Bakpokinn Sigríður Hrund Pétursdóttir skrifar 31. desember 2023 09:00 Vegferðin Lífið er stórkostlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar er Jörðin. Það er við hæfi að staldra við á næsta steini og kíkja í bakpokann sem við öll berum en sýnum sjaldnast. Hvað þarf bakpokinn að innihalda fyrir komandi tíma? Fram undan eru áskoranir sem aldrei fyrr, sem hvorki verður skorast undan né flúið frá. Það er ekki um aðrar gistingar að ræða, ekki einu sinni fæðingarfjárhús. Sjálfbærnihraðal landsins verður að knýja af fullu afli til að tryggja afkomu þjóðar. Við þurfum að geta fætt okkur og klætt, haft ofan í okkur og á. Við þurfum húsnæði og að öllum sem hjá og með okkur búa líði sem best og fái notið sín sem þær einstöku, dýrmætu og fágætu manneskjur sem við öll erum. Loftslagsvá heimsins setur samhengi á heildrænar lausnir en staðbundnar útfærslur. Við sjáum reyk og finnum lykt og vitum vel að eldar loga á hótelinu, enn fremur skynjum við að eldvörnum og hegðun gesta er ábótavant til að takmarka og stöðva útbreiðslu loganna. Fólksflutningar verða vaxandi – fólk mun leita skjóls, hælis og skilnings – eins og eðlilegt er og ætla má. Heimsfararspá? Sérdeilis ekki. Raunsæi með yfirsýn. Mannkynið er fyllilega hæft til að leysa úr ofangreindum áskorunum, það ber með sér þekkingu og Sköpunarkraft sem leysa þarf úr læðingi með hvatningu og góðu viðhorfi. Nú er rétt að endurraða í bakpokann og létta á. Óleyst áföll skulu kvödd með djúpu þakklæti fyrir lærdóminn, en fá ekki lengur rými í dýrmætum bakpokanum – ekkert frekar en bölsýni, hjóm, úrtölur, hræðsla, flótti, smækkun, smættun og aðrir tilburðir sem deyfa Ljós og eðlislæga Sköpunargleði fólks. Mæli eindregið með að fylla bakpokann af kröftugum fríkeypis margföldurum; Þakklæti, Náð, Von, Gleði og Kærleika. Þeir virka eins og grænmeti; frábær framúrskarandi sjálfbær grunnfæða sem telur fátt sem ekkert í kaloríum en viðheldur orkunni lengi, stöðugt og í hærra lagi. Bætum síðan við rúgbrauði með smjérklípu og hreinni kæfu, flatbrauði með hangiketi og vatnssopa úr endurnýtanlega plastlausa brúsanum og munum að teygja vel og njóta útsýnisins þegar áð er. Íslendingar dvelja í vel útbúnu svítuherbergi með góðu útsýni og eru í framúrskarandi stöðu til að vera leiðandi og mótandi í forvörnum, viðbrögðum og framkvæmdum við rekstur þessa einstaka hótels Jarðar. Það er okkar hlutverk og tilgangur. Val er vald – veljum samstöðu & samvinnu í hvívetna með opin hjörtu og Kærleikann að leiðarljósi. Hökuna upp og andlitið í Ljósið Gleðilegt, gjöfult og gæfuríkt árið 2024 Höfundur er fjárfestir og fyrrum formaður FKA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áramót Sigríður Hrund Pétursdóttir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Vegferðin Lífið er stórkostlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar er Jörðin. Það er við hæfi að staldra við á næsta steini og kíkja í bakpokann sem við öll berum en sýnum sjaldnast. Hvað þarf bakpokinn að innihalda fyrir komandi tíma? Fram undan eru áskoranir sem aldrei fyrr, sem hvorki verður skorast undan né flúið frá. Það er ekki um aðrar gistingar að ræða, ekki einu sinni fæðingarfjárhús. Sjálfbærnihraðal landsins verður að knýja af fullu afli til að tryggja afkomu þjóðar. Við þurfum að geta fætt okkur og klætt, haft ofan í okkur og á. Við þurfum húsnæði og að öllum sem hjá og með okkur búa líði sem best og fái notið sín sem þær einstöku, dýrmætu og fágætu manneskjur sem við öll erum. Loftslagsvá heimsins setur samhengi á heildrænar lausnir en staðbundnar útfærslur. Við sjáum reyk og finnum lykt og vitum vel að eldar loga á hótelinu, enn fremur skynjum við að eldvörnum og hegðun gesta er ábótavant til að takmarka og stöðva útbreiðslu loganna. Fólksflutningar verða vaxandi – fólk mun leita skjóls, hælis og skilnings – eins og eðlilegt er og ætla má. Heimsfararspá? Sérdeilis ekki. Raunsæi með yfirsýn. Mannkynið er fyllilega hæft til að leysa úr ofangreindum áskorunum, það ber með sér þekkingu og Sköpunarkraft sem leysa þarf úr læðingi með hvatningu og góðu viðhorfi. Nú er rétt að endurraða í bakpokann og létta á. Óleyst áföll skulu kvödd með djúpu þakklæti fyrir lærdóminn, en fá ekki lengur rými í dýrmætum bakpokanum – ekkert frekar en bölsýni, hjóm, úrtölur, hræðsla, flótti, smækkun, smættun og aðrir tilburðir sem deyfa Ljós og eðlislæga Sköpunargleði fólks. Mæli eindregið með að fylla bakpokann af kröftugum fríkeypis margföldurum; Þakklæti, Náð, Von, Gleði og Kærleika. Þeir virka eins og grænmeti; frábær framúrskarandi sjálfbær grunnfæða sem telur fátt sem ekkert í kaloríum en viðheldur orkunni lengi, stöðugt og í hærra lagi. Bætum síðan við rúgbrauði með smjérklípu og hreinni kæfu, flatbrauði með hangiketi og vatnssopa úr endurnýtanlega plastlausa brúsanum og munum að teygja vel og njóta útsýnisins þegar áð er. Íslendingar dvelja í vel útbúnu svítuherbergi með góðu útsýni og eru í framúrskarandi stöðu til að vera leiðandi og mótandi í forvörnum, viðbrögðum og framkvæmdum við rekstur þessa einstaka hótels Jarðar. Það er okkar hlutverk og tilgangur. Val er vald – veljum samstöðu & samvinnu í hvívetna með opin hjörtu og Kærleikann að leiðarljósi. Hökuna upp og andlitið í Ljósið Gleðilegt, gjöfult og gæfuríkt árið 2024 Höfundur er fjárfestir og fyrrum formaður FKA.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun