Dreymdi um líf á Íslandi en þoldi aðeins ársdvöl Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. janúar 2024 17:37 Annabel Fenwick Elliott ásamt barni sínu í heitum potti að vetri til hér á landi. Annabel Fenwick Elliott Annabel Fenwick Elliott átti sér draum eftir þriggja daga heimsókn til Íslands að búa hér á landi. Draumurinn rættist en lífið á Íslandi var ekki jafnánægjulegt og hún hafði séð fyrir sér. Glöggt er gests augað segir máltækið og spurning hvort Annabel hafi eitthvað til síns máls varðandi gagnrýni sína á landið. Annabel skrifar pistla á vef Telegraph í Bretlandi en sjálf er hún bresk. Í nýjum pistli sínum segir hún frá flutningunum til Íslands frá London og komst að því að frí á Íslandi er ekkert í líkingu við það að búa hér á landi. Forsagan er sú að Annabel sótti Ísland heim í mars 2018 og ferðaðist um landið í þrjá daga. Hún lýsir því að í einni ferðinni hafi hún setið aftast í rútu fullri af ferðamönnum, lagt höfuðið á rúðuna, horft yfir hraunbreiðuna og velt fyrir sér: „Hér gæti ég búið.“ Vangavelta sem fjölmargir Íslendingar kannast eflaust við frá ferðum sínum út í heim. Sá draumahúsið Annabel segist hafa séð krúttlegt og kósí hús með torfþaki frá þjóðveginum, eitt í náttúrunni. Hún sé innhverf og því augljóst að líf í slíku sætu húsi, fjarri fólki, ætti betur við hana en að leigja með öðru fólki pínulitla íbúð í London. Það fylgir sögunni að þarna var hún nýlega orðin einhleyp. Fjórum árum síðar fékk unnusti hennar starfstilboð sem þyrluflugmaður á Íslandi og þá var henni ekki til setunnar boðið. Það voru ekki aðeins minningarnar um fallega landslagið sem ýttu henni út í ævintýrið. Hún hafði líka komist að því að Ísland væri í þriðja sæti yfir hamingjusömustu þjóðir í heimi. „Til samanburðar er Bretland í nítjánda sæti,“ segir Annabel sem hóf að undirbúa flutninga litlu fjölskyldunnar en þarna höfðu þau nýlega eignast barn. Hamingjan hulin ráðgáta Flutningarnir fóru fram í ágúst 2022 og dvölin varði í eitt ár. „Þetta er enn eitt af uppáhaldslöndunum sem ég hef heimsótt. En hvernig Íslendingar geta verið svona hamingjusamir er hulin ráðgáta fyrir mér.“ Ekki hafi hjálpað erfiðleikar við aðlögun hér á landi vegna Brexit. Á meðan þýskur unnusti hennar hafi fengið höfðinglegar móttökur hafi hún sem breskur ríkisborgari átt erfitt með að stofna bankareikning og fá heilbrigðisþjónustu fyrir þau og barn þeirra. „Fyrir vikið var ég á stöðugum þeytingi á milli Ísland og Englands með barnið sem var ekki að hjálpa til.“ Ótrúlega hátt leiguverð Annabel fer fögrum orðum um náttúru Íslands. Hún vísar í gamalt ljóð eftir Henry Wadsworth Longfellow sem móðir hennar vísaði til þegar Annabel var ung. „Þegar hún var góð, þá var hún svo sannarlega góð. En þegar hún var vond þá var hún hrikaleg,“ og vísar til náttúru Íslands. Goshverir, svartir sandar, eldfjöll, jöklar og fallegir dalir séu í boði hér á landi en aðgengi að mörgum þessara staða sé afar erfitt. Þá sé hálf þjóðin samanpökkuð í höfuðborginni Reykjavík þar sem leiguverð sé ótrúlega hátt. Annabel lýsir því að lítið sé ræktað hér á landi, íslenskur matur sé vafasamur og nefnir hún hákarl í því samhengi, og maturinn sem er innfluttur sé seldur á himinháau verði í verslunum. Reglusjúkir Íslendingar Matvaran sé ekki það eina sem neytendur blæði vegna. Hér hafi McDonald's ekki getað blómstrað og Starbucks ekki opnað stað. Amazon og eBay séu ekki með útibú. Svo sé áfengi allt að þrisvar sinnum dýrara en í Englandi og aðeins hægt að kaupa í einstaka áfengisverslunum sem séu ekki á hverju strái. „Þær eru aldrei opnar á sunnudögum eða frídögum. Vínið okkar kláraðist um jólin og fjölskyldumeðlimir í heimsókn urðu fyrir áfalli að geta ekki drukkið áfengi um hátíðirnar.“ Í þessu samhengi nefnir Annabel að Íslendingar séu sjúkir í reglur. Moskítóflugur kunni ekki að meta veðrið Þar telur hún upp bjórbannið sem varði til 1989, sjónvarpsbann á fimmtudögum og í júlí og bann við hundahaldi í Reykjavík lengi vel. Við þetta má bæta að þingmenn börðust sumir hverjir gegn litasjónvarpi og þá voru mikil átök í baráttu fyrir einkareknu útvarpi og sjónvarpi. Stöð 2 kom á markaðinn 1986 og hér að neðan má sjá stutta upprifjun frá því herrans ári. Þó þetta heyri allt sögunni til sé ýmislegt stórskrýtið í íslensku regluverki. „Til dæmis hjá Póstinum. Gjafir sem mamma mín sendi mér voru reglulega opnaðar og skattlagðar (grínlaust, náttföt og afmæliskort fyrir barnabarn hennar),“ segir Annabal. Á móti verði hún að hrósa ýmsu og nefnir til sögunnar skipulag í gatnakerfinu þar sem vegir séu heilt yfir í góðu ástandi og þjónustulund Íslendinga. Þá tali flestir góða ensku, húmorinn sé yndislega svartur og vatnið úr krönunum ótrúlega hreint. Þá hrósar hún frábærum sundlaugum þar sem Dalslaug í Úlfarsárdal hafi staðið upp úr. „Norðurljósin lýsa upp himininn á veturna. Svo er þetta einn af fáum stöðum í heiminum þar sem moskítóflugur þrífast ekki. Þær kunna ekki að meta veðrið hérna. Lái þeim hver sem vill.“ Mælir með heimsókn en ekki dvöl Þegar öllu sé á botninn hvolft hafi veðrið verið of vont til að dvelja hér lengur. Ekki hafi hjálpað til að veturinn 2022 til 2023 er sá kaldasti á Íslandi í hundrað ár. Þau hafi reglulega lent í því að komast ekki leiðar sinnar vegna snjós. Á sumrin hafi svo verið bjart allan sólarhringinn sem hafi gert Annabel erfitt fyrir með svefn. Auk þess hafi ekki verið nægjanlega hlýtt til að njóta útiveru til fullnustu. „Kannski er þetta ástæðan fyrir hamingju Íslendinga, og Norðurlandanna sem eru á toppi hamingjulistans. Þú verður að vera gerður úr sterkum beinum til að þola þessi erfiðu lífsskilyrði.“ Að lokum mælir Annabel með því að allir heimsæki þetta draumaland á lífsleiðinni en telur afar fáa geta ráðið við að búa hérna út ævina. Annars er það að frétta af Annabel að fjölskyldan ætlar að flytja til Máritíus í Indlandshafi þar sem er að finna öllu hlýrra loftslag. Ferðamennska á Íslandi Bretland Ástin og lífið Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Annabel skrifar pistla á vef Telegraph í Bretlandi en sjálf er hún bresk. Í nýjum pistli sínum segir hún frá flutningunum til Íslands frá London og komst að því að frí á Íslandi er ekkert í líkingu við það að búa hér á landi. Forsagan er sú að Annabel sótti Ísland heim í mars 2018 og ferðaðist um landið í þrjá daga. Hún lýsir því að í einni ferðinni hafi hún setið aftast í rútu fullri af ferðamönnum, lagt höfuðið á rúðuna, horft yfir hraunbreiðuna og velt fyrir sér: „Hér gæti ég búið.“ Vangavelta sem fjölmargir Íslendingar kannast eflaust við frá ferðum sínum út í heim. Sá draumahúsið Annabel segist hafa séð krúttlegt og kósí hús með torfþaki frá þjóðveginum, eitt í náttúrunni. Hún sé innhverf og því augljóst að líf í slíku sætu húsi, fjarri fólki, ætti betur við hana en að leigja með öðru fólki pínulitla íbúð í London. Það fylgir sögunni að þarna var hún nýlega orðin einhleyp. Fjórum árum síðar fékk unnusti hennar starfstilboð sem þyrluflugmaður á Íslandi og þá var henni ekki til setunnar boðið. Það voru ekki aðeins minningarnar um fallega landslagið sem ýttu henni út í ævintýrið. Hún hafði líka komist að því að Ísland væri í þriðja sæti yfir hamingjusömustu þjóðir í heimi. „Til samanburðar er Bretland í nítjánda sæti,“ segir Annabel sem hóf að undirbúa flutninga litlu fjölskyldunnar en þarna höfðu þau nýlega eignast barn. Hamingjan hulin ráðgáta Flutningarnir fóru fram í ágúst 2022 og dvölin varði í eitt ár. „Þetta er enn eitt af uppáhaldslöndunum sem ég hef heimsótt. En hvernig Íslendingar geta verið svona hamingjusamir er hulin ráðgáta fyrir mér.“ Ekki hafi hjálpað erfiðleikar við aðlögun hér á landi vegna Brexit. Á meðan þýskur unnusti hennar hafi fengið höfðinglegar móttökur hafi hún sem breskur ríkisborgari átt erfitt með að stofna bankareikning og fá heilbrigðisþjónustu fyrir þau og barn þeirra. „Fyrir vikið var ég á stöðugum þeytingi á milli Ísland og Englands með barnið sem var ekki að hjálpa til.“ Ótrúlega hátt leiguverð Annabel fer fögrum orðum um náttúru Íslands. Hún vísar í gamalt ljóð eftir Henry Wadsworth Longfellow sem móðir hennar vísaði til þegar Annabel var ung. „Þegar hún var góð, þá var hún svo sannarlega góð. En þegar hún var vond þá var hún hrikaleg,“ og vísar til náttúru Íslands. Goshverir, svartir sandar, eldfjöll, jöklar og fallegir dalir séu í boði hér á landi en aðgengi að mörgum þessara staða sé afar erfitt. Þá sé hálf þjóðin samanpökkuð í höfuðborginni Reykjavík þar sem leiguverð sé ótrúlega hátt. Annabel lýsir því að lítið sé ræktað hér á landi, íslenskur matur sé vafasamur og nefnir hún hákarl í því samhengi, og maturinn sem er innfluttur sé seldur á himinháau verði í verslunum. Reglusjúkir Íslendingar Matvaran sé ekki það eina sem neytendur blæði vegna. Hér hafi McDonald's ekki getað blómstrað og Starbucks ekki opnað stað. Amazon og eBay séu ekki með útibú. Svo sé áfengi allt að þrisvar sinnum dýrara en í Englandi og aðeins hægt að kaupa í einstaka áfengisverslunum sem séu ekki á hverju strái. „Þær eru aldrei opnar á sunnudögum eða frídögum. Vínið okkar kláraðist um jólin og fjölskyldumeðlimir í heimsókn urðu fyrir áfalli að geta ekki drukkið áfengi um hátíðirnar.“ Í þessu samhengi nefnir Annabel að Íslendingar séu sjúkir í reglur. Moskítóflugur kunni ekki að meta veðrið Þar telur hún upp bjórbannið sem varði til 1989, sjónvarpsbann á fimmtudögum og í júlí og bann við hundahaldi í Reykjavík lengi vel. Við þetta má bæta að þingmenn börðust sumir hverjir gegn litasjónvarpi og þá voru mikil átök í baráttu fyrir einkareknu útvarpi og sjónvarpi. Stöð 2 kom á markaðinn 1986 og hér að neðan má sjá stutta upprifjun frá því herrans ári. Þó þetta heyri allt sögunni til sé ýmislegt stórskrýtið í íslensku regluverki. „Til dæmis hjá Póstinum. Gjafir sem mamma mín sendi mér voru reglulega opnaðar og skattlagðar (grínlaust, náttföt og afmæliskort fyrir barnabarn hennar),“ segir Annabal. Á móti verði hún að hrósa ýmsu og nefnir til sögunnar skipulag í gatnakerfinu þar sem vegir séu heilt yfir í góðu ástandi og þjónustulund Íslendinga. Þá tali flestir góða ensku, húmorinn sé yndislega svartur og vatnið úr krönunum ótrúlega hreint. Þá hrósar hún frábærum sundlaugum þar sem Dalslaug í Úlfarsárdal hafi staðið upp úr. „Norðurljósin lýsa upp himininn á veturna. Svo er þetta einn af fáum stöðum í heiminum þar sem moskítóflugur þrífast ekki. Þær kunna ekki að meta veðrið hérna. Lái þeim hver sem vill.“ Mælir með heimsókn en ekki dvöl Þegar öllu sé á botninn hvolft hafi veðrið verið of vont til að dvelja hér lengur. Ekki hafi hjálpað til að veturinn 2022 til 2023 er sá kaldasti á Íslandi í hundrað ár. Þau hafi reglulega lent í því að komast ekki leiðar sinnar vegna snjós. Á sumrin hafi svo verið bjart allan sólarhringinn sem hafi gert Annabel erfitt fyrir með svefn. Auk þess hafi ekki verið nægjanlega hlýtt til að njóta útiveru til fullnustu. „Kannski er þetta ástæðan fyrir hamingju Íslendinga, og Norðurlandanna sem eru á toppi hamingjulistans. Þú verður að vera gerður úr sterkum beinum til að þola þessi erfiðu lífsskilyrði.“ Að lokum mælir Annabel með því að allir heimsæki þetta draumaland á lífsleiðinni en telur afar fáa geta ráðið við að búa hérna út ævina. Annars er það að frétta af Annabel að fjölskyldan ætlar að flytja til Máritíus í Indlandshafi þar sem er að finna öllu hlýrra loftslag.
Ferðamennska á Íslandi Bretland Ástin og lífið Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira