10 dagar í EM: Ellefta besta Evrópumót strákanna okkar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. janúar 2024 12:00 Patrekur Jóhannesson og Gústaf BJarnason reyna hér að verjast í tapleiknum á móti Portúgal. EPA(ATTILA KISBENEDEK Fyrsti leikur íslenska karlalandsliðsins á Evrópumóti karla í handbolta er 12. janúar næstkomandi eða eftir tíu daga. Vísir ætlar að telja niður í komandi Evrópumót með því að raða upp bestu Evrópumótum strákanna okkar í gegnum tíðina. Fyrsta Evrópumótið íslenska karlalandsliðsins fær að skipa ellefta sætið en í þá daga voru það bara tólf þjóðir sem komust á Evrópumótið. Evrópumótið í Króatíu 2000 markaði fyrstu spor strákanna okkar í úrslitakeppni EM. Það þýðir jafnframt að tólfta sætið og það eina sem fær enga umfjöllun en Evrópumótið frá því í Slóveníu 2004 þar sem íslenska liðið vann ekki leik og datt úr keppni eftir riðlakeppnina. Fjórum árum fyrr stóð liðið sig aðeins betur eða í janúar 2000. Íslenska liðið bjargaði reyndar andlitinu með eins marks sigri á Úkraínu í leiknum um botnsætið. Liðið endaði því í ellefta sætinu sem er sjöundi til níundi besti árangur íslenska karlalandsliðsins á Evrópumóti. Þetta var stórt skref fyrir íslenska liðið sem komst ekki á fyrstu þrjú Evrópumótin sem voru haldin 1994, 1996 og 1998. Íslenska liðið tapaði fyrstu fimm leikjum sínum á mótinu og fékk á sig talsverða gagnrýna eftir mótið. Margir leikmenn þóttu ekki vera líkir sjálfum sér og þjálfarinn Þorbjörn Jensson var gagnrýndur fyrir það að taka með leikmenn sem voru búnir að vera gíma við meiðsla og eða voru lítið búnir að spila á tímabilinu. Róbert Sighvatsson skoraði sigurmarkið í lokaleiknum á móti Úkraínu tveimur sekúndum fyrir leikslok en hann nýtti öll sex skotin sín í leiknum um ellefta sætið. Guðjón Valur Sigurðsson steig sín fyrstu skref með íslenska landsliðinu á stórmóti. Hann kom inn í liðið eftir að hafa ekki spilað fyrstu leikina og skoraði meðal annars fimm mörk í leik á móti Slóvenum. Róbert Sighvatsson stóð sig vel á mótinu, nýtti færin vel og fiskaði mörg víti.EPA/ANTONIO BAT EM í Króatíu 2000 Lokastaða: 11. sæti Sigurleikir: 1 í 6 leikjum. Þjálfari: Þorbjörn Jensson (2. stórmót) Fyrirliði: Dagur Sigurðsson. Besti leikur: Sigur á Úkraínu (26-25) Versti leikur: Tap fyrir Portúgal (25-28) Markahæstir hjá íslenska liðinu: Valdimar Grímsson 41/22 Ólafur Stefánsson 22 Patrekur Jóhannesson 21 Gústaf Bjarnason 18 Róbert Sighvatsson 16 Besti leikmaður Íslands á mótinu: Valdimar Grímsson varð næstmarkahæstur á Evrópumótinu með 41 mark í sex leikjum eða 6,8 mörk að meðaltali í leik. Það var aðeins Úkraínumaðurinn Oleg Velyky sem skoraði fleiri mörk að 46 talsins. Óvænta stjarnan: Línumaðurinn Róbert Sighvatsson kom mjög sterkur inn í fyrsta stórmótinu eftir að Geir Sveinsson hætti og skoraði 16 mörk úr aðeins 20 skotum á mótinu. Hann fiskaði líka 15 víti í þessum sex leikjum. Fyrsta mótið hjá: Guðjón Valur Sigurðsson, Magnús Sigurðsson, Magnús Már Þórðarson, Njörður Árnason, Rúnar Sigtryggsson og Serbastian Alexandersson. Síðasta mótið hjá: Valdimar Grímsson og Bergsveinn Bergsveinsson. Þorbjörn Jensson stýrði íslenska landsliðinu á fyrsta Evrópumótinu.vísir/valli Viðtalið: „Hefur ekki meiri getu en þetta“ Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálfari, var mjög ósáttur við frammistöðu liðsins gegn Dönum eins og sést á viðtali hans í Morgunblaðinu eftir leikinn. „Sóknarleikurinn hrundi á stuttum kafla í síðari hálfleik. Hver einasti leikmaður var þá að skjóta illa á markmanninn. En ég get ekki stýrt skotunum, leikmenn verða að höndla þau sjálfir. Eftir að við misstum þá fram úr okkur var ekki nægilegur vilji til að ná að jafna og komast yfir,“ sagði Þorbjörn. „Það er greinilegt að ekkert fellur okkar megin í þessum leikjum. Það segir manni að liðið hefur ekki meiri getu en þetta. Það er alveg á hreinu. Ég veit að það er úthaldsleysi í liðinu. Það er afar takarmarkað sem maður getur keyrt upp úthald á svona stuttum undirbúningstíma. Þess vegna verð ég að byggja á þeim grunni sem þeir hafa fyrir,“ sagði Þorbjörn. „Ég sá það þegar við komum saman, sérstaklega hjá þessum strákum sem hafa ekki verið að spila mikið í sókn hjá sínum liðum, eins og Patrekur, Duranona og Sigurður Bjarnason. Dagur hefur aðeins verið að spila sókn en er ekki búinn að ná upp fullu þreki. Valdimar er búinn að vera meiddur, en það er samt ótrúlegt hvað hann kemur fljótt inn í þetta aftur. Hann var hins vegar að gera mistök í þessum leik, fór tvisvar inn úr horninu í erfiðum færum og lét verja og misnotaði tvö víti.,“ sagði Þorbjörn. EM 2024 í handbolta Mest lesið Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport Fleiri fréttir Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Sjá meira
Fyrsti leikur íslenska karlalandsliðsins á Evrópumóti karla í handbolta er 12. janúar næstkomandi eða eftir tíu daga. Vísir ætlar að telja niður í komandi Evrópumót með því að raða upp bestu Evrópumótum strákanna okkar í gegnum tíðina. Fyrsta Evrópumótið íslenska karlalandsliðsins fær að skipa ellefta sætið en í þá daga voru það bara tólf þjóðir sem komust á Evrópumótið. Evrópumótið í Króatíu 2000 markaði fyrstu spor strákanna okkar í úrslitakeppni EM. Það þýðir jafnframt að tólfta sætið og það eina sem fær enga umfjöllun en Evrópumótið frá því í Slóveníu 2004 þar sem íslenska liðið vann ekki leik og datt úr keppni eftir riðlakeppnina. Fjórum árum fyrr stóð liðið sig aðeins betur eða í janúar 2000. Íslenska liðið bjargaði reyndar andlitinu með eins marks sigri á Úkraínu í leiknum um botnsætið. Liðið endaði því í ellefta sætinu sem er sjöundi til níundi besti árangur íslenska karlalandsliðsins á Evrópumóti. Þetta var stórt skref fyrir íslenska liðið sem komst ekki á fyrstu þrjú Evrópumótin sem voru haldin 1994, 1996 og 1998. Íslenska liðið tapaði fyrstu fimm leikjum sínum á mótinu og fékk á sig talsverða gagnrýna eftir mótið. Margir leikmenn þóttu ekki vera líkir sjálfum sér og þjálfarinn Þorbjörn Jensson var gagnrýndur fyrir það að taka með leikmenn sem voru búnir að vera gíma við meiðsla og eða voru lítið búnir að spila á tímabilinu. Róbert Sighvatsson skoraði sigurmarkið í lokaleiknum á móti Úkraínu tveimur sekúndum fyrir leikslok en hann nýtti öll sex skotin sín í leiknum um ellefta sætið. Guðjón Valur Sigurðsson steig sín fyrstu skref með íslenska landsliðinu á stórmóti. Hann kom inn í liðið eftir að hafa ekki spilað fyrstu leikina og skoraði meðal annars fimm mörk í leik á móti Slóvenum. Róbert Sighvatsson stóð sig vel á mótinu, nýtti færin vel og fiskaði mörg víti.EPA/ANTONIO BAT EM í Króatíu 2000 Lokastaða: 11. sæti Sigurleikir: 1 í 6 leikjum. Þjálfari: Þorbjörn Jensson (2. stórmót) Fyrirliði: Dagur Sigurðsson. Besti leikur: Sigur á Úkraínu (26-25) Versti leikur: Tap fyrir Portúgal (25-28) Markahæstir hjá íslenska liðinu: Valdimar Grímsson 41/22 Ólafur Stefánsson 22 Patrekur Jóhannesson 21 Gústaf Bjarnason 18 Róbert Sighvatsson 16 Besti leikmaður Íslands á mótinu: Valdimar Grímsson varð næstmarkahæstur á Evrópumótinu með 41 mark í sex leikjum eða 6,8 mörk að meðaltali í leik. Það var aðeins Úkraínumaðurinn Oleg Velyky sem skoraði fleiri mörk að 46 talsins. Óvænta stjarnan: Línumaðurinn Róbert Sighvatsson kom mjög sterkur inn í fyrsta stórmótinu eftir að Geir Sveinsson hætti og skoraði 16 mörk úr aðeins 20 skotum á mótinu. Hann fiskaði líka 15 víti í þessum sex leikjum. Fyrsta mótið hjá: Guðjón Valur Sigurðsson, Magnús Sigurðsson, Magnús Már Þórðarson, Njörður Árnason, Rúnar Sigtryggsson og Serbastian Alexandersson. Síðasta mótið hjá: Valdimar Grímsson og Bergsveinn Bergsveinsson. Þorbjörn Jensson stýrði íslenska landsliðinu á fyrsta Evrópumótinu.vísir/valli Viðtalið: „Hefur ekki meiri getu en þetta“ Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálfari, var mjög ósáttur við frammistöðu liðsins gegn Dönum eins og sést á viðtali hans í Morgunblaðinu eftir leikinn. „Sóknarleikurinn hrundi á stuttum kafla í síðari hálfleik. Hver einasti leikmaður var þá að skjóta illa á markmanninn. En ég get ekki stýrt skotunum, leikmenn verða að höndla þau sjálfir. Eftir að við misstum þá fram úr okkur var ekki nægilegur vilji til að ná að jafna og komast yfir,“ sagði Þorbjörn. „Það er greinilegt að ekkert fellur okkar megin í þessum leikjum. Það segir manni að liðið hefur ekki meiri getu en þetta. Það er alveg á hreinu. Ég veit að það er úthaldsleysi í liðinu. Það er afar takarmarkað sem maður getur keyrt upp úthald á svona stuttum undirbúningstíma. Þess vegna verð ég að byggja á þeim grunni sem þeir hafa fyrir,“ sagði Þorbjörn. „Ég sá það þegar við komum saman, sérstaklega hjá þessum strákum sem hafa ekki verið að spila mikið í sókn hjá sínum liðum, eins og Patrekur, Duranona og Sigurður Bjarnason. Dagur hefur aðeins verið að spila sókn en er ekki búinn að ná upp fullu þreki. Valdimar er búinn að vera meiddur, en það er samt ótrúlegt hvað hann kemur fljótt inn í þetta aftur. Hann var hins vegar að gera mistök í þessum leik, fór tvisvar inn úr horninu í erfiðum færum og lét verja og misnotaði tvö víti.,“ sagði Þorbjörn.
EM í Króatíu 2000 Lokastaða: 11. sæti Sigurleikir: 1 í 6 leikjum. Þjálfari: Þorbjörn Jensson (2. stórmót) Fyrirliði: Dagur Sigurðsson. Besti leikur: Sigur á Úkraínu (26-25) Versti leikur: Tap fyrir Portúgal (25-28) Markahæstir hjá íslenska liðinu: Valdimar Grímsson 41/22 Ólafur Stefánsson 22 Patrekur Jóhannesson 21 Gústaf Bjarnason 18 Róbert Sighvatsson 16
EM 2024 í handbolta Mest lesið Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport Fleiri fréttir Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Sjá meira