Fjalla um reiða strákinn Björgvin sem varð að fyrirmynd Sindri Sverrisson skrifar 9. janúar 2024 07:29 Björgvin Páll Gústavsson hefur fagnað fjölda sigra í íslenska landsliðsbúningnum, frá því að hann kom inn í liðið fyrir Ólympíuleikana í Peking 2008, þar sem Ísland vann silfur. VÍSIR/VILHELM Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson er í forsíðuviðtali á vef handknattleikssambands Evrópu, í aðdraganda Evrópumótsins sem hefst á morgun, þar sem hann ræðir um leið sína frá því að vera „reitt barn“ að því að verða fyrirmynd sem gæti hjálpað öðrum. „Sem barn átti ég oft erfitt. Oft leið mér skelfilega. Oft kom ég illa fram við fólk og vissi ekkert hvernig ég átti að takast á við tilfinningar mínar,“ segir Björgvin í upphafi viðtalsins, sem er með fyrirsögninni: „Hvernig reiði strákurinn varð að fyrirmynd“. Björgvin hefur áður gert þessum málum góð skil, meðal annars með bók sinni Barn verður forseti, sem nú er hægt að hlusta á ókeypis bæði á íslensku og ensku á samfélagsmiðlum hans. View this post on Instagram A post shared by European Handball Federation (@ehf_activities) Handboltinn hjálpaði Björgvini að takast á við lífið og þessi 38 ára „silfurdrengur“ hefur síðan fundið fyrir miklum metnaði til að styðja við börn í sömu sporum og hann var í. „Þegar ég klæði mig í handboltatreyjuna þá líður mér eins og ofurhetju. Þá er ég ekki lengur hræddur. Rétt í þessu var ég óhræddur við að gráta fyrir framan alla strákan í búningsklefanum. Það er allt í lagi að gráta. Það gerir mig ekkert minna hörkutól. Núna finnst mér ég vera orðinn sterkur. Núna get ég byrjað að hjálpa öllum sem líður illa. Það ætti enginn að þurfa að takast á við sársauka einn,“ er haft eftir Björgvini í viðtalinu þar sem hann segir bókaskrif sín hafa losað þungan bakpoka af slæmum tilfinningum af öxlum sér. Það þýði þó ekki að lífið sé núna bara dans á rósum. „Alveg í lagi að líða ekki alltaf vel“ „Mér líður ekki alltaf vel. Það er líka alveg í lagi að líða ekki alltaf vel. Það er í góðu lagi,“ segir Björgvin sem vill eins og fyrr segir hjálpa öðrum að líða betur. Það hefur hann reyndar einnig ósjaldan gert með frammistöðu sinni á handboltavellinum fyrir íslenska landsliðið. „Í dag gegni ég fyrirliðahlutverki hjá íslenska landsliðinu. Það færði mér ánægju. Sérstaklega því ég var vondur við alla. Ég var enginn leiðtogi og hélt að ég gæti aldrei orðið slíkur. Kannski var tilgangurinn minn í lífinu alltaf að vera góð fyrirmynd. Að hjálpa öðrum að líða betur. Vonandi geri ég það bara með því að segja mína sögu. Vonandi lætur sagan mín þér líða aðeins betur,“ segir Björgvin. View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin Pa ll Gu stavsson (@bjoggi) Í viðtalinu ræðir Björgvin einnig stuttlega um markmið Íslands á EM, þar sem fyrsti leikur liðsins er afar mikilvæg viðureign við Serbíu á föstudaginn. „Á Íslandi eigum við okkur alltaf stóra drauma. Eftir nokkur mót þar sem við höfum ekki staðist væntingar þá viljum við eitthvað stórt núna, að minnsta kosti farseðil í ólympíuumspilið,“ segir Björgvin. „Árið 2008 spilaði ég á mínum fyrstu Ólympíuleikum í Peking, og mætti Frakklandi og Nikola Karabatic í úrslitaleiknum. Núna dreymir mig að spila í París, og aftur á móti Nikola Karabatic,“ segir Björgvin en Ólympíuleikarnir í sumar fara fram í París. Mun meiri hraði undir stjórn Snorra Búist er við þúsundum Íslendinga í München vegna EM. „Það munu svo margir Íslendingar fylgja okkur, þetta verður risahópur. Og núna erum við með mjög spennandi lið, sérstaklega eftir að Gísli Þorgeir Kristjánsson sneri aftur úr meiðslum,“ segir Björgvin sem nú spilar undir stjórn síns gamla liðsfélaga til margra ára, Snorra Steins Guðjónssonar, líkt og hann gerði áður hjá Val. Saman unnu þeir silfur í Peking og brons á EM 2010. „Snorri átti mjög erfitt verkefni fyrir höndum að velja tuttugu leikmenn, því hópurinn okkar er mjög breiður og fullur af hæfileikum. Undir hans stjórn erum við með nýjan stíl, mikið hraðari,“ segir Björgvin. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Ricky Hatton dáinn Sport Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Enski boltinn Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira
„Sem barn átti ég oft erfitt. Oft leið mér skelfilega. Oft kom ég illa fram við fólk og vissi ekkert hvernig ég átti að takast á við tilfinningar mínar,“ segir Björgvin í upphafi viðtalsins, sem er með fyrirsögninni: „Hvernig reiði strákurinn varð að fyrirmynd“. Björgvin hefur áður gert þessum málum góð skil, meðal annars með bók sinni Barn verður forseti, sem nú er hægt að hlusta á ókeypis bæði á íslensku og ensku á samfélagsmiðlum hans. View this post on Instagram A post shared by European Handball Federation (@ehf_activities) Handboltinn hjálpaði Björgvini að takast á við lífið og þessi 38 ára „silfurdrengur“ hefur síðan fundið fyrir miklum metnaði til að styðja við börn í sömu sporum og hann var í. „Þegar ég klæði mig í handboltatreyjuna þá líður mér eins og ofurhetju. Þá er ég ekki lengur hræddur. Rétt í þessu var ég óhræddur við að gráta fyrir framan alla strákan í búningsklefanum. Það er allt í lagi að gráta. Það gerir mig ekkert minna hörkutól. Núna finnst mér ég vera orðinn sterkur. Núna get ég byrjað að hjálpa öllum sem líður illa. Það ætti enginn að þurfa að takast á við sársauka einn,“ er haft eftir Björgvini í viðtalinu þar sem hann segir bókaskrif sín hafa losað þungan bakpoka af slæmum tilfinningum af öxlum sér. Það þýði þó ekki að lífið sé núna bara dans á rósum. „Alveg í lagi að líða ekki alltaf vel“ „Mér líður ekki alltaf vel. Það er líka alveg í lagi að líða ekki alltaf vel. Það er í góðu lagi,“ segir Björgvin sem vill eins og fyrr segir hjálpa öðrum að líða betur. Það hefur hann reyndar einnig ósjaldan gert með frammistöðu sinni á handboltavellinum fyrir íslenska landsliðið. „Í dag gegni ég fyrirliðahlutverki hjá íslenska landsliðinu. Það færði mér ánægju. Sérstaklega því ég var vondur við alla. Ég var enginn leiðtogi og hélt að ég gæti aldrei orðið slíkur. Kannski var tilgangurinn minn í lífinu alltaf að vera góð fyrirmynd. Að hjálpa öðrum að líða betur. Vonandi geri ég það bara með því að segja mína sögu. Vonandi lætur sagan mín þér líða aðeins betur,“ segir Björgvin. View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin Pa ll Gu stavsson (@bjoggi) Í viðtalinu ræðir Björgvin einnig stuttlega um markmið Íslands á EM, þar sem fyrsti leikur liðsins er afar mikilvæg viðureign við Serbíu á föstudaginn. „Á Íslandi eigum við okkur alltaf stóra drauma. Eftir nokkur mót þar sem við höfum ekki staðist væntingar þá viljum við eitthvað stórt núna, að minnsta kosti farseðil í ólympíuumspilið,“ segir Björgvin. „Árið 2008 spilaði ég á mínum fyrstu Ólympíuleikum í Peking, og mætti Frakklandi og Nikola Karabatic í úrslitaleiknum. Núna dreymir mig að spila í París, og aftur á móti Nikola Karabatic,“ segir Björgvin en Ólympíuleikarnir í sumar fara fram í París. Mun meiri hraði undir stjórn Snorra Búist er við þúsundum Íslendinga í München vegna EM. „Það munu svo margir Íslendingar fylgja okkur, þetta verður risahópur. Og núna erum við með mjög spennandi lið, sérstaklega eftir að Gísli Þorgeir Kristjánsson sneri aftur úr meiðslum,“ segir Björgvin sem nú spilar undir stjórn síns gamla liðsfélaga til margra ára, Snorra Steins Guðjónssonar, líkt og hann gerði áður hjá Val. Saman unnu þeir silfur í Peking og brons á EM 2010. „Snorri átti mjög erfitt verkefni fyrir höndum að velja tuttugu leikmenn, því hópurinn okkar er mjög breiður og fullur af hæfileikum. Undir hans stjórn erum við með nýjan stíl, mikið hraðari,“ segir Björgvin.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Ricky Hatton dáinn Sport Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Enski boltinn Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira