Sættir sig ekki við bann eftir slóð gjaldþrota Árni Sæberg skrifar 8. janúar 2024 14:30 Hæstiréttur tekur mál mannsins fyrir. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur fallist á að taka fyrir mál manns sem var úrskurðaður í þriggja ára atvinnurekstrarbann í Landsrétti. Þrotabú einkahlutafélags sem maðurinn átti einn fór fram á bannið en lýstar kröfur í búið nema ríflega 300 milljónum króna. Í ákvörðun Hæstaréttar um málskotsbeiðni mannsins segir að með úrskurði Landsréttar hafi úrskurður héraðsdóms þar sem manninum var gert að sæta atvinnurekstrarbanni í þrjú ár verið staðfestur. Gagnaðili málsins sé skiptastjóri þrotabús ótilgreinds einkahlutafélags en maðurinn hafi verið fyrirsvarsmaður félagsins og eini eigandi þess. Í úrskurði héraðsdóms hafi verið rakið að ekkert lægi fyrir um hvort maðurinn hefði verið ákærður eða dæmdur til refsingar fyrir þá háttsemi sem skiptastjórinn vísaði til í rökstuðningi sínum fyrir atvinnurekstrarbanni og tengdist rekstri félagsins. Þá hafi komið fram að um ábyrgð mannsins færi eftir lögum um einkahlutafélög. Maðurinn hafi verið talinn með vítaverðum hætti hafa virt að vettugi skyldur sínar sem fyrirsvarsmaður félagsins. Mat héraðsdóms hafi verið að háttsemi mannsins við rekstur félagsins nægði ein og sér til þess að fyrir hendi væru skilyrði til að lagt yrði atvinnurekstrarbann á hann og ekki yrði séð að rök stæðu til þess að bannið yrði ákveðið skemur en í þrjú ár. Þrjú hundruð milljóna króna gjaldþrot og nokkur smærri Í staðfestum úrskurði héraðsdóms segir að skiptastjóri hafi stutt kröfu sína um atvinnurekstrarbann þeim rökum að samkvæmt kröfulýsingu Skattsins sé ljóst að félagið hafi ekki greitt þing- og sveitarsjóðsgjöld, staðgreiðslu launagreiðanda og virðisaukaskatt. Fjárhæð kröfulýsingar Skattsins nemi 274.444.497 krónum. Þá hafi ársreikningi fyrir rekstrarárið 2021 ekki verið skilað, í andstöðu við lög um ársreikninga, skiptastjóri telji framangreint kunna að varða refsiábyrgð og fésektum. Þá hafi skiptastjóri kveðið yfirferð á bankareikningum félagsins hafa leitt í ljós að maðurinn hafi tekið út af bankareikningum félagsins að minnsta kosti 215.557.000 krónur og lagt inn á persónulega bankareikninga sína. Á sama tíma hafi félagið ekki greitt lögbundin gjöld. Fjárhæð lýstra krafna í þrotabúið nemi samtals 308.697.473 krónum og fyrirsjáanlegt að ekkert muni fást greitt upp í lýstar kröfur. Þá segir í málsástæðum skiptastjórans í héraði að maðurinn hafi staðið í fyrirtækjarekstri um langt skeið og félög sem hann hefur verið í fyrirsvari fyrir verið lýst gjaldþrota, auk þess sem hann hafi verið dæmdur til refsingar vegna rekstrar þeirra félaga. Í kröfu skiptastjóra eru talin þau gjaldþrota félög sem maðurinn hefur komið að og skiptastjóri kveðst kunnugt um. Félögin sem talin eru upp eru átta talsins og lýstar kröfur í þrotabú þeirra eru á bilinu tæplega níu milljónir króna til tæplega 84 milljónir króna, alls tæplega 219 milljónir króna. Taldi um refsikennd viðurlög að ræða Maðurinn krafðist þess að kröfu skiptastjórans yrði vísað frá dómi og studdi kröfu sína meðal annars þeim rökum að atvinnurekstrarbann feli í sér refsikennd viðurlög. Hin nýju ákvæði gjaldþrotalaga um heimild til álagningar atvinnurekstrarbanns, sem til umfjöllunar voru í málinu, séu til fyllingar ákvæði almennra hegningarlaga og algerlega sambærileg við atvinnurekstrarbann samkvæmt því ákvæði þótt viðurhlutaminna væri. Maðurinn taldi að túlkun og beiting kafla gjaldþrotaskiptalaganna um atvinnurekstrarbann skyldi lúta sömu reglum og eigi við um refsiákvæði og að beiting ákvæða þessara geti haft sömu réttarverkan og refsiákvæði. Þá kvað maðurinn það að atvinnurekstrarbann feli í sér refsikennd viðurlög skipta máli hvað varði gildistöku laganna, en stjórnarskráin leggur bann við afturvirkni refsiákvæða. Fordæmisgildi um túlkun laga um gjaldþrotaskipti og fleira Í ákvörðun Hæstaréttar segir að maðurinn hafi byggt á því í málskotsbeiðni sinni að málið varði mikilvæga háttsemi og hafi ríkt fordæmisgildi þar sem kæruefnið varði nýja löggjöf um atvinnurekstrarbann. Hann hafi vísað til þess annars vegar að mikilvægt sé að Hæstiréttur leysi úr því hvort hin nýju réttarúrræði teljist til refsikenndra viðurlaga og hins vegar sé áríðandi að Hæstiréttur kveði upp úr hvort og með hvaða hætti lög um breytingu á lögum um gjaldþrotaskipti og fleira, sem kennd eru við kennitöluflakk, gildi með afturvirkum hætti. Maðurinn hafi jafnframt vísað til misvísandi túlkunar héraðsdómstóla á framangreindum atriðum. Þá telji hann að forsendur úrskurðar um atvinnurekstrarbann standist ekki og skilyrði málsmeðferðarkafla laga um gjaldþrotaskipti og fleira séu ekki uppfyllt. Niðurstaða Hæstaréttar var sú að að virtum gögnum málsins yrði talið að dómur í því geti haft fordæmisgildi um túlkun ákvæða málsmeðferðarkafla laga um gjaldþrotaskipti og fleira. Dómsmál Gjaldþrot Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Í ákvörðun Hæstaréttar um málskotsbeiðni mannsins segir að með úrskurði Landsréttar hafi úrskurður héraðsdóms þar sem manninum var gert að sæta atvinnurekstrarbanni í þrjú ár verið staðfestur. Gagnaðili málsins sé skiptastjóri þrotabús ótilgreinds einkahlutafélags en maðurinn hafi verið fyrirsvarsmaður félagsins og eini eigandi þess. Í úrskurði héraðsdóms hafi verið rakið að ekkert lægi fyrir um hvort maðurinn hefði verið ákærður eða dæmdur til refsingar fyrir þá háttsemi sem skiptastjórinn vísaði til í rökstuðningi sínum fyrir atvinnurekstrarbanni og tengdist rekstri félagsins. Þá hafi komið fram að um ábyrgð mannsins færi eftir lögum um einkahlutafélög. Maðurinn hafi verið talinn með vítaverðum hætti hafa virt að vettugi skyldur sínar sem fyrirsvarsmaður félagsins. Mat héraðsdóms hafi verið að háttsemi mannsins við rekstur félagsins nægði ein og sér til þess að fyrir hendi væru skilyrði til að lagt yrði atvinnurekstrarbann á hann og ekki yrði séð að rök stæðu til þess að bannið yrði ákveðið skemur en í þrjú ár. Þrjú hundruð milljóna króna gjaldþrot og nokkur smærri Í staðfestum úrskurði héraðsdóms segir að skiptastjóri hafi stutt kröfu sína um atvinnurekstrarbann þeim rökum að samkvæmt kröfulýsingu Skattsins sé ljóst að félagið hafi ekki greitt þing- og sveitarsjóðsgjöld, staðgreiðslu launagreiðanda og virðisaukaskatt. Fjárhæð kröfulýsingar Skattsins nemi 274.444.497 krónum. Þá hafi ársreikningi fyrir rekstrarárið 2021 ekki verið skilað, í andstöðu við lög um ársreikninga, skiptastjóri telji framangreint kunna að varða refsiábyrgð og fésektum. Þá hafi skiptastjóri kveðið yfirferð á bankareikningum félagsins hafa leitt í ljós að maðurinn hafi tekið út af bankareikningum félagsins að minnsta kosti 215.557.000 krónur og lagt inn á persónulega bankareikninga sína. Á sama tíma hafi félagið ekki greitt lögbundin gjöld. Fjárhæð lýstra krafna í þrotabúið nemi samtals 308.697.473 krónum og fyrirsjáanlegt að ekkert muni fást greitt upp í lýstar kröfur. Þá segir í málsástæðum skiptastjórans í héraði að maðurinn hafi staðið í fyrirtækjarekstri um langt skeið og félög sem hann hefur verið í fyrirsvari fyrir verið lýst gjaldþrota, auk þess sem hann hafi verið dæmdur til refsingar vegna rekstrar þeirra félaga. Í kröfu skiptastjóra eru talin þau gjaldþrota félög sem maðurinn hefur komið að og skiptastjóri kveðst kunnugt um. Félögin sem talin eru upp eru átta talsins og lýstar kröfur í þrotabú þeirra eru á bilinu tæplega níu milljónir króna til tæplega 84 milljónir króna, alls tæplega 219 milljónir króna. Taldi um refsikennd viðurlög að ræða Maðurinn krafðist þess að kröfu skiptastjórans yrði vísað frá dómi og studdi kröfu sína meðal annars þeim rökum að atvinnurekstrarbann feli í sér refsikennd viðurlög. Hin nýju ákvæði gjaldþrotalaga um heimild til álagningar atvinnurekstrarbanns, sem til umfjöllunar voru í málinu, séu til fyllingar ákvæði almennra hegningarlaga og algerlega sambærileg við atvinnurekstrarbann samkvæmt því ákvæði þótt viðurhlutaminna væri. Maðurinn taldi að túlkun og beiting kafla gjaldþrotaskiptalaganna um atvinnurekstrarbann skyldi lúta sömu reglum og eigi við um refsiákvæði og að beiting ákvæða þessara geti haft sömu réttarverkan og refsiákvæði. Þá kvað maðurinn það að atvinnurekstrarbann feli í sér refsikennd viðurlög skipta máli hvað varði gildistöku laganna, en stjórnarskráin leggur bann við afturvirkni refsiákvæða. Fordæmisgildi um túlkun laga um gjaldþrotaskipti og fleira Í ákvörðun Hæstaréttar segir að maðurinn hafi byggt á því í málskotsbeiðni sinni að málið varði mikilvæga háttsemi og hafi ríkt fordæmisgildi þar sem kæruefnið varði nýja löggjöf um atvinnurekstrarbann. Hann hafi vísað til þess annars vegar að mikilvægt sé að Hæstiréttur leysi úr því hvort hin nýju réttarúrræði teljist til refsikenndra viðurlaga og hins vegar sé áríðandi að Hæstiréttur kveði upp úr hvort og með hvaða hætti lög um breytingu á lögum um gjaldþrotaskipti og fleira, sem kennd eru við kennitöluflakk, gildi með afturvirkum hætti. Maðurinn hafi jafnframt vísað til misvísandi túlkunar héraðsdómstóla á framangreindum atriðum. Þá telji hann að forsendur úrskurðar um atvinnurekstrarbann standist ekki og skilyrði málsmeðferðarkafla laga um gjaldþrotaskipti og fleira séu ekki uppfyllt. Niðurstaða Hæstaréttar var sú að að virtum gögnum málsins yrði talið að dómur í því geti haft fordæmisgildi um túlkun ákvæða málsmeðferðarkafla laga um gjaldþrotaskipti og fleira.
Dómsmál Gjaldþrot Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira