Ákvörðun Svandísar hafi verið í samræmi við mat sérfræðinga Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. janúar 2024 11:41 Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra. Vísir/Vilhelm Ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, um tímabundna frestun upphafs hvalveiða var í samræmi við mat og ráðgjöf sérfræðinga matvælaráðuneytisins. Þetta er meðal þess sem er fullyrt í tilkynningu frá ráðuneytinu. Þar segir að fullyrðingar um annað séu rangar. Í tilkynningunni segir að sökum framkominna fullyrðinga og umræðu í fjölmiðlum tengdri álits umboðsmanns vegna kvörtunar Hvals hf. um frestun upphafs hvalveiða vilji ráðuneytið koma eftirfarandi á framfæri. Lögðu til reglugerð um frestun Þar segir ennfremur að þegar reglugerð um frestun hafi tekið gildi 20. júní hafi nýbirt álit fagráðs um velferð dýra verið rýnt innan ráðuneytisins. Sérfræðingar ráðuneytisins hafi lagt til í minnisblaði til Svandísar að sett yrði reglugerð til bráðabirgða um frestun upphafs veiða. Segir að stoð reglugerðarinnar sé í lögum um hvalveiðar sem heimili ráðuneytinu að takmarka veiðar við ákveðinntíma árs. Vísað er beint til minnisblaðsins í tilkynningu ráðuneytisins. „Ráðuneytið metur það svo að unnt sé að ná þeim markmiðum sem að er stefnt án þess að kveðið verði á um afdráttarlaust bann við veiðunum, með því að fresta upphafi veiðanna um sinn. Í því skyni er lagt til að sett verði ákvæði til bráðabirgða við reglugerð nr. 163/1973, um hvalveiðar, um að fresta upphafi hvalveiða árið 2023,“ segir meðal annars í minnisblaðinu. „Áður en veiðar geta hafist er ljóst að tryggja þarf að atriði sem lýst er í eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar og fjallað er um í áliti fagráðs endurtaki sig ekki. Í því ljósi og þar sem skammt er þar til áformað er að hefja veiðar er rétt að fresta upphafi vertíðarinnar þannig að ráðrúm gefist til þess að kanna hvort unnt sé að setja reglur sem tryggt geta að veiðar fari fram í samræmi við lög um velferð dýra. Til þess að gæta meðalhófs er þó ekki rétt að fresta upphafi vertíðar lengur en til 31. ágúst nk. að svo stöddu,“ segir í minnisblaðinu til ráðherra. Töldu viðbúið að málið yrði borið undir umboðsmann Þá segir í tilkynningu ráðuneytisins að lagt hafi verið til í minnisblaði sérfræðinganna til Svandísar að á gildistíma reglugerðarinnar yrði haft samráð við Hval hf. Fyrirtækinu yrði þannig veittur kostur á að koma á framfæri sjónarmiðum sínum um þær ráðstafanir sem mögulega yrði gripið til í kjölfarið til að veiðarnar gæti farið fram í samræmi við lög um velferð dýra og lög um hvalveiðar. Ráðuneytið hafi loks tekið fram að óháð því hvaða leið yrði farin væri viðbúið að málið yrði borið undir dómstóla og/eða umboðsmann Alþingis. Ráðuneytið hafi ekki talið forsendur til að spá fyrir um niðurstöðu slíks máls. Það hafi bent á að eins og í öllum málum af þessu tagi gæti reynt á ákvæði stjórnarskrárinnar og eftir atvikum bótaábyrgð ríkisins. Er að gefnu tilefni tekið fram að um sé að ræða sjálfgefna og eðlilega upplýsingagjöf ráðuneytisins til ráðherra. Hvalveiðar Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umboðsmaður Alþingis Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Þetta er meðal þess sem er fullyrt í tilkynningu frá ráðuneytinu. Þar segir að fullyrðingar um annað séu rangar. Í tilkynningunni segir að sökum framkominna fullyrðinga og umræðu í fjölmiðlum tengdri álits umboðsmanns vegna kvörtunar Hvals hf. um frestun upphafs hvalveiða vilji ráðuneytið koma eftirfarandi á framfæri. Lögðu til reglugerð um frestun Þar segir ennfremur að þegar reglugerð um frestun hafi tekið gildi 20. júní hafi nýbirt álit fagráðs um velferð dýra verið rýnt innan ráðuneytisins. Sérfræðingar ráðuneytisins hafi lagt til í minnisblaði til Svandísar að sett yrði reglugerð til bráðabirgða um frestun upphafs veiða. Segir að stoð reglugerðarinnar sé í lögum um hvalveiðar sem heimili ráðuneytinu að takmarka veiðar við ákveðinntíma árs. Vísað er beint til minnisblaðsins í tilkynningu ráðuneytisins. „Ráðuneytið metur það svo að unnt sé að ná þeim markmiðum sem að er stefnt án þess að kveðið verði á um afdráttarlaust bann við veiðunum, með því að fresta upphafi veiðanna um sinn. Í því skyni er lagt til að sett verði ákvæði til bráðabirgða við reglugerð nr. 163/1973, um hvalveiðar, um að fresta upphafi hvalveiða árið 2023,“ segir meðal annars í minnisblaðinu. „Áður en veiðar geta hafist er ljóst að tryggja þarf að atriði sem lýst er í eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar og fjallað er um í áliti fagráðs endurtaki sig ekki. Í því ljósi og þar sem skammt er þar til áformað er að hefja veiðar er rétt að fresta upphafi vertíðarinnar þannig að ráðrúm gefist til þess að kanna hvort unnt sé að setja reglur sem tryggt geta að veiðar fari fram í samræmi við lög um velferð dýra. Til þess að gæta meðalhófs er þó ekki rétt að fresta upphafi vertíðar lengur en til 31. ágúst nk. að svo stöddu,“ segir í minnisblaðinu til ráðherra. Töldu viðbúið að málið yrði borið undir umboðsmann Þá segir í tilkynningu ráðuneytisins að lagt hafi verið til í minnisblaði sérfræðinganna til Svandísar að á gildistíma reglugerðarinnar yrði haft samráð við Hval hf. Fyrirtækinu yrði þannig veittur kostur á að koma á framfæri sjónarmiðum sínum um þær ráðstafanir sem mögulega yrði gripið til í kjölfarið til að veiðarnar gæti farið fram í samræmi við lög um velferð dýra og lög um hvalveiðar. Ráðuneytið hafi loks tekið fram að óháð því hvaða leið yrði farin væri viðbúið að málið yrði borið undir dómstóla og/eða umboðsmann Alþingis. Ráðuneytið hafi ekki talið forsendur til að spá fyrir um niðurstöðu slíks máls. Það hafi bent á að eins og í öllum málum af þessu tagi gæti reynt á ákvæði stjórnarskrárinnar og eftir atvikum bótaábyrgð ríkisins. Er að gefnu tilefni tekið fram að um sé að ræða sjálfgefna og eðlilega upplýsingagjöf ráðuneytisins til ráðherra.
Hvalveiðar Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umboðsmaður Alþingis Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira