Fór straumur um líkamann eftir að sortuæxlið var fjarlægt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. janúar 2024 12:39 Katrín sagði upp störfum sem framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja í ágúst síðastliðnum. Vísir/Baldur hrafnkell Katrín Júlíusdóttir rithöfundur og fyrrverandi ráðherra, Alþingismaður og framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja greindist með sortuæxli á eyra síðastliðið haust. Hún gekkst undir aðgerð sem heppnaðist vel en verður í stífu eftirliti næstu mánuði. Katrín greinir frá þessu í áramótauppgjöri sínu á Facebook. Þar segir hún lamandi ótta hafa einkennt árið í bland við gleði, ferðalög, djúpt þakklæti og vináttu. Katrín upplýsir að hún hafi gengist undir aðgerð á hné á árinu og geti loks gengið verkjalaus eftir áratuga bras. Haustið 2023 hafi hún fengið greiningu þess efnis að hún væri með sortuæxli á eyra. Það hafi verið fjölskyldunni mikið áfall og „óttinn á köflum lamandi“. Átti erfitt með að ræða málin „Missti ég nánast málið um tíma, átti svo erfitt með að tala um þetta, því hef ég litlu deilt utan nánasta hrings fyrr en núna. Fór í tvær aðgerðir þar sem eyrað var skorið og byggt upp auk þess sem eitill var fjarlægður í þeirri seinni,“ segir Katrín. Bjarni M. Bjarnason eiginmaður hennar og rithöfundur hafi staðið við hlið hennar eins og klettur og synirnir sömuleiðis. Bjarni hafi farið í viðtal í Kiljunni daginn fyrir síðari aðgerðina með þrumuský óvisunnar yfir sér. Þar var Dúnstúlkan í þokunni, bók Bjarna, til umfjöllunar. „Ég fékk því að dást að mínum heittelskaða í sjúkrarúmi á LSH.“ Þremur dögum síðar var Bjarni tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Öll fjölskyldan var viðstödd. Stíft eftirlit næstu misseri „Þar brostum við í einlægri gleði - enn með þrumuský óvissunnar yfir okkur. Svona er lífið marglaga og myndirnar sem við birtum segja ekki alla söguna,“ segir Katrín og vísar til glansmyndarinnar sem fylgi birtingum á samfélagsmyndum. Fjölskyldan hafi svo fengið bestu fréttirnar í desember. Allt meinið hafi náðst úr eyra Katrínar. „Nú er að hlúa að líkama og sál auk þess sem ég verð í stífu eftirliti næstu misseri. Er svo þakklát fyrir heilbrigðisstarfsfólkið okkar. Á ekki orð yfir þakklætið. Er líka svo þakklát fyrir lífið sjálft og líf okkar fjölskyldunnar nákvæmlega eins og það er núna,“ segir Katrín. „Daginn eftir að ég fékk bestu fréttirnar slaknaði um stund á öllum líkamanum og um mig fór straumur þakklætis af slíkri dýpt að erfitt er að lýsa - líkist því helst að fá nýfætt barn í fangið.“ Heilbrigðismál Garðabær Ástin og lífið Tengdar fréttir Katrín segir upp störfum hjá SFF Katrín Júlíusdóttir hefur sagt starfi sínu, sem framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, lausu eftir tæplega sex ára starf fyrir samtökin. Þetta kemur fram á vef SFF þar sem segir að hún hafi upplýst stjórn samtakanna um þetta fyrr í mánuðinum. 29. ágúst 2022 16:38 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Fleiri fréttir Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Sjá meira
Katrín greinir frá þessu í áramótauppgjöri sínu á Facebook. Þar segir hún lamandi ótta hafa einkennt árið í bland við gleði, ferðalög, djúpt þakklæti og vináttu. Katrín upplýsir að hún hafi gengist undir aðgerð á hné á árinu og geti loks gengið verkjalaus eftir áratuga bras. Haustið 2023 hafi hún fengið greiningu þess efnis að hún væri með sortuæxli á eyra. Það hafi verið fjölskyldunni mikið áfall og „óttinn á köflum lamandi“. Átti erfitt með að ræða málin „Missti ég nánast málið um tíma, átti svo erfitt með að tala um þetta, því hef ég litlu deilt utan nánasta hrings fyrr en núna. Fór í tvær aðgerðir þar sem eyrað var skorið og byggt upp auk þess sem eitill var fjarlægður í þeirri seinni,“ segir Katrín. Bjarni M. Bjarnason eiginmaður hennar og rithöfundur hafi staðið við hlið hennar eins og klettur og synirnir sömuleiðis. Bjarni hafi farið í viðtal í Kiljunni daginn fyrir síðari aðgerðina með þrumuský óvisunnar yfir sér. Þar var Dúnstúlkan í þokunni, bók Bjarna, til umfjöllunar. „Ég fékk því að dást að mínum heittelskaða í sjúkrarúmi á LSH.“ Þremur dögum síðar var Bjarni tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Öll fjölskyldan var viðstödd. Stíft eftirlit næstu misseri „Þar brostum við í einlægri gleði - enn með þrumuský óvissunnar yfir okkur. Svona er lífið marglaga og myndirnar sem við birtum segja ekki alla söguna,“ segir Katrín og vísar til glansmyndarinnar sem fylgi birtingum á samfélagsmyndum. Fjölskyldan hafi svo fengið bestu fréttirnar í desember. Allt meinið hafi náðst úr eyra Katrínar. „Nú er að hlúa að líkama og sál auk þess sem ég verð í stífu eftirliti næstu misseri. Er svo þakklát fyrir heilbrigðisstarfsfólkið okkar. Á ekki orð yfir þakklætið. Er líka svo þakklát fyrir lífið sjálft og líf okkar fjölskyldunnar nákvæmlega eins og það er núna,“ segir Katrín. „Daginn eftir að ég fékk bestu fréttirnar slaknaði um stund á öllum líkamanum og um mig fór straumur þakklætis af slíkri dýpt að erfitt er að lýsa - líkist því helst að fá nýfætt barn í fangið.“
Heilbrigðismál Garðabær Ástin og lífið Tengdar fréttir Katrín segir upp störfum hjá SFF Katrín Júlíusdóttir hefur sagt starfi sínu, sem framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, lausu eftir tæplega sex ára starf fyrir samtökin. Þetta kemur fram á vef SFF þar sem segir að hún hafi upplýst stjórn samtakanna um þetta fyrr í mánuðinum. 29. ágúst 2022 16:38 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Fleiri fréttir Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Sjá meira
Katrín segir upp störfum hjá SFF Katrín Júlíusdóttir hefur sagt starfi sínu, sem framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, lausu eftir tæplega sex ára starf fyrir samtökin. Þetta kemur fram á vef SFF þar sem segir að hún hafi upplýst stjórn samtakanna um þetta fyrr í mánuðinum. 29. ágúst 2022 16:38