„Líkt og tíminn hefði staðið í stað“ Atli Ísleifsson skrifar 2. janúar 2024 07:25 Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, varði langstærstum hluta nýársávarps síns í að ræða Margréti Þórhildi drottningu og ákvörðun hennar að afsala sér krúnunni. EPA „Ég fæddist ekki konungssinni. Ég varð konungssinni þökk sé drottningunni okkar.“ Þetta sagði Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, í nýársávarpi sínu sem hún flutti í gærkvöldi. Í ávarpinu fjallaði hún að langstærstum hluta um þá ákvörðun Margrétar Þórhildar Danadrottningar að afsala sér krúnunni þannig að Friðrik krónprins verði konungur Danmerkur 14. janúar næstkomandi. Frederiksen hafði ætlað sér að fjalla að stærstum hluta um málefni og stöðu aldraðra og fyrirhugaðar aðgerðir stjórnvalda í þeirra þágu í nýársávarpi sínu, en eftir að drottningin greindi frá ákvörðun sinni á gamlársdag þurfti forsætisráðherrann að endurskrifa sitt ávarp. Einstakt afrek Forsætisráðherrann þakkaði drottningunni í ávarpinu fyrir hennar framlag og hennar störf. „Það sem þú hefur megnað í bráðum 52 ár er einstakt afrek. Ekki er hægt að gera of mikið úr mikilvægi ykkar.“ Frederiksen sagði að ljóst sé að í framtíðinni verði ársins 2024 helst minnst fyrir brotthvarf drottningar af drottningarstóli. „Í gær var eins og tíminn hafi staðið í stað. Þú hefur verið akkeri okkar þegar á móti hefur blásið. Samviska okkar í mikilvægum álitamálum lífsins. Leiðtogi okkar í áratugi þar sem Danmörk framtíðarinnar reis á fætur. Þú hefur verið miðpunktur okkar á góðum sem erfiðum stundum.“ Passað upp á hefðir en einnig nútímaleg Áfram hélt forsætisráðherrann og hrósaði drottningunni fyrir að hafa verið fastur punktur í tilveru Dana, fyrir að hafa passað upp á hefðir en á sama tíma verið nútímalegur þjóðhöfðingi. „Drottningunni hefur tekist að tala til okkar sem einnar þjóðar. Bæði til nýrra og eldri Dana. Ungra sem aldinna. Og til ríkissins alls – Danmerkur, Færeyja og Grænlands.“ Frederiksen ræddi einnig framtíðina en þegar Friðrik krónprins tekur við krúnunni verður hann Friðrik tíundi. „Nú hefst nýr kafli í Danmörku. Við munum sakna Margrétar drottningar, sem við elskum svo mikið. En að Konungshöllin sem stofnun lifi áfram er að stórum hluta manneskjunnar Margrétar að þakka.“ Danmörk Kóngafólk Margrét Þórhildur II Danadrottning Friðrik X Danakonungur Tengdar fréttir Drottningin hafi varpað sprengju í danskt samfélag Sendiherra Íslands í Danmörku segir Margréti Þórhildi Danadrottningu hafa varpað sprengju í danskt samfélag með ákvörðun sinni að afsala sér krúnunni. Danir hafi verið algjörlega óviðbúnir þessum tíðindum og mörgum sé verulega brugðið. 1. janúar 2024 12:17 Margrét drottning ræddi við Karl konung fyrir ávarpið Margrét Þórhildur Danadrottning ræddi við frænda sinn, Karl Gústaf Svíakonung, og tilkynnti honum um ákvörðun sína að afsala sér krúnunni áður en hún greindi dönsku þjóðinni frá hinu sama í áramótaávarpi sínu í gærkvöldi. 1. janúar 2024 10:42 Margrét Þórhildur stígur til hliðar Margrét Þórhildur Danadrottning ætlar að stíga til hliðar hinn 14. janúar næst komandi. Hún tilkynnti þetta í áramótaávarpi sínu í dag. 31. desember 2023 17:16 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Sjá meira
Þetta sagði Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, í nýársávarpi sínu sem hún flutti í gærkvöldi. Í ávarpinu fjallaði hún að langstærstum hluta um þá ákvörðun Margrétar Þórhildar Danadrottningar að afsala sér krúnunni þannig að Friðrik krónprins verði konungur Danmerkur 14. janúar næstkomandi. Frederiksen hafði ætlað sér að fjalla að stærstum hluta um málefni og stöðu aldraðra og fyrirhugaðar aðgerðir stjórnvalda í þeirra þágu í nýársávarpi sínu, en eftir að drottningin greindi frá ákvörðun sinni á gamlársdag þurfti forsætisráðherrann að endurskrifa sitt ávarp. Einstakt afrek Forsætisráðherrann þakkaði drottningunni í ávarpinu fyrir hennar framlag og hennar störf. „Það sem þú hefur megnað í bráðum 52 ár er einstakt afrek. Ekki er hægt að gera of mikið úr mikilvægi ykkar.“ Frederiksen sagði að ljóst sé að í framtíðinni verði ársins 2024 helst minnst fyrir brotthvarf drottningar af drottningarstóli. „Í gær var eins og tíminn hafi staðið í stað. Þú hefur verið akkeri okkar þegar á móti hefur blásið. Samviska okkar í mikilvægum álitamálum lífsins. Leiðtogi okkar í áratugi þar sem Danmörk framtíðarinnar reis á fætur. Þú hefur verið miðpunktur okkar á góðum sem erfiðum stundum.“ Passað upp á hefðir en einnig nútímaleg Áfram hélt forsætisráðherrann og hrósaði drottningunni fyrir að hafa verið fastur punktur í tilveru Dana, fyrir að hafa passað upp á hefðir en á sama tíma verið nútímalegur þjóðhöfðingi. „Drottningunni hefur tekist að tala til okkar sem einnar þjóðar. Bæði til nýrra og eldri Dana. Ungra sem aldinna. Og til ríkissins alls – Danmerkur, Færeyja og Grænlands.“ Frederiksen ræddi einnig framtíðina en þegar Friðrik krónprins tekur við krúnunni verður hann Friðrik tíundi. „Nú hefst nýr kafli í Danmörku. Við munum sakna Margrétar drottningar, sem við elskum svo mikið. En að Konungshöllin sem stofnun lifi áfram er að stórum hluta manneskjunnar Margrétar að þakka.“
Danmörk Kóngafólk Margrét Þórhildur II Danadrottning Friðrik X Danakonungur Tengdar fréttir Drottningin hafi varpað sprengju í danskt samfélag Sendiherra Íslands í Danmörku segir Margréti Þórhildi Danadrottningu hafa varpað sprengju í danskt samfélag með ákvörðun sinni að afsala sér krúnunni. Danir hafi verið algjörlega óviðbúnir þessum tíðindum og mörgum sé verulega brugðið. 1. janúar 2024 12:17 Margrét drottning ræddi við Karl konung fyrir ávarpið Margrét Þórhildur Danadrottning ræddi við frænda sinn, Karl Gústaf Svíakonung, og tilkynnti honum um ákvörðun sína að afsala sér krúnunni áður en hún greindi dönsku þjóðinni frá hinu sama í áramótaávarpi sínu í gærkvöldi. 1. janúar 2024 10:42 Margrét Þórhildur stígur til hliðar Margrét Þórhildur Danadrottning ætlar að stíga til hliðar hinn 14. janúar næst komandi. Hún tilkynnti þetta í áramótaávarpi sínu í dag. 31. desember 2023 17:16 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Sjá meira
Drottningin hafi varpað sprengju í danskt samfélag Sendiherra Íslands í Danmörku segir Margréti Þórhildi Danadrottningu hafa varpað sprengju í danskt samfélag með ákvörðun sinni að afsala sér krúnunni. Danir hafi verið algjörlega óviðbúnir þessum tíðindum og mörgum sé verulega brugðið. 1. janúar 2024 12:17
Margrét drottning ræddi við Karl konung fyrir ávarpið Margrét Þórhildur Danadrottning ræddi við frænda sinn, Karl Gústaf Svíakonung, og tilkynnti honum um ákvörðun sína að afsala sér krúnunni áður en hún greindi dönsku þjóðinni frá hinu sama í áramótaávarpi sínu í gærkvöldi. 1. janúar 2024 10:42
Margrét Þórhildur stígur til hliðar Margrét Þórhildur Danadrottning ætlar að stíga til hliðar hinn 14. janúar næst komandi. Hún tilkynnti þetta í áramótaávarpi sínu í dag. 31. desember 2023 17:16