Árið 2023 það hlýjasta í sögunni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. janúar 2024 14:00 Slökkviliðsmaður berst við sinueld á Vatnsleysuströnd. Vísir/Vilhelm Árið 2023 var hlýjasta árið síðan mælingar hófust. Það var 1,48 gráðu hlýrra en að meðaltali miðað við hitastig frá því fyrir iðnbyltingu, að því er fram kemur í umfjöllun breska ríkisútvarpsins. Hitastigið var því afar nærri því að fara yfir 1,5 gráðu mörkin, sem vísindamenn hafa sagt að skipti verulegu máli í baráttunni gegn hnattrænni hlýnun. Þjóðir heims sammæltust um það árið 2015 í Parísarsamkomulaginu að halda hlýnun jarðar af völdum mannkyns innan þessara marka. Fram kemur í umfjöllun BBC að vísindamenn hafi ekki getað séð fyrir að árið í ár yrði eins hlýtt og raun ber vitni. Í upphafi árs hafi hitamet sjaldan fallið en eftir því sem liðið hafi á árið hafi hitamet fallið nánast hvern einasta dag. Þau hafi fallið 116 daga í röð á milli 15. ágúst og 8. desember. Þess er getið að áhrifa hækkandi hitastigs hafi gætt víða á plánetunni, meðal annars í miklum gróðureldum í Norður-Ameríku, þurrkum og flóðum í austari hluta Afríku svo dæmi séu tekin. Þá hefur hiti sjávar aldrei verið eins mikill og bráðnun jökla aldrei meiri, meðal annars við Suðurskautslandið og á norðurhveli jarðar. BBC hefur eftir Zeke Hausfather, bandarískum vísindamanni, að margar spurningar vakni um þá ofsafengnu hlýnun sem orðið hafi árið 2023. Hann lætur þess getið að El Niño veðurfyrirbrigðið útskýri að hluta hátt hitastig á árinu, en þó alls ekki að öllu leyti. Veðurfyrirbrigðinu fylgir allajafna hlýrra loftslag en vísindamenn hafi ekki búist við þeim áhrifum sem fram hafi komið nú. Með El Niño er átt við breytingar sem verða að meðaltali á fimm ára fresti á staðvindum í Kyrrahafinu, sem valda óvenju háum sjávarhita við miðbaug. Andstæða þess er La Nina þegar sjávarhitinn verður óvenju kaldur. Um er að ræða fyrirbrigði sem bera ábyrgð á hnattrænum sveiflum í veðri frá ári til árs. Tekið er fram í umfjöllun BBC að hitastigið árið 2023 hafi þó verið töluvert hærra en síðast þegar áhrifa El Nino gætti og því sé ekki eingöngu hægt að rekja hitastigið til þess. Árin 2016 og 1998, þegar áhrifa El Nino gætti, voru meðal þeirra hlýjustu á skrá en 2023 er mun hlýrra en þau ár. Haft er eftir vísindamönnum að það sé til mikils að vinna í baráttunni gegn hnattrænni hlýnun ef takist að koma í veg fyrir hækkun hitastigs jarðar um sem nemur 1,5 gráðu. Það sé alveg ljóst að hlýnunin sé af manna völdum en BBC hefur eftir Frederike Otto, vísindamanni við Imperial College háskóla, að hver gráða skipti máli. „Jafnvel þó hitastigið endi á að hækka um 1,6 gráðu í staðinn, þá er það mun betra en að gefast upp þannig að hitastigið hækki um þrjár gráður, sem er það sem núverandi stefna mun færa okkur,“ segir Otto. „Hvert brot úr gráðu skiptir máli.“ Fréttir ársins 2023 Loftslagsmál Veður Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Sjá meira
Hitastigið var því afar nærri því að fara yfir 1,5 gráðu mörkin, sem vísindamenn hafa sagt að skipti verulegu máli í baráttunni gegn hnattrænni hlýnun. Þjóðir heims sammæltust um það árið 2015 í Parísarsamkomulaginu að halda hlýnun jarðar af völdum mannkyns innan þessara marka. Fram kemur í umfjöllun BBC að vísindamenn hafi ekki getað séð fyrir að árið í ár yrði eins hlýtt og raun ber vitni. Í upphafi árs hafi hitamet sjaldan fallið en eftir því sem liðið hafi á árið hafi hitamet fallið nánast hvern einasta dag. Þau hafi fallið 116 daga í röð á milli 15. ágúst og 8. desember. Þess er getið að áhrifa hækkandi hitastigs hafi gætt víða á plánetunni, meðal annars í miklum gróðureldum í Norður-Ameríku, þurrkum og flóðum í austari hluta Afríku svo dæmi séu tekin. Þá hefur hiti sjávar aldrei verið eins mikill og bráðnun jökla aldrei meiri, meðal annars við Suðurskautslandið og á norðurhveli jarðar. BBC hefur eftir Zeke Hausfather, bandarískum vísindamanni, að margar spurningar vakni um þá ofsafengnu hlýnun sem orðið hafi árið 2023. Hann lætur þess getið að El Niño veðurfyrirbrigðið útskýri að hluta hátt hitastig á árinu, en þó alls ekki að öllu leyti. Veðurfyrirbrigðinu fylgir allajafna hlýrra loftslag en vísindamenn hafi ekki búist við þeim áhrifum sem fram hafi komið nú. Með El Niño er átt við breytingar sem verða að meðaltali á fimm ára fresti á staðvindum í Kyrrahafinu, sem valda óvenju háum sjávarhita við miðbaug. Andstæða þess er La Nina þegar sjávarhitinn verður óvenju kaldur. Um er að ræða fyrirbrigði sem bera ábyrgð á hnattrænum sveiflum í veðri frá ári til árs. Tekið er fram í umfjöllun BBC að hitastigið árið 2023 hafi þó verið töluvert hærra en síðast þegar áhrifa El Nino gætti og því sé ekki eingöngu hægt að rekja hitastigið til þess. Árin 2016 og 1998, þegar áhrifa El Nino gætti, voru meðal þeirra hlýjustu á skrá en 2023 er mun hlýrra en þau ár. Haft er eftir vísindamönnum að það sé til mikils að vinna í baráttunni gegn hnattrænni hlýnun ef takist að koma í veg fyrir hækkun hitastigs jarðar um sem nemur 1,5 gráðu. Það sé alveg ljóst að hlýnunin sé af manna völdum en BBC hefur eftir Frederike Otto, vísindamanni við Imperial College háskóla, að hver gráða skipti máli. „Jafnvel þó hitastigið endi á að hækka um 1,6 gráðu í staðinn, þá er það mun betra en að gefast upp þannig að hitastigið hækki um þrjár gráður, sem er það sem núverandi stefna mun færa okkur,“ segir Otto. „Hvert brot úr gráðu skiptir máli.“
Fréttir ársins 2023 Loftslagsmál Veður Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Sjá meira