Fyrrverandi félagar í samfloti? Helgi Pétursson skrifar 8. janúar 2024 11:30 Við félagar í LEB - Landssambandi eldri borgara, stjórn þess og kjaranefnd í samráði við 55 félög eldra fólks um allt land, höfum gengið frá sameiginlegri stefnu í kjaramálum og kynnt hana á fjölmörgum fundum víða um land. Umfangsmesta kynningin var á málþingi í Reykjavík núna í haust með yfirskriftinni Við bíðum... ekki lengur! sem var mjög fjölsótt og streymt til þúsunda manna um allt land. Þingmenn, ráðherrar og aðilar vinnumarkaðarins komu til málþingsins þar sem við lögðum m.a. áherslu á hækkun almenna frítekjumarksins, að ellilífeyrir almannatrygginga verði aldrei lægri en lægsti launataxti og að árlegar hækkanir þessa fylgi launavísitölu. Við höfum lagt sérstaka áherslu á aðgerðir fyrir þau verst settu, en eins og fram hefur komið er talið að uppundir tuttugu þúsund manns séu við eða undir lágmarks framfærslumöguleikum. Þar höfum við rætt um sérstakt skattþrep, engar skerðingar og að skoðaðar verði sérstakar greiðslur til þeirra sem eru undir almennu framfærsluviðmiði. Gera þarf fjölmargar breytingar á stagbættu lífeyriskerfi svo að auðvelda megi - og það verði hvetjandi - fyrir þá sem geta og vilja vinna lengur, öllum til hagsbóta. Við höfum sótt samráðsfundi með Tryggingastofnun ríkisins sem m.a. telur að fullbúnir launaseðlar frá TR sjái dagsins ljós á fyrstu mánuðum nýja ársins. Sérstaka ánægju vekja viðbrögð forystu Alþýðusambands Íslands sem telja eðlilegt að verkalýðshreyfingin styðji baráttu sinna fyrrum félagsmanna sem flestir hafa tengst launþegahreyfingunni með einum eða öðrum hætti í meira en fimmtíu ár. Hugmyndir LEB falla vel að sameiginlegum áherslum aðila vinnumarkaðarins um breytingar á tilfærslukerfum. Ég vil að endingu þakka formönnum og stjórnarmönnum eina fimmtán fjarfundi um allt milli himins og jarðar sem viðkemur málefnum eldra fólks og geng glaður til starfa á nýju ári. Gleðilegt ár! Höfundur er formaður LEB - Landssambands eldri borgara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Kjaramál Lífeyrissjóðir Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Við félagar í LEB - Landssambandi eldri borgara, stjórn þess og kjaranefnd í samráði við 55 félög eldra fólks um allt land, höfum gengið frá sameiginlegri stefnu í kjaramálum og kynnt hana á fjölmörgum fundum víða um land. Umfangsmesta kynningin var á málþingi í Reykjavík núna í haust með yfirskriftinni Við bíðum... ekki lengur! sem var mjög fjölsótt og streymt til þúsunda manna um allt land. Þingmenn, ráðherrar og aðilar vinnumarkaðarins komu til málþingsins þar sem við lögðum m.a. áherslu á hækkun almenna frítekjumarksins, að ellilífeyrir almannatrygginga verði aldrei lægri en lægsti launataxti og að árlegar hækkanir þessa fylgi launavísitölu. Við höfum lagt sérstaka áherslu á aðgerðir fyrir þau verst settu, en eins og fram hefur komið er talið að uppundir tuttugu þúsund manns séu við eða undir lágmarks framfærslumöguleikum. Þar höfum við rætt um sérstakt skattþrep, engar skerðingar og að skoðaðar verði sérstakar greiðslur til þeirra sem eru undir almennu framfærsluviðmiði. Gera þarf fjölmargar breytingar á stagbættu lífeyriskerfi svo að auðvelda megi - og það verði hvetjandi - fyrir þá sem geta og vilja vinna lengur, öllum til hagsbóta. Við höfum sótt samráðsfundi með Tryggingastofnun ríkisins sem m.a. telur að fullbúnir launaseðlar frá TR sjái dagsins ljós á fyrstu mánuðum nýja ársins. Sérstaka ánægju vekja viðbrögð forystu Alþýðusambands Íslands sem telja eðlilegt að verkalýðshreyfingin styðji baráttu sinna fyrrum félagsmanna sem flestir hafa tengst launþegahreyfingunni með einum eða öðrum hætti í meira en fimmtíu ár. Hugmyndir LEB falla vel að sameiginlegum áherslum aðila vinnumarkaðarins um breytingar á tilfærslukerfum. Ég vil að endingu þakka formönnum og stjórnarmönnum eina fimmtán fjarfundi um allt milli himins og jarðar sem viðkemur málefnum eldra fólks og geng glaður til starfa á nýju ári. Gleðilegt ár! Höfundur er formaður LEB - Landssambands eldri borgara.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar