Þegar raunveruleikinn er annar en reiknað var með Jón Kaldal skrifar 28. desember 2023 11:31 Ef slepping eldislaxa úr sjókvíum Arctic Fish í Patreksfirði og útbreidd ganga þeirra í skilgreindar laxveiðiár um nánast allt land er sett inn í spálíkanið að baki gildandi áhættumati Hafrannsóknastofnunar um erfðablöndun eldislax við villta laxastofna kemur í ljós að sjókvíaeldi í núverandi magni verður ekki haldið áfram. Hvað þá að sjókvíaeldi á laxi verði þrefaldað eins og höfundar áhættumatsins gerðu ráð fyrir þar til raunveruleikinn tók líkanið yfir og kolfelldi myndina sem höfundar þess töldu það eiga að sýna. Þetta er að minnsta kosti niðurstaða okkar hjá Íslenska náttúruverndarsjóðnum (The Icelandic Wildlife Fund) þegar tölur úr sleppingu Arctic Fish eru settar inn í spálíkan áhættumatsins sem Hafrannsóknastofnun hefur gert aðgengilegt á netinu. Við hjá IWF Íslenska náttúruverndarsjóðnum eru eðlilega áhugasöm um að fá viðbrögð frá höfundum áhættmatsins við tilraunum okkar með spálíkanið, því með rauntölum markar útreikningarnir ekki aðeins endalok hugmynda um vöxt sjókvíaeldis hér við land heldur þarf samkvæmt líkaninu þegar í stað að minnka magnið af eldislaxi sem hefur mátt hafa hér í sjókvíum. Vel að merkja þessar niðurstöður er alfarið á forsendum núgildandi áhættumats, sem okkur hjá sjóðnum og fleiri náttúruverndarsamtökum þykir þó skapa villtum íslenskum laxastofnum alltof mikla áhættu. Við sendum því fyrirspurn þann 11. desember til fulltrúa Hafrannsóknastofnunar, sem við ítrekuðum í tvígang og fengum í seinna skiptið þau svör að ekki væri að vænta viðbragða fyrr en lokið væri greiningu á öllum þeim fjölda laxa sem fangaðir voru í ám og rökstuddur grunur er um hafi komið úr sjókvíaeldi. Við hjá Íslenska náttúruverndarsjóðnum viljum hins vegar deila erindinu með lesendum Vísis í þeirri von að það hjálpi áhugasömum að glöggva sig á málinu þegar svör berast frá höfundum áhættumatsins. Nýtt áhættumat hefði lögum samkvæmt átt að koma út á þessu ári en útgáfu þess var frestað einmitt vegna nýrrar stöðu sem er komin upp í kjölfar mikillar útbreiðslu eldislaxanna sem Arctic Fish lét sleppa. Norskir kafarar með skutulbyssur að leita að eldislaxi í Langadalsá í Ísafjarðardjúpi. Köfun eftir eldislöxum er blómlegur iðnaður í Noregi enda eldislaxar sífellt að sleppa úr sjókvíum.Sigurður Þorvaldsson Á að vernda villta íslenska laxinn Áhættumat erfðablöndunar var þróað undir stjórn rannsóknastjóra fiskeldis hjá Hafrannsóknastofnunar til að spá fyrir um áhættuna af erfðablöndun norskættaðs eldislax við villta íslenska laxastofna. Matið hefur verið umdeilt frá því það kom fyrst út árið 2017. Til að mynda höfum við sem viljum vernda villta íslenska laxastofna bent á hversu einkennilegt er að áhættumatið gerir beinlínis ráð fyrir að sjókvíaeldisfyrirtækin fái að láta mikinn fjölda eldislaxa sleppa út í náttúruna á hverju ári. Auðvitað á ein af grundvallarforsendum fyrir þessari starfsemi að vera sú að fyrirtækin geti tryggt að enginn fiskur sleppi frá þeim. En látum það liggja milli hluta hér. Áhættumatið er til staðar og á að vera lykiltæki stjórnvalda við að stilla af umfang sjókvíaeldis svo það skaði ekki villta íslenska laxastofna. Í texta áhættumatsins eru forsendur þess færðar til bókar. Þar á meðal er þessi kjarnamálsgrein: „Þó þarf að taka tillit til þess að náttúrulegir íslenskir laxastofnar og norski eldisstofninn (hinn svokallaði SAGA stofn) sem notaður er hérlendis, eru fjarskyldari hvor öðrum en náttúrulegir stofnar í Noregi eru við norska eldisstofna. Því þarf að gæta varúðar við ákvörðun marka. Því eru mörk ágengni hvers árs sett við 4% en meðaltalságengni 4 ára fari ekki yfir 2%.“ Lykilorð þarna er „ágengni“. Það hugtak nær yfir áætlaðan fjölda eldislaxa sem sleppur úr sjókvíum og gengur í skilgreindar laxveiðiár. Mörkin sem höfundar áhættumatsins setja eru skýr. Ekkert ár má hlutfall eldislaxa úr sjókvíum fara yfir 4 prósent af villtum laxastofni viðkomandi laxveiðiár. Þannig telja höfundar áhættumatsins að sé hægt að tryggja að íslenski villti laxinn skaðist ekki vegna erfðablöndunar við eldislax. Sláandi mynd Í forsendum matsins er annars vegar gert ráð fyrir að ákveðinn fjöldi af litlum eldislaxi sleppi úr sjókvíum og hins vegar af fullorðnum eldislaxi úr sjókvíum. Þessar forsendur voru fyrst og fremst fræðilegar, allt þar til íhaust þegar Arctic Fish lét um 3.500 eldislaxa sleppa úr sjókví í Patreksfirði. Þá kom í ljós að þeir syntu miklu lengra og fóru í miklu fleiri ár en líkanið gerði ráð fyrir. Raunveruleikinn reyndist annar en höfundar áhættumatsins höfðu reiknað út að hann ætti að vera. Vissulega hlýtur þetta að hafa verið verulegt áfall fyrir höfundana. Þarna fá þeir hins vegar raungögn í hendurnar til að færa inn í spálíkan áhættumatsins, í stað menntaðra ágiskana, sem byggðust á tilraunum í Noregi. (Meðferð höfunda matsins á niðurstöðum þeirra tilrauna er reyndar afar sérstök, en það er annað mál sem verður rætt síðar). Fyrir okkur áhugafólk um málefnið þá vill svo til að áhættumatsreiknilíkan Hafrannsóknastofnunar er aðgengilegt á netinu. Til að sjá hvort og þá í hvaða ám eldislax fer yfir 4% mörkin á þessu ári (ágengnin) getum við einfaldlega opnað líkanið og fært inn tölur yfir framleiðslumagnið af eldislaxi í sjókvíum þegar sleppingin varð í ágúst og fjölda þeirra eldislaxa sem hafa verið fangaðir í ám víða um land og sendir í greiningu. Báðar tölur liggja fyrir, þó á eftir að staðfesta endanlega þá seinni. Og þá birtist verulega sláandi mynd. Á henni sést í fyrsta lagi að framleiðslumagnið sem höfundar áhættumatsins töldu óhætt að leyfa, 106.500 tonn á ári, er kolfallið, og í öðru lagi að magnið sem var í sjókvíum við landið í ágúst, 37.300 tonn, þegar eldislaxinn synti úr sjókvíum Arctic Fish, stenst ekki heldur forsendur áhættumatsins. Þetta eru risatíðindi. Áhættumatið sem átti að tryggja að villtu íslensku laxastofnarnir myndu ekki skaðast með 106.500 tonn af eldislaxi í sjókvíum, ígildi um 68 milljón fiska, stenst ekki einu sinni 37.300 tonn sem er ígildi um 24,6 milljón fiska. Yfir mörkum í fjölmörgum ám Þannig sýnir áhættumatslíkanið að „ágengnin“ á þessu ári er yfir mörkunum í nokkrum ám miðað við 37.300 tonn, en fer yfir mörkin í á þriðja tug áa ef við skölum líkanið upp miðað við 106.500 tonn. Til að koma ágengninni undir þau mörk sem Hafrannsóknastofnun hefur sjálf sett má framleiðslan, sýnist okkur hjá Íslenska náttúruverndarsjóðnum, ekki vera meiri en 33.300 tonn á ári. Og vel að merkja þetta er á forsendum líkans sem náttúruverndarsamtök telja allt of áhættusamt fyrir villta íslenska laxastofna. Afleiðingarnar fyrir framhald sjókvíaeldis við Ísland geta ekki orðið aðrar en að nú þegar verði dregið úr framleiðslunni og að hugmyndir um mikinn vöxt greinarinnar heyri sögunni til. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), hagsmunagæslusamtök sjókvíaeldisfyrirtækjanna, hafa ítrekað lýst yfir eindregnum stuðningi við forsendur áhættumats Hafrannsóknastofnunar, sjá til dæmis þessa grein á vef SFS: Treystum vísindunum. Fróðlegt verður að sjá hvort SFS standi við þennan stuðning sinn og þar með að rifa seglin í þessum iðnaði. Gríðarlegir fjármunir eru í húfi fyrir eigendur sjókvíaeldisfyrirtækjanna. Þar vegast á hagsmunir örfárra gegn hagsmunum allrar þjóðarinnar af því að vernda ómetanleg lífríki landsins frá skaðlegri starfsemi. Höfundur er félagi í Íslenska náttúruverndarsjóðnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Sjókvíaeldi Fiskeldi Umhverfismál Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ef slepping eldislaxa úr sjókvíum Arctic Fish í Patreksfirði og útbreidd ganga þeirra í skilgreindar laxveiðiár um nánast allt land er sett inn í spálíkanið að baki gildandi áhættumati Hafrannsóknastofnunar um erfðablöndun eldislax við villta laxastofna kemur í ljós að sjókvíaeldi í núverandi magni verður ekki haldið áfram. Hvað þá að sjókvíaeldi á laxi verði þrefaldað eins og höfundar áhættumatsins gerðu ráð fyrir þar til raunveruleikinn tók líkanið yfir og kolfelldi myndina sem höfundar þess töldu það eiga að sýna. Þetta er að minnsta kosti niðurstaða okkar hjá Íslenska náttúruverndarsjóðnum (The Icelandic Wildlife Fund) þegar tölur úr sleppingu Arctic Fish eru settar inn í spálíkan áhættumatsins sem Hafrannsóknastofnun hefur gert aðgengilegt á netinu. Við hjá IWF Íslenska náttúruverndarsjóðnum eru eðlilega áhugasöm um að fá viðbrögð frá höfundum áhættmatsins við tilraunum okkar með spálíkanið, því með rauntölum markar útreikningarnir ekki aðeins endalok hugmynda um vöxt sjókvíaeldis hér við land heldur þarf samkvæmt líkaninu þegar í stað að minnka magnið af eldislaxi sem hefur mátt hafa hér í sjókvíum. Vel að merkja þessar niðurstöður er alfarið á forsendum núgildandi áhættumats, sem okkur hjá sjóðnum og fleiri náttúruverndarsamtökum þykir þó skapa villtum íslenskum laxastofnum alltof mikla áhættu. Við sendum því fyrirspurn þann 11. desember til fulltrúa Hafrannsóknastofnunar, sem við ítrekuðum í tvígang og fengum í seinna skiptið þau svör að ekki væri að vænta viðbragða fyrr en lokið væri greiningu á öllum þeim fjölda laxa sem fangaðir voru í ám og rökstuddur grunur er um hafi komið úr sjókvíaeldi. Við hjá Íslenska náttúruverndarsjóðnum viljum hins vegar deila erindinu með lesendum Vísis í þeirri von að það hjálpi áhugasömum að glöggva sig á málinu þegar svör berast frá höfundum áhættumatsins. Nýtt áhættumat hefði lögum samkvæmt átt að koma út á þessu ári en útgáfu þess var frestað einmitt vegna nýrrar stöðu sem er komin upp í kjölfar mikillar útbreiðslu eldislaxanna sem Arctic Fish lét sleppa. Norskir kafarar með skutulbyssur að leita að eldislaxi í Langadalsá í Ísafjarðardjúpi. Köfun eftir eldislöxum er blómlegur iðnaður í Noregi enda eldislaxar sífellt að sleppa úr sjókvíum.Sigurður Þorvaldsson Á að vernda villta íslenska laxinn Áhættumat erfðablöndunar var þróað undir stjórn rannsóknastjóra fiskeldis hjá Hafrannsóknastofnunar til að spá fyrir um áhættuna af erfðablöndun norskættaðs eldislax við villta íslenska laxastofna. Matið hefur verið umdeilt frá því það kom fyrst út árið 2017. Til að mynda höfum við sem viljum vernda villta íslenska laxastofna bent á hversu einkennilegt er að áhættumatið gerir beinlínis ráð fyrir að sjókvíaeldisfyrirtækin fái að láta mikinn fjölda eldislaxa sleppa út í náttúruna á hverju ári. Auðvitað á ein af grundvallarforsendum fyrir þessari starfsemi að vera sú að fyrirtækin geti tryggt að enginn fiskur sleppi frá þeim. En látum það liggja milli hluta hér. Áhættumatið er til staðar og á að vera lykiltæki stjórnvalda við að stilla af umfang sjókvíaeldis svo það skaði ekki villta íslenska laxastofna. Í texta áhættumatsins eru forsendur þess færðar til bókar. Þar á meðal er þessi kjarnamálsgrein: „Þó þarf að taka tillit til þess að náttúrulegir íslenskir laxastofnar og norski eldisstofninn (hinn svokallaði SAGA stofn) sem notaður er hérlendis, eru fjarskyldari hvor öðrum en náttúrulegir stofnar í Noregi eru við norska eldisstofna. Því þarf að gæta varúðar við ákvörðun marka. Því eru mörk ágengni hvers árs sett við 4% en meðaltalságengni 4 ára fari ekki yfir 2%.“ Lykilorð þarna er „ágengni“. Það hugtak nær yfir áætlaðan fjölda eldislaxa sem sleppur úr sjókvíum og gengur í skilgreindar laxveiðiár. Mörkin sem höfundar áhættumatsins setja eru skýr. Ekkert ár má hlutfall eldislaxa úr sjókvíum fara yfir 4 prósent af villtum laxastofni viðkomandi laxveiðiár. Þannig telja höfundar áhættumatsins að sé hægt að tryggja að íslenski villti laxinn skaðist ekki vegna erfðablöndunar við eldislax. Sláandi mynd Í forsendum matsins er annars vegar gert ráð fyrir að ákveðinn fjöldi af litlum eldislaxi sleppi úr sjókvíum og hins vegar af fullorðnum eldislaxi úr sjókvíum. Þessar forsendur voru fyrst og fremst fræðilegar, allt þar til íhaust þegar Arctic Fish lét um 3.500 eldislaxa sleppa úr sjókví í Patreksfirði. Þá kom í ljós að þeir syntu miklu lengra og fóru í miklu fleiri ár en líkanið gerði ráð fyrir. Raunveruleikinn reyndist annar en höfundar áhættumatsins höfðu reiknað út að hann ætti að vera. Vissulega hlýtur þetta að hafa verið verulegt áfall fyrir höfundana. Þarna fá þeir hins vegar raungögn í hendurnar til að færa inn í spálíkan áhættumatsins, í stað menntaðra ágiskana, sem byggðust á tilraunum í Noregi. (Meðferð höfunda matsins á niðurstöðum þeirra tilrauna er reyndar afar sérstök, en það er annað mál sem verður rætt síðar). Fyrir okkur áhugafólk um málefnið þá vill svo til að áhættumatsreiknilíkan Hafrannsóknastofnunar er aðgengilegt á netinu. Til að sjá hvort og þá í hvaða ám eldislax fer yfir 4% mörkin á þessu ári (ágengnin) getum við einfaldlega opnað líkanið og fært inn tölur yfir framleiðslumagnið af eldislaxi í sjókvíum þegar sleppingin varð í ágúst og fjölda þeirra eldislaxa sem hafa verið fangaðir í ám víða um land og sendir í greiningu. Báðar tölur liggja fyrir, þó á eftir að staðfesta endanlega þá seinni. Og þá birtist verulega sláandi mynd. Á henni sést í fyrsta lagi að framleiðslumagnið sem höfundar áhættumatsins töldu óhætt að leyfa, 106.500 tonn á ári, er kolfallið, og í öðru lagi að magnið sem var í sjókvíum við landið í ágúst, 37.300 tonn, þegar eldislaxinn synti úr sjókvíum Arctic Fish, stenst ekki heldur forsendur áhættumatsins. Þetta eru risatíðindi. Áhættumatið sem átti að tryggja að villtu íslensku laxastofnarnir myndu ekki skaðast með 106.500 tonn af eldislaxi í sjókvíum, ígildi um 68 milljón fiska, stenst ekki einu sinni 37.300 tonn sem er ígildi um 24,6 milljón fiska. Yfir mörkum í fjölmörgum ám Þannig sýnir áhættumatslíkanið að „ágengnin“ á þessu ári er yfir mörkunum í nokkrum ám miðað við 37.300 tonn, en fer yfir mörkin í á þriðja tug áa ef við skölum líkanið upp miðað við 106.500 tonn. Til að koma ágengninni undir þau mörk sem Hafrannsóknastofnun hefur sjálf sett má framleiðslan, sýnist okkur hjá Íslenska náttúruverndarsjóðnum, ekki vera meiri en 33.300 tonn á ári. Og vel að merkja þetta er á forsendum líkans sem náttúruverndarsamtök telja allt of áhættusamt fyrir villta íslenska laxastofna. Afleiðingarnar fyrir framhald sjókvíaeldis við Ísland geta ekki orðið aðrar en að nú þegar verði dregið úr framleiðslunni og að hugmyndir um mikinn vöxt greinarinnar heyri sögunni til. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), hagsmunagæslusamtök sjókvíaeldisfyrirtækjanna, hafa ítrekað lýst yfir eindregnum stuðningi við forsendur áhættumats Hafrannsóknastofnunar, sjá til dæmis þessa grein á vef SFS: Treystum vísindunum. Fróðlegt verður að sjá hvort SFS standi við þennan stuðning sinn og þar með að rifa seglin í þessum iðnaði. Gríðarlegir fjármunir eru í húfi fyrir eigendur sjókvíaeldisfyrirtækjanna. Þar vegast á hagsmunir örfárra gegn hagsmunum allrar þjóðarinnar af því að vernda ómetanleg lífríki landsins frá skaðlegri starfsemi. Höfundur er félagi í Íslenska náttúruverndarsjóðnum.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar