„Eigum ekki heimsklassa varnarmenn“ Sindri Sverrisson skrifar 3. janúar 2024 13:00 Lykilsóknarmenn Íslands eru í hópi þeirra bestu í heiminum að sögn Dags sem segir veikleika liðsins liggja í varnarleiknum. VÍSIR/VILHELM Dagur Sigurðsson segir Ísland hafa á að skipa einu albesta sóknarliðinu á EM karla í handbolta sem fram undan er í Þýskalandi og hefst í næstu viku. Veikleikar Íslands liggi hins vegar í varnarleiknum. Dagur var að sjálfsögðu spurður út í landsliðið og möguleika þess á EM, í Sportsíldinni sem sýnd var á Stöð 2 Sport á gamlársdag. Hluta af svari hans má sjá hér að neðan en áskrifendur geta fundið allan þáttinn hér. Klippa: Sportsíldin - Dagur um möguleika Íslands á EM „Við erum sennilega með eitt besta sóknarlið mótsins, á pappírunum, en við erum ekki eins góðir varnarlega og markvörslulega. Við erum alveg komnir með góðan markmann, og eigum alveg að geta staðið okkur, en fyrir fram mætti maður segja að þarna séu veikleikarnir,“ sagði Dagur. „Við erum með heimsklassa sóknarmenn, í Gísla og Ómari Inga og svona. Við eigum ekki heimsklassa varnarmenn,“ sagði Dagur. Ekki bætir úr skák hvað varnarleikinn varðar að Elvar Örn Jónsson hefur verið að glíma við meiðsli, tognun í magavöðva. „Þetta er samt alveg gríðarlega spennandi. Það gleymist stundum að hin liðin eru líka með eitthvað vesen. Þau eru ekki með svona eða svona leikmann. Ekki með Ómar Inga eða Gísla, eða Aron Pálmarsson sem verður vonandi í toppstandi og vill sýna fólki það,“ sagði Dagur. Býst við Aroni upp á sitt besta Guðmundur Benediktsson greip þá boltann og spurði Dag einmitt út í Aron, sem eftir langan og strangan atvinnumannaferil spilar í Olís-deildinni á Íslandi í vetur. Má kannski búast við að hann sýni sitt besta, vegna minna álags hjá sínu félagsliði en oft áður? „Mér finnst það bara mjög líklegt. Ég held að hann sé í góðu standi, reyndar alveg verið með smá meiðsli í vetur, en síðustu leikir hafa verið mjög flottir hjá honum. Svo er hlutverk hans í landsliðinu annað núna. Hann þarf ekki að bera þetta allt uppi. Það eru fleiri sem draga vagninn. Þetta er mjög spennandi.“ EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Sjá meira
Dagur var að sjálfsögðu spurður út í landsliðið og möguleika þess á EM, í Sportsíldinni sem sýnd var á Stöð 2 Sport á gamlársdag. Hluta af svari hans má sjá hér að neðan en áskrifendur geta fundið allan þáttinn hér. Klippa: Sportsíldin - Dagur um möguleika Íslands á EM „Við erum sennilega með eitt besta sóknarlið mótsins, á pappírunum, en við erum ekki eins góðir varnarlega og markvörslulega. Við erum alveg komnir með góðan markmann, og eigum alveg að geta staðið okkur, en fyrir fram mætti maður segja að þarna séu veikleikarnir,“ sagði Dagur. „Við erum með heimsklassa sóknarmenn, í Gísla og Ómari Inga og svona. Við eigum ekki heimsklassa varnarmenn,“ sagði Dagur. Ekki bætir úr skák hvað varnarleikinn varðar að Elvar Örn Jónsson hefur verið að glíma við meiðsli, tognun í magavöðva. „Þetta er samt alveg gríðarlega spennandi. Það gleymist stundum að hin liðin eru líka með eitthvað vesen. Þau eru ekki með svona eða svona leikmann. Ekki með Ómar Inga eða Gísla, eða Aron Pálmarsson sem verður vonandi í toppstandi og vill sýna fólki það,“ sagði Dagur. Býst við Aroni upp á sitt besta Guðmundur Benediktsson greip þá boltann og spurði Dag einmitt út í Aron, sem eftir langan og strangan atvinnumannaferil spilar í Olís-deildinni á Íslandi í vetur. Má kannski búast við að hann sýni sitt besta, vegna minna álags hjá sínu félagsliði en oft áður? „Mér finnst það bara mjög líklegt. Ég held að hann sé í góðu standi, reyndar alveg verið með smá meiðsli í vetur, en síðustu leikir hafa verið mjög flottir hjá honum. Svo er hlutverk hans í landsliðinu annað núna. Hann þarf ekki að bera þetta allt uppi. Það eru fleiri sem draga vagninn. Þetta er mjög spennandi.“
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Sjá meira