa ákvörðun byggða á lögum þessum og vonandi það sem koma skal í málefnum dýravelferðar hérlendis. Höfundar sitja í stjórn Samtaka um dýravelferð á Íslandi (SDÍ).
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun