Árið 2023 það hlýjasta í sögunni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. janúar 2024 14:00 Slökkviliðsmaður berst við sinueld á Vatnsleysuströnd. Vísir/Vilhelm Árið 2023 var hlýjasta árið síðan mælingar hófust. Það var 1,48 gráðu hlýrra en að meðaltali miðað við hitastig frá því fyrir iðnbyltingu, að því er fram kemur í umfjöllun breska ríkisútvarpsins. Hitastigið var því afar nærri því að fara yfir 1,5 gráðu mörkin, sem vísindamenn hafa sagt að skipti verulegu máli í baráttunni gegn hnattrænni hlýnun. Þjóðir heims sammæltust um það árið 2015 í Parísarsamkomulaginu að halda hlýnun jarðar af völdum mannkyns innan þessara marka. Fram kemur í umfjöllun BBC að vísindamenn hafi ekki getað séð fyrir að árið í ár yrði eins hlýtt og raun ber vitni. Í upphafi árs hafi hitamet sjaldan fallið en eftir því sem liðið hafi á árið hafi hitamet fallið nánast hvern einasta dag. Þau hafi fallið 116 daga í röð á milli 15. ágúst og 8. desember. Þess er getið að áhrifa hækkandi hitastigs hafi gætt víða á plánetunni, meðal annars í miklum gróðureldum í Norður-Ameríku, þurrkum og flóðum í austari hluta Afríku svo dæmi séu tekin. Þá hefur hiti sjávar aldrei verið eins mikill og bráðnun jökla aldrei meiri, meðal annars við Suðurskautslandið og á norðurhveli jarðar. BBC hefur eftir Zeke Hausfather, bandarískum vísindamanni, að margar spurningar vakni um þá ofsafengnu hlýnun sem orðið hafi árið 2023. Hann lætur þess getið að El Niño veðurfyrirbrigðið útskýri að hluta hátt hitastig á árinu, en þó alls ekki að öllu leyti. Veðurfyrirbrigðinu fylgir allajafna hlýrra loftslag en vísindamenn hafi ekki búist við þeim áhrifum sem fram hafi komið nú. Með El Niño er átt við breytingar sem verða að meðaltali á fimm ára fresti á staðvindum í Kyrrahafinu, sem valda óvenju háum sjávarhita við miðbaug. Andstæða þess er La Nina þegar sjávarhitinn verður óvenju kaldur. Um er að ræða fyrirbrigði sem bera ábyrgð á hnattrænum sveiflum í veðri frá ári til árs. Tekið er fram í umfjöllun BBC að hitastigið árið 2023 hafi þó verið töluvert hærra en síðast þegar áhrifa El Nino gætti og því sé ekki eingöngu hægt að rekja hitastigið til þess. Árin 2016 og 1998, þegar áhrifa El Nino gætti, voru meðal þeirra hlýjustu á skrá en 2023 er mun hlýrra en þau ár. Haft er eftir vísindamönnum að það sé til mikils að vinna í baráttunni gegn hnattrænni hlýnun ef takist að koma í veg fyrir hækkun hitastigs jarðar um sem nemur 1,5 gráðu. Það sé alveg ljóst að hlýnunin sé af manna völdum en BBC hefur eftir Frederike Otto, vísindamanni við Imperial College háskóla, að hver gráða skipti máli. „Jafnvel þó hitastigið endi á að hækka um 1,6 gráðu í staðinn, þá er það mun betra en að gefast upp þannig að hitastigið hækki um þrjár gráður, sem er það sem núverandi stefna mun færa okkur,“ segir Otto. „Hvert brot úr gráðu skiptir máli.“ Fréttir ársins 2023 Loftslagsmál Veður Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
Hitastigið var því afar nærri því að fara yfir 1,5 gráðu mörkin, sem vísindamenn hafa sagt að skipti verulegu máli í baráttunni gegn hnattrænni hlýnun. Þjóðir heims sammæltust um það árið 2015 í Parísarsamkomulaginu að halda hlýnun jarðar af völdum mannkyns innan þessara marka. Fram kemur í umfjöllun BBC að vísindamenn hafi ekki getað séð fyrir að árið í ár yrði eins hlýtt og raun ber vitni. Í upphafi árs hafi hitamet sjaldan fallið en eftir því sem liðið hafi á árið hafi hitamet fallið nánast hvern einasta dag. Þau hafi fallið 116 daga í röð á milli 15. ágúst og 8. desember. Þess er getið að áhrifa hækkandi hitastigs hafi gætt víða á plánetunni, meðal annars í miklum gróðureldum í Norður-Ameríku, þurrkum og flóðum í austari hluta Afríku svo dæmi séu tekin. Þá hefur hiti sjávar aldrei verið eins mikill og bráðnun jökla aldrei meiri, meðal annars við Suðurskautslandið og á norðurhveli jarðar. BBC hefur eftir Zeke Hausfather, bandarískum vísindamanni, að margar spurningar vakni um þá ofsafengnu hlýnun sem orðið hafi árið 2023. Hann lætur þess getið að El Niño veðurfyrirbrigðið útskýri að hluta hátt hitastig á árinu, en þó alls ekki að öllu leyti. Veðurfyrirbrigðinu fylgir allajafna hlýrra loftslag en vísindamenn hafi ekki búist við þeim áhrifum sem fram hafi komið nú. Með El Niño er átt við breytingar sem verða að meðaltali á fimm ára fresti á staðvindum í Kyrrahafinu, sem valda óvenju háum sjávarhita við miðbaug. Andstæða þess er La Nina þegar sjávarhitinn verður óvenju kaldur. Um er að ræða fyrirbrigði sem bera ábyrgð á hnattrænum sveiflum í veðri frá ári til árs. Tekið er fram í umfjöllun BBC að hitastigið árið 2023 hafi þó verið töluvert hærra en síðast þegar áhrifa El Nino gætti og því sé ekki eingöngu hægt að rekja hitastigið til þess. Árin 2016 og 1998, þegar áhrifa El Nino gætti, voru meðal þeirra hlýjustu á skrá en 2023 er mun hlýrra en þau ár. Haft er eftir vísindamönnum að það sé til mikils að vinna í baráttunni gegn hnattrænni hlýnun ef takist að koma í veg fyrir hækkun hitastigs jarðar um sem nemur 1,5 gráðu. Það sé alveg ljóst að hlýnunin sé af manna völdum en BBC hefur eftir Frederike Otto, vísindamanni við Imperial College háskóla, að hver gráða skipti máli. „Jafnvel þó hitastigið endi á að hækka um 1,6 gráðu í staðinn, þá er það mun betra en að gefast upp þannig að hitastigið hækki um þrjár gráður, sem er það sem núverandi stefna mun færa okkur,“ segir Otto. „Hvert brot úr gráðu skiptir máli.“
Fréttir ársins 2023 Loftslagsmál Veður Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira