Sýpur seyðið af árás á dómara Samúel Karl Ólason skrifar 5. janúar 2024 17:07 Upptökur úr dómsal í Las Vegas eru ekki í háskerpu. Skjáskot Maður sem stökk yfir dómarabekkinn og réðst á dómarann í máli hans í Las Vegas í vikunni, stendur frammi fyrir sjö nýjum ákærum eftir árásina. Hann mun þurfa að mæta aftur fyrir sama dómara í næstu viku. Deobra Redden réðst á Mary Kay Holthus, dómara, á miðvikudaginn, vegna líkamsárásar. þegar hún neitaði beiðni hans um skilorðsbundinn dóm, eftir að hann játaði stórfellda líkamsárás. „Ég skil þá ósk vel en ég held að það sé kominn tími á að hann fái almennilega refsingu. Ég einfaldlega get það ekki með þessa brotasögu,“ sagði Holthus í dómsal á miðvikudaginn. Redden brást ókvæða við þeirri neitun dómarans, skutlaði sér yfir dómarabekkinn og réðst á Holthus, sem er á sjötugsaldri. Sjá einnig: Fékk ekki skilorð og réðst á dómarann Redden átti að mæta aftur fyrir dómara í gær vegna nýju ákæranna en neitaði. Hann mun mæta aftur fyrir sama dómara og hann réðst á mánudaginn. Aðstoðarmaður dómarans, Michael Lasso, var fyrstur til að koma henni til varnar og síðan komu löggæslumenn en einn þeirra var fluttur á sjúkrahús vegna skurðar á enni og vegna þess að öxl hans fór úr lið. Annar dómari sem las yfirlýsingu frá Holthus í gær þakkaði Lasso sérstaklega fyrir skjót viðbrögð og segir hann líklega hafa komið í veg fyrir að hún hafi hlotið meiri skaða, samkvæmt frétt Sky News. Hún slapp vel og mætti aftur til vinnu í gær. Samkvæmt héraðsmiðlinum Las Vegas Review-Journal er búið að bæta sjö ákærum á Redden. Meðal annars hefur hann verið ákærður fyrir árásina á dómarann og aðra starfsmenn dómstólsins. Hann hefur einnig verið ákærður fyrir ógnun og fyrir að brjóta af sér á skilorði. Bandaríkin Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Sjá meira
Deobra Redden réðst á Mary Kay Holthus, dómara, á miðvikudaginn, vegna líkamsárásar. þegar hún neitaði beiðni hans um skilorðsbundinn dóm, eftir að hann játaði stórfellda líkamsárás. „Ég skil þá ósk vel en ég held að það sé kominn tími á að hann fái almennilega refsingu. Ég einfaldlega get það ekki með þessa brotasögu,“ sagði Holthus í dómsal á miðvikudaginn. Redden brást ókvæða við þeirri neitun dómarans, skutlaði sér yfir dómarabekkinn og réðst á Holthus, sem er á sjötugsaldri. Sjá einnig: Fékk ekki skilorð og réðst á dómarann Redden átti að mæta aftur fyrir dómara í gær vegna nýju ákæranna en neitaði. Hann mun mæta aftur fyrir sama dómara og hann réðst á mánudaginn. Aðstoðarmaður dómarans, Michael Lasso, var fyrstur til að koma henni til varnar og síðan komu löggæslumenn en einn þeirra var fluttur á sjúkrahús vegna skurðar á enni og vegna þess að öxl hans fór úr lið. Annar dómari sem las yfirlýsingu frá Holthus í gær þakkaði Lasso sérstaklega fyrir skjót viðbrögð og segir hann líklega hafa komið í veg fyrir að hún hafi hlotið meiri skaða, samkvæmt frétt Sky News. Hún slapp vel og mætti aftur til vinnu í gær. Samkvæmt héraðsmiðlinum Las Vegas Review-Journal er búið að bæta sjö ákærum á Redden. Meðal annars hefur hann verið ákærður fyrir árásina á dómarann og aðra starfsmenn dómstólsins. Hann hefur einnig verið ákærður fyrir ógnun og fyrir að brjóta af sér á skilorði.
Bandaríkin Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Sjá meira