Sport

Segist ætla að berjast í júní í Las Vegas

Dagur Lárusson skrifar
Conor McGregor er litríkur karakter.
Conor McGregor er litríkur karakter. Vísir/Getty

Conor McGregor, fyrrum heimsmeistari í UFC, segist ætla að snúa til baka í júní á þessu ári.

Conor McGregor hefur ekkert barist í UFC síðan hann tapaði fyrir Dustin Poirier í júlí 2021 en í þeim bardaga braut hann á sér fótlegginn eftirminnilega. 

Conor segist nú ætla að berjast gegn Micheal Chandler í júní en hann birti myndband á Instagram reikningi sínum í nótt þar sem hann tilkynnti það að þeir myndu berjast þann 29. júní næstkomandi í Las Vegas. 

Ekki er vitað að svo stöddu hvort að þessar fréttir séu staðfestar en Conor hefur verið þekktur fyrir það síðustu árin að tilkynna fréttir sem reynast svo ekki réttar.

Myndbandið má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×