Segir Ísland geta komið á óvart á EM Sindri Sverrisson skrifar 2. janúar 2024 15:01 Simon Pytlick varð heimsmeistari með danska landsliðinu fyrir ári síðan og ætlar sér einnig gull á EM. EPA-EFE/Adam Warzawa Danski heimsmeistarinn Simon Pytlick segir í viðtali á vef EHF, handknattleikssambands Evrópu, að það sé skýrt markmið Dana að vinna EM í handbolta sem hefst í Þýskalandi í næstu viku. Pytlick og félagar í danska landsliðinu hafa unnið HM síðustu þrjú skipti í röð. Árangurinn á EM hefur hins vegar ekki verið eins góður, þó að liðið hafi unnið bronsverðlaun á mótinu fyrir tveimur árum, en Danir urðu síðast Evrópumeistarar árið 2012. Pytlick var spurður að því hvaða lið önnur en Danmörk væru mögulegir kandídatar varðandi gullverðlaunin í ár og minntist þá á að Ísland gæti komið á óvart á mótinu. „Það er ótrúlegur fjöldi liða sem gæti keppt við okkur um Evrópumeistaratitilinn. Þýskaland er stór áskorun í ár, sérstaklega þar sem liðið er á heimavelli. Eins og vanalega er Frakkland með topplið, sem og Spánn og Svíþjóð. Og ég held að Noregur sé líka í góðu formi. Svo eru alltaf lið þarna sem maður veit ekki alveg hvernig standa. Það verða örugglega einhver lið sem koma á óvart, en það er erfitt að segja hver þeirra. Kannski að Ísland gæti farið langt á þessu móti. En hin liðin sem ég nefndi eru pottþétt lið sem geta barist um gullverðlaunin,“ sagði Pytlick. Spila í sömu höll og Íslendingar Danir spila í F-riðli á EM, í sömu höll og Íslendingar eða Ólympíuhöllinni í München. Þeir byrja á að mæta Tékklandi 11. janúar, svo Grikklandi og loks Portúgal, en spila ekki á sömu dögum og íslenska liðið. Tvö lið komast upp úr hverjum riðli í milliriðla. Danir færu í milliriðil tvö og gætu því í fyrsta lagi mætt Íslandi í undanúrslitum mótsins, kæmust bæði lið þangað, en tvö efstu lið úr hvorum milliriðli komast þangað. EM erfiðara en HM Pytlick er staðráðinn í að komast alla leið á sína fyrsta Evrópumeistaramóti, líkt og hann gerði á HM fyrir ári síðan: „Ég hlakka mikið til að spila í lokakeppni EM. Ég hef heyrt frá þeim sem hafa farið á mörg mót að það sé erfiðara að spila á EM en á HM. Ég hlakka mikið til að prófa það. Markmiðið er hundrað prósent að vinna EM, um það er enginn vafi. Hins vegar gerum við okkur grein fyrir því að það er löng leið að því að standa uppi á pallinum með gull um hálsinn. Þetta verður erfið áskorun, maður þarf að hafa heppnina með sér og vera nógu góður til að fagna EM-gulli,“ sagði Pytlick. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Sjá meira
Pytlick og félagar í danska landsliðinu hafa unnið HM síðustu þrjú skipti í röð. Árangurinn á EM hefur hins vegar ekki verið eins góður, þó að liðið hafi unnið bronsverðlaun á mótinu fyrir tveimur árum, en Danir urðu síðast Evrópumeistarar árið 2012. Pytlick var spurður að því hvaða lið önnur en Danmörk væru mögulegir kandídatar varðandi gullverðlaunin í ár og minntist þá á að Ísland gæti komið á óvart á mótinu. „Það er ótrúlegur fjöldi liða sem gæti keppt við okkur um Evrópumeistaratitilinn. Þýskaland er stór áskorun í ár, sérstaklega þar sem liðið er á heimavelli. Eins og vanalega er Frakkland með topplið, sem og Spánn og Svíþjóð. Og ég held að Noregur sé líka í góðu formi. Svo eru alltaf lið þarna sem maður veit ekki alveg hvernig standa. Það verða örugglega einhver lið sem koma á óvart, en það er erfitt að segja hver þeirra. Kannski að Ísland gæti farið langt á þessu móti. En hin liðin sem ég nefndi eru pottþétt lið sem geta barist um gullverðlaunin,“ sagði Pytlick. Spila í sömu höll og Íslendingar Danir spila í F-riðli á EM, í sömu höll og Íslendingar eða Ólympíuhöllinni í München. Þeir byrja á að mæta Tékklandi 11. janúar, svo Grikklandi og loks Portúgal, en spila ekki á sömu dögum og íslenska liðið. Tvö lið komast upp úr hverjum riðli í milliriðla. Danir færu í milliriðil tvö og gætu því í fyrsta lagi mætt Íslandi í undanúrslitum mótsins, kæmust bæði lið þangað, en tvö efstu lið úr hvorum milliriðli komast þangað. EM erfiðara en HM Pytlick er staðráðinn í að komast alla leið á sína fyrsta Evrópumeistaramóti, líkt og hann gerði á HM fyrir ári síðan: „Ég hlakka mikið til að spila í lokakeppni EM. Ég hef heyrt frá þeim sem hafa farið á mörg mót að það sé erfiðara að spila á EM en á HM. Ég hlakka mikið til að prófa það. Markmiðið er hundrað prósent að vinna EM, um það er enginn vafi. Hins vegar gerum við okkur grein fyrir því að það er löng leið að því að standa uppi á pallinum með gull um hálsinn. Þetta verður erfið áskorun, maður þarf að hafa heppnina með sér og vera nógu góður til að fagna EM-gulli,“ sagði Pytlick.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Sjá meira