Luke Littler rúmum fjórum árum yngri en sá sem átti metið áður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2024 07:50 Luke Littler fagnar sigri í úrslitaleiknum í gærkvöldi. Getty/Tom Dulat Luke Littler varð í gær sá langyngsti í sögunni sem nær að komast alla leið í úrslitaleikinn um heimsmeistaratitilinn í pílukasti. Littler vann öruggan 6-2 sigur á Rob Cross í undanúrslitaleiknum sínum og mætir Luke Humphries í úrslitaleiknum í kvöld. Leikurinn er sýndur beint á Vodafone Sport og hefst útsendingin klukkan 20.00. Littler er enn bara sextán ára gamall og er því rúmum fjórum árum yngri en sá sem átti metið áður. Fyrir mótið í ár var Kirk Shepherd sá yngsti til að komast í úrslitaleikinn á HM en hann var 21 árs og 88 daga gamall þegar hann spilaði til úrslita árið 2008. 16 year old darts sensation Luke Littler takes on Luke Humphries in the final of the PDC World Championship.He told #BBCBreakfast it's 'crazy' to be in the final https://t.co/T8budMXdat pic.twitter.com/e7uZKf3liM— BBC Breakfast (@BBCBreakfast) January 3, 2024 Littler verður 16 ára og 346 daga gamall þegar hann keppir í Ally Pally í kvöld. Strákurinn er þegar búinn að vinna sér inn tvö hundruð þúsund pund í verðlaunafé en það jafngildir tæpum 35 milljónum króna. „Það er klikkað að hugsa til þess að ég sé í úrslitaleiknum á mínu fyrsta heimsmeistaramóti,“ sagði Luke Littler við Sky Sports eftir leikinn. „Ég hefði verið ánægður með það að vinna bara einn leik og núna get ég farið alla leið. Þetta er ekki auðvelt. Ég var að spila við Rob sem varð heimsmeistari á sínu fyrsta móti. Ég er eiginlega orðlaus,“ sagði Littler. Aðspurður um undirbúning sinn fyrir úrslitaleikinn í kvöld þá svaraði strákurinn: „Ég held áfram að gera það sem ég hef verið að gera. Ég mun fá mér osta og skinku ommelettu í morgunmat, mæti síðan hingað, fæ mér pizzu og byrja síðan að hita upp. Þannig hefur þetta verið allan tímann,“ sagði Littler. Luke Humphries vann sinn undanúrslitaleik 6-0 og með því að komast í úrslitaleikinn þá tryggði hann sér fyrsta sætið á heimslistanum. Hann verður því örugglega erfiðasti mótherji Littler á þessu heimsmeistaramóti. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Pílukast Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Sjá meira
Littler vann öruggan 6-2 sigur á Rob Cross í undanúrslitaleiknum sínum og mætir Luke Humphries í úrslitaleiknum í kvöld. Leikurinn er sýndur beint á Vodafone Sport og hefst útsendingin klukkan 20.00. Littler er enn bara sextán ára gamall og er því rúmum fjórum árum yngri en sá sem átti metið áður. Fyrir mótið í ár var Kirk Shepherd sá yngsti til að komast í úrslitaleikinn á HM en hann var 21 árs og 88 daga gamall þegar hann spilaði til úrslita árið 2008. 16 year old darts sensation Luke Littler takes on Luke Humphries in the final of the PDC World Championship.He told #BBCBreakfast it's 'crazy' to be in the final https://t.co/T8budMXdat pic.twitter.com/e7uZKf3liM— BBC Breakfast (@BBCBreakfast) January 3, 2024 Littler verður 16 ára og 346 daga gamall þegar hann keppir í Ally Pally í kvöld. Strákurinn er þegar búinn að vinna sér inn tvö hundruð þúsund pund í verðlaunafé en það jafngildir tæpum 35 milljónum króna. „Það er klikkað að hugsa til þess að ég sé í úrslitaleiknum á mínu fyrsta heimsmeistaramóti,“ sagði Luke Littler við Sky Sports eftir leikinn. „Ég hefði verið ánægður með það að vinna bara einn leik og núna get ég farið alla leið. Þetta er ekki auðvelt. Ég var að spila við Rob sem varð heimsmeistari á sínu fyrsta móti. Ég er eiginlega orðlaus,“ sagði Littler. Aðspurður um undirbúning sinn fyrir úrslitaleikinn í kvöld þá svaraði strákurinn: „Ég held áfram að gera það sem ég hef verið að gera. Ég mun fá mér osta og skinku ommelettu í morgunmat, mæti síðan hingað, fæ mér pizzu og byrja síðan að hita upp. Þannig hefur þetta verið allan tímann,“ sagði Littler. Luke Humphries vann sinn undanúrslitaleik 6-0 og með því að komast í úrslitaleikinn þá tryggði hann sér fyrsta sætið á heimslistanum. Hann verður því örugglega erfiðasti mótherji Littler á þessu heimsmeistaramóti. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport)
Pílukast Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Sjá meira