„Þetta er gert í sátt við Sorpu“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 2. janúar 2024 11:45 Rauði krossinn rekur 19 verslanir um land allt sem eru ein mikilvægasta fjáröflun samtakanna. Rauði krossinn Fataverslanir Rauða krossins verða reknar áfram með sama sniði, þrátt fyrir að Sorpa taki senn við móttöku textíls á grenndarstöðvum sínum. Fataverslanirnar eru ein mikilvægasta fjáröflun samtakanna en flokkunarstjóri segir Rauða krossinn munu fara í eigin söfnun sem verður aðskilin frá grenndar- og endurvinnslustöðvum. Hingað til hefur Rauði krossinn safnað textíl á um 30 af 90 grenndarstöðvum Sorpu. Líkt og Vísir greindi frá í morgun kveða ný lög á um að safna eigi textíl á öllum stöðvum og Sorpa muni því taka við söfnuninni. Guðbjörg Rut Pálmadóttir, flokkunarstjóri í Fataverkefni Rauða krossins, segir breytingarnar koma ágætlega við sig. „Já það gerir það, því vissulega höfum við verið að sinna grenndarstöðvum en nú er orðin kvöð að hafa fatasöfnunargáma á öllum grenndarstöðum. Það er bara of mikið fyrir okkur. Við erum náttúrulega mannúðarsamtök í fjáröflun og hitt er orðið meira þjónusta fyrir sveitarfélögin.” Hún segir nauðsynlega þróun vera að eiga sér stað og að fyrirsagnir morgunsins kunni að hafa verið svolítið villandi. „Þetta skellur ekki á strax, heldur gerast þessar breytingar hægt og rólega yfir árið. Svo við erum enn þá að safna á fullu og erum bara að undirbúa þessar breytingar. Það hefur ekkert verið kynnt í sjálfu sér opinberlega. Þetta er gert í sátt við Sorpu og við erum spennt fyrir þessum breytingum.“ Fataverslanir áfram reknar með sama hætti Rauði krossinn rekur 19 verslanir um land allt og er stærsta fatakeðja á Íslandi. Fataverslanirnar eru ein mikilvægasta fjáröflun samtakanna en Guðbjörg segir að verslanirnar verði reknar áfram með sama hætti. „Þetta verður þannig að við förum út í okkar eigin söfnum sem verða aðskilin frá grenndarstöðvum og endurvinnslustöðvum. Það er það sem við ætlum að nota þennan tíma í núna, að endurskipuleggja. En við verðum í samstarfi við Sorpu, allavega til að byrja með.“ Rauði krossinn eigi mjög marga gáma sem verði nýttir áfram, og nú þurfi að staðsetja þá á góðum stöðum. Þá verði áfram hægt að koma með fatnað í Skútuvog þar sem flokkunarstöðin er. Eina breytingin verður að nú hætti Rauði krossinn að taka á móti ónýtum textíl. Rauði krossinn mun því halda áfram að taka á móti framlögum enn sem komið er, en þegar kemur að yfirfærslunni verður það vel kynnt. „Við höldum ótrauð áfram og erum spennt fyrir því að endurskipuleggja söfnunina okkar. Við hlökkum til að sjá þessi mál fara í góðan farveg,“ segir Guðbjörg Rut Pálmadóttir, flokkunarstjóri í Fataverkefni Rauða krossins, Sorpa Félagasamtök Umhverfismál Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Hingað til hefur Rauði krossinn safnað textíl á um 30 af 90 grenndarstöðvum Sorpu. Líkt og Vísir greindi frá í morgun kveða ný lög á um að safna eigi textíl á öllum stöðvum og Sorpa muni því taka við söfnuninni. Guðbjörg Rut Pálmadóttir, flokkunarstjóri í Fataverkefni Rauða krossins, segir breytingarnar koma ágætlega við sig. „Já það gerir það, því vissulega höfum við verið að sinna grenndarstöðvum en nú er orðin kvöð að hafa fatasöfnunargáma á öllum grenndarstöðum. Það er bara of mikið fyrir okkur. Við erum náttúrulega mannúðarsamtök í fjáröflun og hitt er orðið meira þjónusta fyrir sveitarfélögin.” Hún segir nauðsynlega þróun vera að eiga sér stað og að fyrirsagnir morgunsins kunni að hafa verið svolítið villandi. „Þetta skellur ekki á strax, heldur gerast þessar breytingar hægt og rólega yfir árið. Svo við erum enn þá að safna á fullu og erum bara að undirbúa þessar breytingar. Það hefur ekkert verið kynnt í sjálfu sér opinberlega. Þetta er gert í sátt við Sorpu og við erum spennt fyrir þessum breytingum.“ Fataverslanir áfram reknar með sama hætti Rauði krossinn rekur 19 verslanir um land allt og er stærsta fatakeðja á Íslandi. Fataverslanirnar eru ein mikilvægasta fjáröflun samtakanna en Guðbjörg segir að verslanirnar verði reknar áfram með sama hætti. „Þetta verður þannig að við förum út í okkar eigin söfnum sem verða aðskilin frá grenndarstöðvum og endurvinnslustöðvum. Það er það sem við ætlum að nota þennan tíma í núna, að endurskipuleggja. En við verðum í samstarfi við Sorpu, allavega til að byrja með.“ Rauði krossinn eigi mjög marga gáma sem verði nýttir áfram, og nú þurfi að staðsetja þá á góðum stöðum. Þá verði áfram hægt að koma með fatnað í Skútuvog þar sem flokkunarstöðin er. Eina breytingin verður að nú hætti Rauði krossinn að taka á móti ónýtum textíl. Rauði krossinn mun því halda áfram að taka á móti framlögum enn sem komið er, en þegar kemur að yfirfærslunni verður það vel kynnt. „Við höldum ótrauð áfram og erum spennt fyrir því að endurskipuleggja söfnunina okkar. Við hlökkum til að sjá þessi mál fara í góðan farveg,“ segir Guðbjörg Rut Pálmadóttir, flokkunarstjóri í Fataverkefni Rauða krossins,
Sorpa Félagasamtök Umhverfismál Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira