Stöð 2 Sport
Þátturinn Íslandsmeistarar heldur áfram á Stöð 2 Sport klukkan 20:00 í kvöld og í þetta sinn verður fjallað um leið Tindastóls að sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli í sögunni.
Stöð 2 Sport 2
Ítalski boltinn er á fleygiferð og verða fjórir leikir á dagskrá í dag. Atalanta og Lecce eigast við klukkan 11:20, Udinese tekur á móti Bologna klukkan 13:50, AC Milan og Sassuolo eigast við klukkan 16:50 og klukkan 19:35 tekur Juventus á móti Roma.
Þá fær NBA-deildin í körfubolta einnig sitt pláss á Stöð 2 Sport 2 þegar Utah Jazz og Miami Heat eigast við klukkan 22:00.
Stöð 2 Sport 3
Básquet Girona og Baskonia eigast við í spænsku ACB-deildinni í körfubolta klukkan 19:35.
Vodafone Sport
HM í pílukasti hefur áfram og í dag klárast 16-manna úrslitin. Fyrri útsending dagsins hefst klukkan 12:25 áður en sú síðari hefst klukkan 18:55.
Þá mætast Bruins og Devils í NHL-deildinni í íshokkí klukkan 00:05 eftir miðnætti til að loka deginum.