Hræðilegt og sorglegt morðmál skekur Danmörku Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 30. desember 2023 17:39 Atvikið átti sér stað í Frederiksberghverfi Kaupmannahafnar. Getty/Athanasios Gioumpasis 81 árs gamall maður hefur verið handtekinn fyrir að myrða eiginkonu sína þremur mánuðum eftir að þau stigu fram í fjölmiðlum og lýstu yfir ósk sinni að deyja. DR greinir frá því að Ebbe Preisler hafi verið handtekinn á dögunum fyrir að myrða eiginkonu sína og reyndi í kjölfarið að fyrirfara sér með áttföldum eðlilegum skammti af sterka verkjalyfinu metadon á elliheimili í Frederiksberg þar sem hún bjó. Illa haldin af elliglöpum Mariann Preisler var áttatíu ára og illa haldinn af parkinsonsveiki eftir að hafa glímt við hana í meira en tvo áratugi. Hún gat ekki gengið, var með mikil elliglöp og haldin ofskynjunum. Hjónin stigu fram í viðtali við Politiken þar sem þau lýstu yfir ósk sinni að deyja saman með með hjálp svokallaðrar dánaraðstoðar. Ebbe gerði tilraun til að fyrirfara sér með sama hætti og hann drap eiginkonu sína. „Ég og kona mín myndum vilja fá í hendurnar banvænar pillur, svona eins og andspyrnufólk hafði í stríðinu, þannig að við getum, einhvern rólegan eftirmiðdag - með hana í hjólastólnum og mig í hægindastólnum við hennar hlið - horft hvort í annars augu og sagt: „Bless, ástin mín. Takk fyrir allt saman. Sofðu rótt,“ segir Ebbe í viðtali við Politiken fyrir þremur mánuðum síðan. Gift í meira en fimmtíu ár Lesið var upp úr kveðjubréfi sem Ebbe hafði skrifað í dómi sem starfsmaður elliheimilisins hafði fundið ásamt lífvana Mariann á miðvikudagsmorgun. Í bréfinu kemur fram að Mariann hafi upplifað sig þreytta, ófrjálsa og máttlausa samkvæmt eiginmanni sínum. Ebbe Preisler var ekki viðstaddur upplesturinn þar sem hann var enn rænulaus eftir sjálfsmorðstilraunina. Ákæruvaldið fór fram á að réttarhöldin yrðu haldin fyrir luktum dyrum en fjölskylda hinnar látnu óskaði eftir opnum réttarhöldum með vísan til greinarinnar sem birtist í Politiken varðandi málið fyrir fáeinum mánuðum síðan. Ebbe Preisler starfaði áður sem kvikmyndaframleiðandi og rithöfundur og Mariann Preisler sem listakona. Þau höfðu verið gift í fimmtíu ár. Danmörk Erlend sakamál Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
DR greinir frá því að Ebbe Preisler hafi verið handtekinn á dögunum fyrir að myrða eiginkonu sína og reyndi í kjölfarið að fyrirfara sér með áttföldum eðlilegum skammti af sterka verkjalyfinu metadon á elliheimili í Frederiksberg þar sem hún bjó. Illa haldin af elliglöpum Mariann Preisler var áttatíu ára og illa haldinn af parkinsonsveiki eftir að hafa glímt við hana í meira en tvo áratugi. Hún gat ekki gengið, var með mikil elliglöp og haldin ofskynjunum. Hjónin stigu fram í viðtali við Politiken þar sem þau lýstu yfir ósk sinni að deyja saman með með hjálp svokallaðrar dánaraðstoðar. Ebbe gerði tilraun til að fyrirfara sér með sama hætti og hann drap eiginkonu sína. „Ég og kona mín myndum vilja fá í hendurnar banvænar pillur, svona eins og andspyrnufólk hafði í stríðinu, þannig að við getum, einhvern rólegan eftirmiðdag - með hana í hjólastólnum og mig í hægindastólnum við hennar hlið - horft hvort í annars augu og sagt: „Bless, ástin mín. Takk fyrir allt saman. Sofðu rótt,“ segir Ebbe í viðtali við Politiken fyrir þremur mánuðum síðan. Gift í meira en fimmtíu ár Lesið var upp úr kveðjubréfi sem Ebbe hafði skrifað í dómi sem starfsmaður elliheimilisins hafði fundið ásamt lífvana Mariann á miðvikudagsmorgun. Í bréfinu kemur fram að Mariann hafi upplifað sig þreytta, ófrjálsa og máttlausa samkvæmt eiginmanni sínum. Ebbe Preisler var ekki viðstaddur upplesturinn þar sem hann var enn rænulaus eftir sjálfsmorðstilraunina. Ákæruvaldið fór fram á að réttarhöldin yrðu haldin fyrir luktum dyrum en fjölskylda hinnar látnu óskaði eftir opnum réttarhöldum með vísan til greinarinnar sem birtist í Politiken varðandi málið fyrir fáeinum mánuðum síðan. Ebbe Preisler starfaði áður sem kvikmyndaframleiðandi og rithöfundur og Mariann Preisler sem listakona. Þau höfðu verið gift í fimmtíu ár.
Danmörk Erlend sakamál Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira