Fór straumur um líkamann eftir að sortuæxlið var fjarlægt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. janúar 2024 12:39 Katrín sagði upp störfum sem framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja í ágúst síðastliðnum. Vísir/Baldur hrafnkell Katrín Júlíusdóttir rithöfundur og fyrrverandi ráðherra, Alþingismaður og framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja greindist með sortuæxli á eyra síðastliðið haust. Hún gekkst undir aðgerð sem heppnaðist vel en verður í stífu eftirliti næstu mánuði. Katrín greinir frá þessu í áramótauppgjöri sínu á Facebook. Þar segir hún lamandi ótta hafa einkennt árið í bland við gleði, ferðalög, djúpt þakklæti og vináttu. Katrín upplýsir að hún hafi gengist undir aðgerð á hné á árinu og geti loks gengið verkjalaus eftir áratuga bras. Haustið 2023 hafi hún fengið greiningu þess efnis að hún væri með sortuæxli á eyra. Það hafi verið fjölskyldunni mikið áfall og „óttinn á köflum lamandi“. Átti erfitt með að ræða málin „Missti ég nánast málið um tíma, átti svo erfitt með að tala um þetta, því hef ég litlu deilt utan nánasta hrings fyrr en núna. Fór í tvær aðgerðir þar sem eyrað var skorið og byggt upp auk þess sem eitill var fjarlægður í þeirri seinni,“ segir Katrín. Bjarni M. Bjarnason eiginmaður hennar og rithöfundur hafi staðið við hlið hennar eins og klettur og synirnir sömuleiðis. Bjarni hafi farið í viðtal í Kiljunni daginn fyrir síðari aðgerðina með þrumuský óvisunnar yfir sér. Þar var Dúnstúlkan í þokunni, bók Bjarna, til umfjöllunar. „Ég fékk því að dást að mínum heittelskaða í sjúkrarúmi á LSH.“ Þremur dögum síðar var Bjarni tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Öll fjölskyldan var viðstödd. Stíft eftirlit næstu misseri „Þar brostum við í einlægri gleði - enn með þrumuský óvissunnar yfir okkur. Svona er lífið marglaga og myndirnar sem við birtum segja ekki alla söguna,“ segir Katrín og vísar til glansmyndarinnar sem fylgi birtingum á samfélagsmyndum. Fjölskyldan hafi svo fengið bestu fréttirnar í desember. Allt meinið hafi náðst úr eyra Katrínar. „Nú er að hlúa að líkama og sál auk þess sem ég verð í stífu eftirliti næstu misseri. Er svo þakklát fyrir heilbrigðisstarfsfólkið okkar. Á ekki orð yfir þakklætið. Er líka svo þakklát fyrir lífið sjálft og líf okkar fjölskyldunnar nákvæmlega eins og það er núna,“ segir Katrín. „Daginn eftir að ég fékk bestu fréttirnar slaknaði um stund á öllum líkamanum og um mig fór straumur þakklætis af slíkri dýpt að erfitt er að lýsa - líkist því helst að fá nýfætt barn í fangið.“ Heilbrigðismál Garðabær Ástin og lífið Tengdar fréttir Katrín segir upp störfum hjá SFF Katrín Júlíusdóttir hefur sagt starfi sínu, sem framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, lausu eftir tæplega sex ára starf fyrir samtökin. Þetta kemur fram á vef SFF þar sem segir að hún hafi upplýst stjórn samtakanna um þetta fyrr í mánuðinum. 29. ágúst 2022 16:38 Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Fleiri fréttir Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Sjá meira
Katrín greinir frá þessu í áramótauppgjöri sínu á Facebook. Þar segir hún lamandi ótta hafa einkennt árið í bland við gleði, ferðalög, djúpt þakklæti og vináttu. Katrín upplýsir að hún hafi gengist undir aðgerð á hné á árinu og geti loks gengið verkjalaus eftir áratuga bras. Haustið 2023 hafi hún fengið greiningu þess efnis að hún væri með sortuæxli á eyra. Það hafi verið fjölskyldunni mikið áfall og „óttinn á köflum lamandi“. Átti erfitt með að ræða málin „Missti ég nánast málið um tíma, átti svo erfitt með að tala um þetta, því hef ég litlu deilt utan nánasta hrings fyrr en núna. Fór í tvær aðgerðir þar sem eyrað var skorið og byggt upp auk þess sem eitill var fjarlægður í þeirri seinni,“ segir Katrín. Bjarni M. Bjarnason eiginmaður hennar og rithöfundur hafi staðið við hlið hennar eins og klettur og synirnir sömuleiðis. Bjarni hafi farið í viðtal í Kiljunni daginn fyrir síðari aðgerðina með þrumuský óvisunnar yfir sér. Þar var Dúnstúlkan í þokunni, bók Bjarna, til umfjöllunar. „Ég fékk því að dást að mínum heittelskaða í sjúkrarúmi á LSH.“ Þremur dögum síðar var Bjarni tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Öll fjölskyldan var viðstödd. Stíft eftirlit næstu misseri „Þar brostum við í einlægri gleði - enn með þrumuský óvissunnar yfir okkur. Svona er lífið marglaga og myndirnar sem við birtum segja ekki alla söguna,“ segir Katrín og vísar til glansmyndarinnar sem fylgi birtingum á samfélagsmyndum. Fjölskyldan hafi svo fengið bestu fréttirnar í desember. Allt meinið hafi náðst úr eyra Katrínar. „Nú er að hlúa að líkama og sál auk þess sem ég verð í stífu eftirliti næstu misseri. Er svo þakklát fyrir heilbrigðisstarfsfólkið okkar. Á ekki orð yfir þakklætið. Er líka svo þakklát fyrir lífið sjálft og líf okkar fjölskyldunnar nákvæmlega eins og það er núna,“ segir Katrín. „Daginn eftir að ég fékk bestu fréttirnar slaknaði um stund á öllum líkamanum og um mig fór straumur þakklætis af slíkri dýpt að erfitt er að lýsa - líkist því helst að fá nýfætt barn í fangið.“
Heilbrigðismál Garðabær Ástin og lífið Tengdar fréttir Katrín segir upp störfum hjá SFF Katrín Júlíusdóttir hefur sagt starfi sínu, sem framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, lausu eftir tæplega sex ára starf fyrir samtökin. Þetta kemur fram á vef SFF þar sem segir að hún hafi upplýst stjórn samtakanna um þetta fyrr í mánuðinum. 29. ágúst 2022 16:38 Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Fleiri fréttir Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Sjá meira
Katrín segir upp störfum hjá SFF Katrín Júlíusdóttir hefur sagt starfi sínu, sem framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, lausu eftir tæplega sex ára starf fyrir samtökin. Þetta kemur fram á vef SFF þar sem segir að hún hafi upplýst stjórn samtakanna um þetta fyrr í mánuðinum. 29. ágúst 2022 16:38