Oscar Pistorius sleppur úr fangelsinu í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. janúar 2024 07:00 Mál Oscar Pistorius vakti mikla fjölmiðlaathygli en hann má ekki ræða við fjölmiðla eftir að hann sleppur út. Getty/Charlie Shoemaker Suður-Afríkumaðurinn Oscar Pistorius gengur í dag út úr fangelsi í Suður-Afríku tæpum ellefu árum eftir að hann skaut kærustu sína, Reevu Steenkamp, til bana á heimili þeirra. Pistorius var dæmdur í þrettán ára og fimm mánaða fanglesi fyrir manndrápið en fangar mega sækja um reynslulausn þegar þeir hafa setið af sér helming dómsins. Skilorðsnefnd í fangelsi hans í Suður-Afríku veitti honum reynslulausn í nóvember síðastliðnum. Pistorius er nú 37 ára gamall en hann hefur setið í fangelsi síðan í október 2014. Oscar Pistorius to be released on parole in South Africa https://t.co/AjDmbIFHOy— BBC News (UK) (@BBCNews) January 5, 2024 Pistorius þarf að framfylgja ströngum skilyrðum eins og að fara á námskeið í reiðistjórnum og sinna samfélagsþjónustu. Hann mun lifa undir þessum ströngu skilyrðum til ársins 2029 þegar dómurinn átti að renna út. Pistorius þarf að halda sig heima á ákveðnum tímum sólarhringsins og má ekki drekka áfengi. Hann má heldur ekki tala við fjölmiðla. Skilorðsnefndin sagði að Pistorius þurfi að gera það sama og allir sem fá slíka reynslulausn og fær því enga sérmeðferð þrátt fyrir frægð sína. Pistorius var dæmdur fyrir að bana kærustu sinni Reeva Steenkamp á Valentínusardeginum 2013. Hann skaut hana fjórum sinnum í gegnum baðherbergishurðina en taldi sig vera að skjóta innbrotsþjóf. Pistorius var þjóðhetja eftir afrek sín í frjálsum íþróttum fatlaðra og vakti líka heimsathygli fyrir að keppa við heilbrigða á stórmótum eins og á Ólympíuleikum. Hann missti báða fætur ellefu mánaða gamall. Pistorius vann alls sex gullverðlaun á Ólympíumótum fatlaðra frá 2004 til 2012. Pistorius fékk upphaflega fimm ára dóm en hæstiréttur lengdi seinna dóminn í þrettán ár og fimm mánuði. Former Paralympic star Oscar Pistorius will be released from prison today in South Africa after being granted parole nearly 11 years after killing his girlfriend Reeva Steenkamp. pic.twitter.com/3ZOhUhe6i7— Good Morning Britain (@GMB) January 5, 2024 Frjálsar íþróttir Suður-Afríka Oscar Pistorius Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Í beinni: Brentford - Chelsea | Bláliðar hafa byrjað vel Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Sjá meira
Pistorius var dæmdur í þrettán ára og fimm mánaða fanglesi fyrir manndrápið en fangar mega sækja um reynslulausn þegar þeir hafa setið af sér helming dómsins. Skilorðsnefnd í fangelsi hans í Suður-Afríku veitti honum reynslulausn í nóvember síðastliðnum. Pistorius er nú 37 ára gamall en hann hefur setið í fangelsi síðan í október 2014. Oscar Pistorius to be released on parole in South Africa https://t.co/AjDmbIFHOy— BBC News (UK) (@BBCNews) January 5, 2024 Pistorius þarf að framfylgja ströngum skilyrðum eins og að fara á námskeið í reiðistjórnum og sinna samfélagsþjónustu. Hann mun lifa undir þessum ströngu skilyrðum til ársins 2029 þegar dómurinn átti að renna út. Pistorius þarf að halda sig heima á ákveðnum tímum sólarhringsins og má ekki drekka áfengi. Hann má heldur ekki tala við fjölmiðla. Skilorðsnefndin sagði að Pistorius þurfi að gera það sama og allir sem fá slíka reynslulausn og fær því enga sérmeðferð þrátt fyrir frægð sína. Pistorius var dæmdur fyrir að bana kærustu sinni Reeva Steenkamp á Valentínusardeginum 2013. Hann skaut hana fjórum sinnum í gegnum baðherbergishurðina en taldi sig vera að skjóta innbrotsþjóf. Pistorius var þjóðhetja eftir afrek sín í frjálsum íþróttum fatlaðra og vakti líka heimsathygli fyrir að keppa við heilbrigða á stórmótum eins og á Ólympíuleikum. Hann missti báða fætur ellefu mánaða gamall. Pistorius vann alls sex gullverðlaun á Ólympíumótum fatlaðra frá 2004 til 2012. Pistorius fékk upphaflega fimm ára dóm en hæstiréttur lengdi seinna dóminn í þrettán ár og fimm mánuði. Former Paralympic star Oscar Pistorius will be released from prison today in South Africa after being granted parole nearly 11 years after killing his girlfriend Reeva Steenkamp. pic.twitter.com/3ZOhUhe6i7— Good Morning Britain (@GMB) January 5, 2024
Frjálsar íþróttir Suður-Afríka Oscar Pistorius Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Í beinni: Brentford - Chelsea | Bláliðar hafa byrjað vel Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Sjá meira