Fór straumur um líkamann eftir að sortuæxlið var fjarlægt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. janúar 2024 12:39 Katrín sagði upp störfum sem framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja í ágúst síðastliðnum. Vísir/Baldur hrafnkell Katrín Júlíusdóttir rithöfundur og fyrrverandi ráðherra, Alþingismaður og framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja greindist með sortuæxli á eyra síðastliðið haust. Hún gekkst undir aðgerð sem heppnaðist vel en verður í stífu eftirliti næstu mánuði. Katrín greinir frá þessu í áramótauppgjöri sínu á Facebook. Þar segir hún lamandi ótta hafa einkennt árið í bland við gleði, ferðalög, djúpt þakklæti og vináttu. Katrín upplýsir að hún hafi gengist undir aðgerð á hné á árinu og geti loks gengið verkjalaus eftir áratuga bras. Haustið 2023 hafi hún fengið greiningu þess efnis að hún væri með sortuæxli á eyra. Það hafi verið fjölskyldunni mikið áfall og „óttinn á köflum lamandi“. Átti erfitt með að ræða málin „Missti ég nánast málið um tíma, átti svo erfitt með að tala um þetta, því hef ég litlu deilt utan nánasta hrings fyrr en núna. Fór í tvær aðgerðir þar sem eyrað var skorið og byggt upp auk þess sem eitill var fjarlægður í þeirri seinni,“ segir Katrín. Bjarni M. Bjarnason eiginmaður hennar og rithöfundur hafi staðið við hlið hennar eins og klettur og synirnir sömuleiðis. Bjarni hafi farið í viðtal í Kiljunni daginn fyrir síðari aðgerðina með þrumuský óvisunnar yfir sér. Þar var Dúnstúlkan í þokunni, bók Bjarna, til umfjöllunar. „Ég fékk því að dást að mínum heittelskaða í sjúkrarúmi á LSH.“ Þremur dögum síðar var Bjarni tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Öll fjölskyldan var viðstödd. Stíft eftirlit næstu misseri „Þar brostum við í einlægri gleði - enn með þrumuský óvissunnar yfir okkur. Svona er lífið marglaga og myndirnar sem við birtum segja ekki alla söguna,“ segir Katrín og vísar til glansmyndarinnar sem fylgi birtingum á samfélagsmyndum. Fjölskyldan hafi svo fengið bestu fréttirnar í desember. Allt meinið hafi náðst úr eyra Katrínar. „Nú er að hlúa að líkama og sál auk þess sem ég verð í stífu eftirliti næstu misseri. Er svo þakklát fyrir heilbrigðisstarfsfólkið okkar. Á ekki orð yfir þakklætið. Er líka svo þakklát fyrir lífið sjálft og líf okkar fjölskyldunnar nákvæmlega eins og það er núna,“ segir Katrín. „Daginn eftir að ég fékk bestu fréttirnar slaknaði um stund á öllum líkamanum og um mig fór straumur þakklætis af slíkri dýpt að erfitt er að lýsa - líkist því helst að fá nýfætt barn í fangið.“ Heilbrigðismál Garðabær Ástin og lífið Tengdar fréttir Katrín segir upp störfum hjá SFF Katrín Júlíusdóttir hefur sagt starfi sínu, sem framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, lausu eftir tæplega sex ára starf fyrir samtökin. Þetta kemur fram á vef SFF þar sem segir að hún hafi upplýst stjórn samtakanna um þetta fyrr í mánuðinum. 29. ágúst 2022 16:38 Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Hafa aldrei rifist Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Fleiri fréttir Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Sjá meira
Katrín greinir frá þessu í áramótauppgjöri sínu á Facebook. Þar segir hún lamandi ótta hafa einkennt árið í bland við gleði, ferðalög, djúpt þakklæti og vináttu. Katrín upplýsir að hún hafi gengist undir aðgerð á hné á árinu og geti loks gengið verkjalaus eftir áratuga bras. Haustið 2023 hafi hún fengið greiningu þess efnis að hún væri með sortuæxli á eyra. Það hafi verið fjölskyldunni mikið áfall og „óttinn á köflum lamandi“. Átti erfitt með að ræða málin „Missti ég nánast málið um tíma, átti svo erfitt með að tala um þetta, því hef ég litlu deilt utan nánasta hrings fyrr en núna. Fór í tvær aðgerðir þar sem eyrað var skorið og byggt upp auk þess sem eitill var fjarlægður í þeirri seinni,“ segir Katrín. Bjarni M. Bjarnason eiginmaður hennar og rithöfundur hafi staðið við hlið hennar eins og klettur og synirnir sömuleiðis. Bjarni hafi farið í viðtal í Kiljunni daginn fyrir síðari aðgerðina með þrumuský óvisunnar yfir sér. Þar var Dúnstúlkan í þokunni, bók Bjarna, til umfjöllunar. „Ég fékk því að dást að mínum heittelskaða í sjúkrarúmi á LSH.“ Þremur dögum síðar var Bjarni tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Öll fjölskyldan var viðstödd. Stíft eftirlit næstu misseri „Þar brostum við í einlægri gleði - enn með þrumuský óvissunnar yfir okkur. Svona er lífið marglaga og myndirnar sem við birtum segja ekki alla söguna,“ segir Katrín og vísar til glansmyndarinnar sem fylgi birtingum á samfélagsmyndum. Fjölskyldan hafi svo fengið bestu fréttirnar í desember. Allt meinið hafi náðst úr eyra Katrínar. „Nú er að hlúa að líkama og sál auk þess sem ég verð í stífu eftirliti næstu misseri. Er svo þakklát fyrir heilbrigðisstarfsfólkið okkar. Á ekki orð yfir þakklætið. Er líka svo þakklát fyrir lífið sjálft og líf okkar fjölskyldunnar nákvæmlega eins og það er núna,“ segir Katrín. „Daginn eftir að ég fékk bestu fréttirnar slaknaði um stund á öllum líkamanum og um mig fór straumur þakklætis af slíkri dýpt að erfitt er að lýsa - líkist því helst að fá nýfætt barn í fangið.“
Heilbrigðismál Garðabær Ástin og lífið Tengdar fréttir Katrín segir upp störfum hjá SFF Katrín Júlíusdóttir hefur sagt starfi sínu, sem framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, lausu eftir tæplega sex ára starf fyrir samtökin. Þetta kemur fram á vef SFF þar sem segir að hún hafi upplýst stjórn samtakanna um þetta fyrr í mánuðinum. 29. ágúst 2022 16:38 Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Hafa aldrei rifist Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Fleiri fréttir Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Sjá meira
Katrín segir upp störfum hjá SFF Katrín Júlíusdóttir hefur sagt starfi sínu, sem framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, lausu eftir tæplega sex ára starf fyrir samtökin. Þetta kemur fram á vef SFF þar sem segir að hún hafi upplýst stjórn samtakanna um þetta fyrr í mánuðinum. 29. ágúst 2022 16:38
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“