Loksins laus úr vítahringnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. janúar 2024 09:00 Oliver Stefánsson í einum af fáum leikjum þar sem hann fékk tækifærið með Blikaliðinu. Vísir/Hulda Margrét Knattspyrnumaðurinn Oliver Stefánsson kemur heim upp á Skaga og leikur með ÍA í Bestu-deildinni í sumar. Hann segist vera búinn að jafna sig að fullu á erfiðum meiðslum og segist þurfa að spila mun meira en hann gerði á síðasta tímabili. Oliver lék síðast með ÍA í hitteðfyrra þegar liðið féll niður í næstefstu deild. Eftir að Skagamenn féllu þá samdi Oliver við þáverandi Íslandsmeistara Breiðabliks. Hann var hins vegar á eftir Damir Muminovic og Viktori Erni Margeirssyni í goggunarröðinni þegar Blikar lentu í fjórða sæti Bestu deildarinnar. Oliver var á láni hjá ÍA frá sænska liðinu Norrköping sumarið 2022 en Breiðablik keypti hann í kjölfarið frá Svíþjóð. Hann hefur nú skipt alfarið yfir til ÍA og gerði samning út leiktíðina 2025. Hlakkar til að fá að spila fótbolta aftur „Ég er mjög spenntur og hlakka til að fá að spila fótbolta aftur. Það er komið of langt síðan,“ sagði Oliver Stefánsson í samtali við Stefán Árna Pálsson í sjónvarpsfréttum Stöðvar 2. „Ég var lengi frá og þegar ég var orðinn góður þá fékk ég annað. Svo þegar ég var orðinn góður af því þá kom hitt til baka. Þetta var smá vítahringur og ég er búinn að vera vinna í því að losna úr honum,“ sagði Oliver og fór aðeins nánar yfir meiðslin sín. Fékk blóðtappa „Fyrst þurfti ég að fara í aðgerð á mjöðm og var lengi frá eða í eitt og hálft ár. Svo tók ég undirbúningstímabilið út í Norrköping en fékk þá blóðtappa í hálsinn og lungun. Þá var ég líka frá í eitt ár,“ sagði Oliver. „Þá rýrnaði svo mikið af því sem var búið að vinna upp í mjöðminni að ég fékk því aftur í mjöðmina og var aftur frá í sex til átta mánuði. Núna er ég búinn að ná að byggja það aftur upp. Þetta var smá vítahringur fram og til baka,“ sagði Oliver. Oliver er að koma út úr mjög löngu tímabili með Blikum þá að hann hafi ekki sjálfið komið mikið við sögu í leikjum liðsins. Tímabilinu lauk í desember þegar Blikar féllu úr leik í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Hann er nú í fríi á Spáni. Lagði saman tvo og tvo Var þetta erfitt fyrir hann að vera lítið að spila en fara í gegnum svona langt tímabil? „Ég bjóst við því að fá að spila mikið meira og þetta voru því ákveðin vonbrigði. Svo leggur maður tvo og tvo saman. Ég var ekkert brjálaður eftir hvern einasta leik, tuttugu leiki í röð,“ sagði Oliver. „Til að byrja með voru þetta mikil vonbrigði en ég lagði bara meira á mig og æfði meira,“ sagði Oliver og nú ætlar hann sér að gera góða hluti með ÍA í sumar. Stefnan er alltaf sett hátt. „Ég held að það sé alltaf stefnan upp á Skaga þótt að það takist ekki alltaf. Mér líst hrikalega vel á þetta og það sem Skaginn er búinn að vera gera undanfarin í leikmannamálum og starfsliði. Ég þekki vel til í klúbbnum og veit að það eru allir að stefna í sömu átt,“ sagði Oliver. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan. Besta deild karla ÍA Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Fleiri fréttir Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Sjá meira
Oliver lék síðast með ÍA í hitteðfyrra þegar liðið féll niður í næstefstu deild. Eftir að Skagamenn féllu þá samdi Oliver við þáverandi Íslandsmeistara Breiðabliks. Hann var hins vegar á eftir Damir Muminovic og Viktori Erni Margeirssyni í goggunarröðinni þegar Blikar lentu í fjórða sæti Bestu deildarinnar. Oliver var á láni hjá ÍA frá sænska liðinu Norrköping sumarið 2022 en Breiðablik keypti hann í kjölfarið frá Svíþjóð. Hann hefur nú skipt alfarið yfir til ÍA og gerði samning út leiktíðina 2025. Hlakkar til að fá að spila fótbolta aftur „Ég er mjög spenntur og hlakka til að fá að spila fótbolta aftur. Það er komið of langt síðan,“ sagði Oliver Stefánsson í samtali við Stefán Árna Pálsson í sjónvarpsfréttum Stöðvar 2. „Ég var lengi frá og þegar ég var orðinn góður þá fékk ég annað. Svo þegar ég var orðinn góður af því þá kom hitt til baka. Þetta var smá vítahringur og ég er búinn að vera vinna í því að losna úr honum,“ sagði Oliver og fór aðeins nánar yfir meiðslin sín. Fékk blóðtappa „Fyrst þurfti ég að fara í aðgerð á mjöðm og var lengi frá eða í eitt og hálft ár. Svo tók ég undirbúningstímabilið út í Norrköping en fékk þá blóðtappa í hálsinn og lungun. Þá var ég líka frá í eitt ár,“ sagði Oliver. „Þá rýrnaði svo mikið af því sem var búið að vinna upp í mjöðminni að ég fékk því aftur í mjöðmina og var aftur frá í sex til átta mánuði. Núna er ég búinn að ná að byggja það aftur upp. Þetta var smá vítahringur fram og til baka,“ sagði Oliver. Oliver er að koma út úr mjög löngu tímabili með Blikum þá að hann hafi ekki sjálfið komið mikið við sögu í leikjum liðsins. Tímabilinu lauk í desember þegar Blikar féllu úr leik í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Hann er nú í fríi á Spáni. Lagði saman tvo og tvo Var þetta erfitt fyrir hann að vera lítið að spila en fara í gegnum svona langt tímabil? „Ég bjóst við því að fá að spila mikið meira og þetta voru því ákveðin vonbrigði. Svo leggur maður tvo og tvo saman. Ég var ekkert brjálaður eftir hvern einasta leik, tuttugu leiki í röð,“ sagði Oliver. „Til að byrja með voru þetta mikil vonbrigði en ég lagði bara meira á mig og æfði meira,“ sagði Oliver og nú ætlar hann sér að gera góða hluti með ÍA í sumar. Stefnan er alltaf sett hátt. „Ég held að það sé alltaf stefnan upp á Skaga þótt að það takist ekki alltaf. Mér líst hrikalega vel á þetta og það sem Skaginn er búinn að vera gera undanfarin í leikmannamálum og starfsliði. Ég þekki vel til í klúbbnum og veit að það eru allir að stefna í sömu átt,“ sagði Oliver. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan.
Besta deild karla ÍA Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Fleiri fréttir Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn