Dagarnir sem þjóðin ætti að taka frá Sindri Sverrisson skrifar 4. janúar 2024 09:31 Íslenska landsliðið stendur í ströngu í janúar, eins og mörg undanfarin ár. VÍSIR/VILHELM Það styttist óðum í að EM karla í handbolta hefjist og þau sem vilja hafa vaðið fyrir neðan sig ættu ef til vill að skrá hjá sér hvenær strákarnir okkar spila sína leiki. Íslenska landsliðið hefur verið við æfingar hér á landi en heldur svo til Austurríkis á morgun þar sem liðið spilar tvo vináttulandsleiki, á laugardag og mánudag. Strákarnir fara svo yfir landamærin til Þýskalands, nánar tiltekið til München, þar sem fyrsti leikur á EM verður við Serbíu föstudaginn 12. janúar. Áhuginn á þeim er að vanda afar mikill og búist er við að um 4.000 Íslendingar verði á svæðinu í München. Leikirnir á EM verða í minnsta lagi þrír, en komist Ísland upp úr sínum riðli bætast við fjórir leikir í milliriðli. Loks er auðvitað möguleiki á leik í undanúrslitum, og í kjölfarið leik um gull- eða bronsverðlaun. Dagskrána hjá íslenska landsliðinu má sjá hér að neðan. Dagskrá íslenska landsliðsins Laugardagur 6. janúar, kl. 17.15: Austurríki – Ísland, vináttulandsleikur Mánudagur 8. janúar, kl. 17.10: Austurríki – Ísland, vináttulandsleikur Föstudagur 12. janúar, kl. 17.00: Ísland – Serbía, C-riðill Sunnudagur 14. janúar, kl. 17.00: Svartfjallaland – Ísland, C-riðill Þriðjudagur 16. janúar, kl. 19.30: Ísland – Ungverjaland, C-riðill Ekki liggur fyrir hvort Ísland spilar fleiri leiki en fari svo að liðið komist upp úr C-riðlinum bíða í milliriðlinum í Köln fjórir afar sterkir mótherjar. Sennilegast er að það verði Frakkland, Spánn, gestgjafar Þýskalands og Króatía. Riðlar og milliriðlar á EM karla í handbolta. Eins og sjá má fer Ísland í milliriðil I með liðum úr A- og B-riðli.VÍSIR Leikdagarnir í milliriðli: 18. janúar 20. janúar 22. janúar 24. janúar Tvö efstu liðin í milliriðlinum komast svo áfram í undanúrslitin 26. janúar sem einnig eru leikin í Köln, líkt og leikirnir um gull- og bronsverðlaunin sem fram fara 28. janúar. Ef allt gengur eins og í ævintýri og Ísland spilar um verðlaun á mótinu mun liðið því leika alls ellefu landsleiki á 22 dögum í þessum mánuði. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira
Íslenska landsliðið hefur verið við æfingar hér á landi en heldur svo til Austurríkis á morgun þar sem liðið spilar tvo vináttulandsleiki, á laugardag og mánudag. Strákarnir fara svo yfir landamærin til Þýskalands, nánar tiltekið til München, þar sem fyrsti leikur á EM verður við Serbíu föstudaginn 12. janúar. Áhuginn á þeim er að vanda afar mikill og búist er við að um 4.000 Íslendingar verði á svæðinu í München. Leikirnir á EM verða í minnsta lagi þrír, en komist Ísland upp úr sínum riðli bætast við fjórir leikir í milliriðli. Loks er auðvitað möguleiki á leik í undanúrslitum, og í kjölfarið leik um gull- eða bronsverðlaun. Dagskrána hjá íslenska landsliðinu má sjá hér að neðan. Dagskrá íslenska landsliðsins Laugardagur 6. janúar, kl. 17.15: Austurríki – Ísland, vináttulandsleikur Mánudagur 8. janúar, kl. 17.10: Austurríki – Ísland, vináttulandsleikur Föstudagur 12. janúar, kl. 17.00: Ísland – Serbía, C-riðill Sunnudagur 14. janúar, kl. 17.00: Svartfjallaland – Ísland, C-riðill Þriðjudagur 16. janúar, kl. 19.30: Ísland – Ungverjaland, C-riðill Ekki liggur fyrir hvort Ísland spilar fleiri leiki en fari svo að liðið komist upp úr C-riðlinum bíða í milliriðlinum í Köln fjórir afar sterkir mótherjar. Sennilegast er að það verði Frakkland, Spánn, gestgjafar Þýskalands og Króatía. Riðlar og milliriðlar á EM karla í handbolta. Eins og sjá má fer Ísland í milliriðil I með liðum úr A- og B-riðli.VÍSIR Leikdagarnir í milliriðli: 18. janúar 20. janúar 22. janúar 24. janúar Tvö efstu liðin í milliriðlinum komast svo áfram í undanúrslitin 26. janúar sem einnig eru leikin í Köln, líkt og leikirnir um gull- og bronsverðlaunin sem fram fara 28. janúar. Ef allt gengur eins og í ævintýri og Ísland spilar um verðlaun á mótinu mun liðið því leika alls ellefu landsleiki á 22 dögum í þessum mánuði.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira