Ísmaðurinn úr leik en Humphries slapp fyrir horn Smári Jökull Jónsson skrifar 28. desember 2023 23:11 Ísmaðurinn Gerwyn Price er úr leik á heimsmeistaramótinu. Vísir/Getty Óvænt úrslit urðu í Alexandra Palace í kvöld þegar Ísmaðurinn Gerwyn Price féll óvænt úr leik. Hinn sigurstranglegi Luke Humphries lenti í miklum vandræðum gegn þýskum Pokémon unnanda. Kvöldið byrjaði á viðureign Gerwyn Price og Brendan Dolan. Price er eitt af stóru nöfnunum í pílukastheiminum en hann vann heimsmeistaramótið árið 2021. Hann var hins vegar í vandræðum í viðureigninni í dag. Dolan tók út 130 strax í öðrum leik og hélt síðan áfram að taka stór útskot. Price náði ágætum sprettum en klikkaði oft á ögurstundu og nýtti ekki tækifærin sem hann fékk. Þegar staðan var 2-2 í settum setti Dolan hins vegar í gír, kláraði næsta sett í oddaleik og svo það síðasta sömuleiðis. Lokatölur 4-2 í settum og Gerwyn Price óvænt úr leik en Dolan kominn í 16-manna úrslit. Juju round 2 í dag. Price heim í fyrsta leik rétt eins og þegar ég var hérna 1. janúar #peelan pic.twitter.com/tp3oCQRiPL— Guðni Þ. Guðjónsson (@TheDuke180) December 28, 2023 Næsta viðureign var á milli Luke Humphries, sem margir spá sigri á mótinu, og Ricardo Pietreczko sem hefur vakið töluverða athygli fyrir inngönu sína á sviðið en þá hljómar lagið úr Pokémon-sjónvarpsþáttunum undir. Humphries var í algjöru veseni lengi vel. Pietreczko komst í 3-1 í settum og Humphries var búinn að klúðra hverju tækifærinu á fætur öðru til að klára leiki. Það kviknaði hins vegar á honum þegar líða fór á. Honum tókst að jafna metin í 3-3 og þá var eins og allur vindur væri úr Þjóðverjanum Pietreczko. Juju, hjólaði beint í í fjölskyldutilboðið á flugvellinum @drfootballpod pic.twitter.com/bXkrHXhXqe— Rúnar Gissurarson (@RnarGissurarson) December 27, 2023 Humphries kláraði oddasettið örugglega og fagnaði gríðarlega þegar sigurinn var í höfn. Lokaleikur kvöldsins var á milli Ricky Evans og Daryl Gurney en hann stendur enn yfir. Pílukast Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hélt ég myndi deyja“ „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Þvílíkur draumur fyrir tvítugan strák á HM í pílukasti Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar Sárnaði hatursskilaboð sem sonurinn fékk „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Sjá meira
Kvöldið byrjaði á viðureign Gerwyn Price og Brendan Dolan. Price er eitt af stóru nöfnunum í pílukastheiminum en hann vann heimsmeistaramótið árið 2021. Hann var hins vegar í vandræðum í viðureigninni í dag. Dolan tók út 130 strax í öðrum leik og hélt síðan áfram að taka stór útskot. Price náði ágætum sprettum en klikkaði oft á ögurstundu og nýtti ekki tækifærin sem hann fékk. Þegar staðan var 2-2 í settum setti Dolan hins vegar í gír, kláraði næsta sett í oddaleik og svo það síðasta sömuleiðis. Lokatölur 4-2 í settum og Gerwyn Price óvænt úr leik en Dolan kominn í 16-manna úrslit. Juju round 2 í dag. Price heim í fyrsta leik rétt eins og þegar ég var hérna 1. janúar #peelan pic.twitter.com/tp3oCQRiPL— Guðni Þ. Guðjónsson (@TheDuke180) December 28, 2023 Næsta viðureign var á milli Luke Humphries, sem margir spá sigri á mótinu, og Ricardo Pietreczko sem hefur vakið töluverða athygli fyrir inngönu sína á sviðið en þá hljómar lagið úr Pokémon-sjónvarpsþáttunum undir. Humphries var í algjöru veseni lengi vel. Pietreczko komst í 3-1 í settum og Humphries var búinn að klúðra hverju tækifærinu á fætur öðru til að klára leiki. Það kviknaði hins vegar á honum þegar líða fór á. Honum tókst að jafna metin í 3-3 og þá var eins og allur vindur væri úr Þjóðverjanum Pietreczko. Juju, hjólaði beint í í fjölskyldutilboðið á flugvellinum @drfootballpod pic.twitter.com/bXkrHXhXqe— Rúnar Gissurarson (@RnarGissurarson) December 27, 2023 Humphries kláraði oddasettið örugglega og fagnaði gríðarlega þegar sigurinn var í höfn. Lokaleikur kvöldsins var á milli Ricky Evans og Daryl Gurney en hann stendur enn yfir.
Pílukast Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hélt ég myndi deyja“ „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Þvílíkur draumur fyrir tvítugan strák á HM í pílukasti Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar Sárnaði hatursskilaboð sem sonurinn fékk „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Sjá meira