Oscar Pistorius sleppur úr fangelsinu í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. janúar 2024 07:00 Mál Oscar Pistorius vakti mikla fjölmiðlaathygli en hann má ekki ræða við fjölmiðla eftir að hann sleppur út. Getty/Charlie Shoemaker Suður-Afríkumaðurinn Oscar Pistorius gengur í dag út úr fangelsi í Suður-Afríku tæpum ellefu árum eftir að hann skaut kærustu sína, Reevu Steenkamp, til bana á heimili þeirra. Pistorius var dæmdur í þrettán ára og fimm mánaða fanglesi fyrir manndrápið en fangar mega sækja um reynslulausn þegar þeir hafa setið af sér helming dómsins. Skilorðsnefnd í fangelsi hans í Suður-Afríku veitti honum reynslulausn í nóvember síðastliðnum. Pistorius er nú 37 ára gamall en hann hefur setið í fangelsi síðan í október 2014. Oscar Pistorius to be released on parole in South Africa https://t.co/AjDmbIFHOy— BBC News (UK) (@BBCNews) January 5, 2024 Pistorius þarf að framfylgja ströngum skilyrðum eins og að fara á námskeið í reiðistjórnum og sinna samfélagsþjónustu. Hann mun lifa undir þessum ströngu skilyrðum til ársins 2029 þegar dómurinn átti að renna út. Pistorius þarf að halda sig heima á ákveðnum tímum sólarhringsins og má ekki drekka áfengi. Hann má heldur ekki tala við fjölmiðla. Skilorðsnefndin sagði að Pistorius þurfi að gera það sama og allir sem fá slíka reynslulausn og fær því enga sérmeðferð þrátt fyrir frægð sína. Pistorius var dæmdur fyrir að bana kærustu sinni Reeva Steenkamp á Valentínusardeginum 2013. Hann skaut hana fjórum sinnum í gegnum baðherbergishurðina en taldi sig vera að skjóta innbrotsþjóf. Pistorius var þjóðhetja eftir afrek sín í frjálsum íþróttum fatlaðra og vakti líka heimsathygli fyrir að keppa við heilbrigða á stórmótum eins og á Ólympíuleikum. Hann missti báða fætur ellefu mánaða gamall. Pistorius vann alls sex gullverðlaun á Ólympíumótum fatlaðra frá 2004 til 2012. Pistorius fékk upphaflega fimm ára dóm en hæstiréttur lengdi seinna dóminn í þrettán ár og fimm mánuði. Former Paralympic star Oscar Pistorius will be released from prison today in South Africa after being granted parole nearly 11 years after killing his girlfriend Reeva Steenkamp. pic.twitter.com/3ZOhUhe6i7— Good Morning Britain (@GMB) January 5, 2024 Frjálsar íþróttir Suður-Afríka Oscar Pistorius Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Liverpool - Nott. Forest | Tapað fjórum af síðustu fimm Enski boltinn Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Fleiri fréttir Hafrún skoraði í jafntefli Liverpool - Nott. Forest | Tapað fjórum af síðustu fimm „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Sjá meira
Pistorius var dæmdur í þrettán ára og fimm mánaða fanglesi fyrir manndrápið en fangar mega sækja um reynslulausn þegar þeir hafa setið af sér helming dómsins. Skilorðsnefnd í fangelsi hans í Suður-Afríku veitti honum reynslulausn í nóvember síðastliðnum. Pistorius er nú 37 ára gamall en hann hefur setið í fangelsi síðan í október 2014. Oscar Pistorius to be released on parole in South Africa https://t.co/AjDmbIFHOy— BBC News (UK) (@BBCNews) January 5, 2024 Pistorius þarf að framfylgja ströngum skilyrðum eins og að fara á námskeið í reiðistjórnum og sinna samfélagsþjónustu. Hann mun lifa undir þessum ströngu skilyrðum til ársins 2029 þegar dómurinn átti að renna út. Pistorius þarf að halda sig heima á ákveðnum tímum sólarhringsins og má ekki drekka áfengi. Hann má heldur ekki tala við fjölmiðla. Skilorðsnefndin sagði að Pistorius þurfi að gera það sama og allir sem fá slíka reynslulausn og fær því enga sérmeðferð þrátt fyrir frægð sína. Pistorius var dæmdur fyrir að bana kærustu sinni Reeva Steenkamp á Valentínusardeginum 2013. Hann skaut hana fjórum sinnum í gegnum baðherbergishurðina en taldi sig vera að skjóta innbrotsþjóf. Pistorius var þjóðhetja eftir afrek sín í frjálsum íþróttum fatlaðra og vakti líka heimsathygli fyrir að keppa við heilbrigða á stórmótum eins og á Ólympíuleikum. Hann missti báða fætur ellefu mánaða gamall. Pistorius vann alls sex gullverðlaun á Ólympíumótum fatlaðra frá 2004 til 2012. Pistorius fékk upphaflega fimm ára dóm en hæstiréttur lengdi seinna dóminn í þrettán ár og fimm mánuði. Former Paralympic star Oscar Pistorius will be released from prison today in South Africa after being granted parole nearly 11 years after killing his girlfriend Reeva Steenkamp. pic.twitter.com/3ZOhUhe6i7— Good Morning Britain (@GMB) January 5, 2024
Frjálsar íþróttir Suður-Afríka Oscar Pistorius Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Liverpool - Nott. Forest | Tapað fjórum af síðustu fimm Enski boltinn Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Fleiri fréttir Hafrún skoraði í jafntefli Liverpool - Nott. Forest | Tapað fjórum af síðustu fimm „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Sjá meira