Bjóða til afmælisveislu í Laugardalshöll Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. janúar 2024 10:35 Erpur Eyvindarson lofar svakalegum tónleikum í Laugardalshöll. Anna Margrét Árnadóttir XXX Rottweilerhundar blása til risatónleika í Laugardalshöll föstudaginn 17. maí. Um er að ræða 25 ára afmælistónleika sveitarinnar. Hljómsveitin kom fyrst saman árið 1999 en skaust svo upp á stjörnuhimininn í mars árið 2000 þegar sveitin vann Músíktilraunir. Þegar síðan samnefnd platínuplata hljómsveitarinnar kom út undir lok árs 2001 varð sprenging sem ekki sér fyrir endann á, eins og segir í tilkynningu vegna tónleikanna. „Rottweilerhundar eru brautryðjendur íslenskrar rappsenu og í kjölfar þeirra fylgdi ótal tónlistarmanna sem gáfu út rapp á íslensku. Seinni plata Rottweiler kom út árið 2002 en undanfarin ár hefur hljómsveitin gefið út lög með reglulegu millibili sem öll hafa notið mikilla vinsælda.“ Erpur Eyvindarson, BlazRoca, er spenntur fyrir tónleikunum. „Það stóð alltaf til að fagna 20 ára afmælinu með stórum tónleikum en heimsfaraldurinn kom í veg fyrir það. Þess í stað ætlum við að keyra á þetta núna þar sem við nálgumst 25 ára aldurinn, xxxR og meðlimir, við erum allir alltaf 25 ára“ segir Erpur sem fagnar 47 ára afmæli á árinu. Landslið tónlistarmanna hefur í gegnum tíðina komið við sögu í lögum Rottweilerhunda og stendur til að fá marga góða gesti á tónleikana til að gera þá sem glæsilegasta og segja sögu þessarar stórmerku hljómsveitar. „Það er alveg óhætt að lofa rosalegri sýningu, stemningin sem myndast á tónleikum okkar hefur alltaf verið bandbrjáluð. Við erum svo fáránlega æstir í að leggja allt okkar í hvert einasta smáatriði, fyrir fulla Laugardalshöll af okkar yfirburða aðdáendum“ segir Ágúst Bent Sigbertsson, Bent, um tónleikana. Miðasala á tónleikana hefst á föstudaginn, 12. janúar, og fer fram á midix.is. Miði í stæði kostar 7900 krónur en 11900 krónur í stúku. Fróðlegt verður að sjá hverjum verður boðið á tónleikana en í einu vinsælasta lagi sveitarinnar, Þér er ekki boðið, er talinn upp listi af fólki sem annars vegar er ekki boðið og hins vegar er boðið. Meðal þeirra sem er boðið má nefna Ástþór Magnússon, Einar Bárðarson, kvennadeild Breiðabliks og Ómar Ragnarsson. Tónlist Tímamót Tónleikar á Íslandi Reykjavík Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira
Hljómsveitin kom fyrst saman árið 1999 en skaust svo upp á stjörnuhimininn í mars árið 2000 þegar sveitin vann Músíktilraunir. Þegar síðan samnefnd platínuplata hljómsveitarinnar kom út undir lok árs 2001 varð sprenging sem ekki sér fyrir endann á, eins og segir í tilkynningu vegna tónleikanna. „Rottweilerhundar eru brautryðjendur íslenskrar rappsenu og í kjölfar þeirra fylgdi ótal tónlistarmanna sem gáfu út rapp á íslensku. Seinni plata Rottweiler kom út árið 2002 en undanfarin ár hefur hljómsveitin gefið út lög með reglulegu millibili sem öll hafa notið mikilla vinsælda.“ Erpur Eyvindarson, BlazRoca, er spenntur fyrir tónleikunum. „Það stóð alltaf til að fagna 20 ára afmælinu með stórum tónleikum en heimsfaraldurinn kom í veg fyrir það. Þess í stað ætlum við að keyra á þetta núna þar sem við nálgumst 25 ára aldurinn, xxxR og meðlimir, við erum allir alltaf 25 ára“ segir Erpur sem fagnar 47 ára afmæli á árinu. Landslið tónlistarmanna hefur í gegnum tíðina komið við sögu í lögum Rottweilerhunda og stendur til að fá marga góða gesti á tónleikana til að gera þá sem glæsilegasta og segja sögu þessarar stórmerku hljómsveitar. „Það er alveg óhætt að lofa rosalegri sýningu, stemningin sem myndast á tónleikum okkar hefur alltaf verið bandbrjáluð. Við erum svo fáránlega æstir í að leggja allt okkar í hvert einasta smáatriði, fyrir fulla Laugardalshöll af okkar yfirburða aðdáendum“ segir Ágúst Bent Sigbertsson, Bent, um tónleikana. Miðasala á tónleikana hefst á föstudaginn, 12. janúar, og fer fram á midix.is. Miði í stæði kostar 7900 krónur en 11900 krónur í stúku. Fróðlegt verður að sjá hverjum verður boðið á tónleikana en í einu vinsælasta lagi sveitarinnar, Þér er ekki boðið, er talinn upp listi af fólki sem annars vegar er ekki boðið og hins vegar er boðið. Meðal þeirra sem er boðið má nefna Ástþór Magnússon, Einar Bárðarson, kvennadeild Breiðabliks og Ómar Ragnarsson.
Tónlist Tímamót Tónleikar á Íslandi Reykjavík Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira