Sundhnúkagígaröð „langlanglíklegasta“ upptakasvæði eldgoss Magnús Jochum Pálsson skrifar 5. janúar 2024 18:39 Jarðeðlisfræðingur segir minni líkur á eldgosi við Svartsengi í hættumatskorti endurspegla það að langlíklegast sé að eldsupptök verði í Sundhnúkagígaröð Veðurstofa Íslands Í uppfærðu hættumatskorti Veðurstofunnar eru líkur á eldgosi við Svartsengi lækkaðar úr töluverðum líkum í nokkrar. Jarðeðlisfræðingur segir að breytingin sé fyrst og fremst til marks um að öll gögn bendi til að það verði eldgos á Sundhnjúkagígaröð. Veðurstofan sendi um hálf sex frá sér uppfært hættumatskort vegna jarðhræringa við Grindavík. Fréttastofa ræddi við Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðing sem vann við uppfærslu hættumatskortins. „Við gerðum ekki stórar breytingar en breytingarnar sem við gerðum urðu til þess að Svartsengi fór á milli flokka, fór úr því að vera appelsínugult yfir í að vera gult. Það voru nú einu markverðu breytingarnar,“ sagði Benedikt um uppfærsluna. Hættumatskort Veðurstofu vegna jarðhræringa við Grindavík hefur verið uppfært þó breytingarnar séu ekki miklar.Veðurstofan Hvað þýðir það? „Í raun endurspegla vöktunargögnin og sömuleiðis skoðanir flestra að það sé langlíkegast að það verði eldgos á Sundhnjúkagígaröðinni. Það endurspeglast í lægri líkum á eldgosi annars staðar á svæðinu,“ sagði hann. „Öll gögn benda á Sundhnjúkagígaröðina þarna milli Hagafells og Stóra-Skógafells sem langlanglíklegasta upptakasvæðið fyrir eldgos. Endurspeglar fyrst og fremst það frekar en að það séu einhverjar stórar breytingar á Svartsengissvæðinu sjálfu,“ sagði Benedikt. „Sömuleiðis voru þarna inni sprunguhreyfingar. Það eru sprunguhreyfingar en engar stórar sem valda hættu sem menn hafa séð á svæðinu síðustu viku. Þannig við lækkuðum það aðeins,“ segir hann. Jarðeðlisfræðingur segir öll gögn benda til að eldgos eigi upptök sín á svæðinu við Sundhnúkagíga. Minnkaðar líkur á hættu á gosi við Svartsengi endurspegli það.Vísir/Vilhelm Hægt og rólega að hægjast á landrisi Svæði 1 og 2 á kortinu, sem ná yfir Sundhnjúkagígaröð, eru nú rauðmerkt sem þýðir að það sé mikil hætta á eldgosi. Efst á hættukvarðanum er fjólublár flokkur sem táknar mjög mikla hættu á eldgosi. Aðspurður hvað þurfi til að svæði sé sett í efsta flokk og merkt fjólublátt segir Benedikt að þá þurfi „eiginlega eldgos eða algjörlega yfirvofandi eldgos.“ Rauður sé því eiginlega hæsti flokkurinn þegar gos er ekki hafið. Sjáið þið einhvern tímaramma á þessu? „Það er ekki nokkur leið að segja til um tímaramma í þessu. Við höfum verið að horfa á að það er hægt og rólega að hægja á aflöguninni, landrisinu.,“ segir Benedikt. „Það eru alltaf þessar tvær túlkanir á því. Það getur verið að styttast í að eitthvað gerist en það getur líka þýtt að það sé að minnka umflæði. Það er nú kannski ekkert eins og er sem bendir til að flæðið sé að minnka. Það er frekar að það benda til að styttist í eitthvað. Allavega eins og er. En tíminn verður bara að leiða það ljós,“ sagði Benedikt að lokum. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Tengdar fréttir Vísbending um að kvikuþrýstingur sé að byggjast upp Enn hægist á landrisi við Svartsengi, en það er vísbending um að kvikuþrýstingur sé að byggjast upp og þar með aukist líkur á nýju kvikuhlaupi og eldgosi. Þetta kemur fram í uppfærslu frá Veðurstofu Íslands, en þar segir að ekki sé útilokað að það dragi úr kvikuinnflæði. 5. janúar 2024 13:55 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira
Veðurstofan sendi um hálf sex frá sér uppfært hættumatskort vegna jarðhræringa við Grindavík. Fréttastofa ræddi við Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðing sem vann við uppfærslu hættumatskortins. „Við gerðum ekki stórar breytingar en breytingarnar sem við gerðum urðu til þess að Svartsengi fór á milli flokka, fór úr því að vera appelsínugult yfir í að vera gult. Það voru nú einu markverðu breytingarnar,“ sagði Benedikt um uppfærsluna. Hættumatskort Veðurstofu vegna jarðhræringa við Grindavík hefur verið uppfært þó breytingarnar séu ekki miklar.Veðurstofan Hvað þýðir það? „Í raun endurspegla vöktunargögnin og sömuleiðis skoðanir flestra að það sé langlíkegast að það verði eldgos á Sundhnjúkagígaröðinni. Það endurspeglast í lægri líkum á eldgosi annars staðar á svæðinu,“ sagði hann. „Öll gögn benda á Sundhnjúkagígaröðina þarna milli Hagafells og Stóra-Skógafells sem langlanglíklegasta upptakasvæðið fyrir eldgos. Endurspeglar fyrst og fremst það frekar en að það séu einhverjar stórar breytingar á Svartsengissvæðinu sjálfu,“ sagði Benedikt. „Sömuleiðis voru þarna inni sprunguhreyfingar. Það eru sprunguhreyfingar en engar stórar sem valda hættu sem menn hafa séð á svæðinu síðustu viku. Þannig við lækkuðum það aðeins,“ segir hann. Jarðeðlisfræðingur segir öll gögn benda til að eldgos eigi upptök sín á svæðinu við Sundhnúkagíga. Minnkaðar líkur á hættu á gosi við Svartsengi endurspegli það.Vísir/Vilhelm Hægt og rólega að hægjast á landrisi Svæði 1 og 2 á kortinu, sem ná yfir Sundhnjúkagígaröð, eru nú rauðmerkt sem þýðir að það sé mikil hætta á eldgosi. Efst á hættukvarðanum er fjólublár flokkur sem táknar mjög mikla hættu á eldgosi. Aðspurður hvað þurfi til að svæði sé sett í efsta flokk og merkt fjólublátt segir Benedikt að þá þurfi „eiginlega eldgos eða algjörlega yfirvofandi eldgos.“ Rauður sé því eiginlega hæsti flokkurinn þegar gos er ekki hafið. Sjáið þið einhvern tímaramma á þessu? „Það er ekki nokkur leið að segja til um tímaramma í þessu. Við höfum verið að horfa á að það er hægt og rólega að hægja á aflöguninni, landrisinu.,“ segir Benedikt. „Það eru alltaf þessar tvær túlkanir á því. Það getur verið að styttast í að eitthvað gerist en það getur líka þýtt að það sé að minnka umflæði. Það er nú kannski ekkert eins og er sem bendir til að flæðið sé að minnka. Það er frekar að það benda til að styttist í eitthvað. Allavega eins og er. En tíminn verður bara að leiða það ljós,“ sagði Benedikt að lokum.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Tengdar fréttir Vísbending um að kvikuþrýstingur sé að byggjast upp Enn hægist á landrisi við Svartsengi, en það er vísbending um að kvikuþrýstingur sé að byggjast upp og þar með aukist líkur á nýju kvikuhlaupi og eldgosi. Þetta kemur fram í uppfærslu frá Veðurstofu Íslands, en þar segir að ekki sé útilokað að það dragi úr kvikuinnflæði. 5. janúar 2024 13:55 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira
Vísbending um að kvikuþrýstingur sé að byggjast upp Enn hægist á landrisi við Svartsengi, en það er vísbending um að kvikuþrýstingur sé að byggjast upp og þar með aukist líkur á nýju kvikuhlaupi og eldgosi. Þetta kemur fram í uppfærslu frá Veðurstofu Íslands, en þar segir að ekki sé útilokað að það dragi úr kvikuinnflæði. 5. janúar 2024 13:55