Ekki mitt hlutverk og nenni ekki að stýra væntingum Sindri Sverrisson skrifar 28. desember 2023 12:00 Snorri Steinn Guðjónsson ræddi við fjölmiðla í gær á fyrsta æfingadegi landsliðsins fyrir EM. vísir/Sigurjón Snorri Steinn Guðjónsson kveðst fagna því að fólk geri væntingar til íslenska landsliðsins í handbolta, sem hann stýrir á stórmóti í fyrsta sinn eftir rúmar tvær vikur. Snorri var ráðinn landsliðsþjálfari í sumar. Hann hefur auðvitað mikla reynslu af því að fara á stórmót sem leikmaður og veit að íslenska þjóðin fylgist vel með strákunum okkar, og gerir mishóflegar væntingar til þeirra. Hvernig er best að eiga við þær? „Ég veit það svo sem ekki. Ég hef alveg sagt það að þú vilt hafa væntingar. Ef það er enginn að pæla í þér eða því að við séum að fara á stórmót, þá er það verra. Þú vilt að fólk hafi trú á þér og búist við að þú náir góðum árangri. Svo er það bara okkar allra að glíma aðeins við það,“ segir Snorri og bætir við: „Mér finnst það ekki vera mitt hlutverk að ætla að fara að stjórna einhverjum væntingum. Ég hef bara ekki tíma í það og nenni því ekki. Þær verða þarna og við þurfum bara að umgangast þær, en líka líta í eigin barm og gera okkur grein fyrir því að það hefur vantað eitthvað upp á undanfarið, og við þurfum sem lið að spýta í lófana hvað það varðar. Sýna að við getum staðið undir einhverjum væntingum og að það sé innistæða fyrir þeim.“ Viðtalið við Snorra má sjá hér að neðan. Klippa: Snorri Steinn hefur EM-undirbúning Ísland hefur keppni á EM með leik við Serbíu föstudaginn 12. janúar, og er einnig í riðli með Svartfjallalandi og Ungverjalandi. Tvö þessara liða komast áfram í milliriðla og ljóst að þangað þarf Ísland að komast ætli liðið sér að ná sæti í undankeppni Ólympíuleikanna, eins og markmið Snorra er. Ákefð og kraftur á æfingum Formlegur undirbúningur fyrir EM hófst í gær og mun íslenska liðið æfa hérlendis fram yfir áramót, áður en förinni er heitið til Austurríkis þar sem Ísland spilar tvo vináttuleiki við heimamenn 6. og 8. janúar. „Mér líður bara vel, eins og er,“ segir Snorri fyrir sitt fyrsta stórmót sem þjálfari. „Auðvitað fylgja þessu alls konar tilfinningar og maður fer fram og til baka með þetta allt. En það er líka bara partur af þessu. Þær eiga eflaust eftir að verða meiri og alls konar þessar tilfinningar, því nær sem dregur móti, en svo er það bara mitt og liðsins að vinna úr því. Það breytist ekkert.“ Snorri Steinn Guðjónsson á fyrstu æfingunni fyrir EM, í húsakynnum Víkinga í Safamýri í gær.Vísir/Sigurjón En við hverju mega lærisveinar Snorra búast næstu daga? „Hörkuæfingum. Ég legg mikla áherslu á að það sé kraftur og power í æfingunum, og að við séum ekki að labba hlutina of mikið. Auðvitað fylgir það líka að standa á teig og fara yfir þessa taktísku hluti, en sérstaklega til að byrja með þá vil ég að það sé ákefð og kraftur á æfingunum, og menn berjist fyrir hlutum sem eiga svo að tikka með okkur, sérstaklega 12. janúar.“ „Getum ekki bara kveikt á einhverjum bjöllum rétt fyrir mót“ Snorri lék á ótal stórmótum fyrir Ísland og gegndi lykilhlutverki í sóknarleik liðsins. „Ég held að það hjálpi mér alveg að einhverju leyti, en auðvitað er það ólíkt að vera leikmaður og þjálfari. Ég held að það sé ekki gott fyrir mig að hefta mig of mikið í einhverjar tilfinningar sem voru hjá mér þegar ég var leikmaður. En það að hafa verið lengi í landsliðinu og farið á mörg stórmót, ég vona að það skili mér einhverju. Að öðru leyti þá tek ég þessu af nokkurri ró og leyfi hlutunum að gerast og koma til mín. Auðvitað hef ég ákveðnar hugmyndir og skoðanir á því hvernig ég vil gera hlutina, en ég er líka liðlegur. Ef ég sé að hlutirnir eru að þróast í slæma átt þá reyni ég að grípa inn í,“ segir Snorri sem sendi strákunum í landsliðinu skýr skilaboð á fyrsta liðsfundinum eftir að hópurinn kom saman: „Við erum hérna til þess að ná árangri. Ég lagði bara áherslu á það, og hvað þyrfti til. Þetta sneri meira að hugarfarinu og það hvernig við ætluðum að nálgast þetta verkefni, frekar en eitthvað taktískt. Þetta byrjar núna. Við getum ekki bara kveikt á einhverjum bjöllum rétt fyrir fyrsta leik. Við sem lið þurfum að „fighta“ það strax að ætla að ná einhverjum árangri.“ EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira
Snorri var ráðinn landsliðsþjálfari í sumar. Hann hefur auðvitað mikla reynslu af því að fara á stórmót sem leikmaður og veit að íslenska þjóðin fylgist vel með strákunum okkar, og gerir mishóflegar væntingar til þeirra. Hvernig er best að eiga við þær? „Ég veit það svo sem ekki. Ég hef alveg sagt það að þú vilt hafa væntingar. Ef það er enginn að pæla í þér eða því að við séum að fara á stórmót, þá er það verra. Þú vilt að fólk hafi trú á þér og búist við að þú náir góðum árangri. Svo er það bara okkar allra að glíma aðeins við það,“ segir Snorri og bætir við: „Mér finnst það ekki vera mitt hlutverk að ætla að fara að stjórna einhverjum væntingum. Ég hef bara ekki tíma í það og nenni því ekki. Þær verða þarna og við þurfum bara að umgangast þær, en líka líta í eigin barm og gera okkur grein fyrir því að það hefur vantað eitthvað upp á undanfarið, og við þurfum sem lið að spýta í lófana hvað það varðar. Sýna að við getum staðið undir einhverjum væntingum og að það sé innistæða fyrir þeim.“ Viðtalið við Snorra má sjá hér að neðan. Klippa: Snorri Steinn hefur EM-undirbúning Ísland hefur keppni á EM með leik við Serbíu föstudaginn 12. janúar, og er einnig í riðli með Svartfjallalandi og Ungverjalandi. Tvö þessara liða komast áfram í milliriðla og ljóst að þangað þarf Ísland að komast ætli liðið sér að ná sæti í undankeppni Ólympíuleikanna, eins og markmið Snorra er. Ákefð og kraftur á æfingum Formlegur undirbúningur fyrir EM hófst í gær og mun íslenska liðið æfa hérlendis fram yfir áramót, áður en förinni er heitið til Austurríkis þar sem Ísland spilar tvo vináttuleiki við heimamenn 6. og 8. janúar. „Mér líður bara vel, eins og er,“ segir Snorri fyrir sitt fyrsta stórmót sem þjálfari. „Auðvitað fylgja þessu alls konar tilfinningar og maður fer fram og til baka með þetta allt. En það er líka bara partur af þessu. Þær eiga eflaust eftir að verða meiri og alls konar þessar tilfinningar, því nær sem dregur móti, en svo er það bara mitt og liðsins að vinna úr því. Það breytist ekkert.“ Snorri Steinn Guðjónsson á fyrstu æfingunni fyrir EM, í húsakynnum Víkinga í Safamýri í gær.Vísir/Sigurjón En við hverju mega lærisveinar Snorra búast næstu daga? „Hörkuæfingum. Ég legg mikla áherslu á að það sé kraftur og power í æfingunum, og að við séum ekki að labba hlutina of mikið. Auðvitað fylgir það líka að standa á teig og fara yfir þessa taktísku hluti, en sérstaklega til að byrja með þá vil ég að það sé ákefð og kraftur á æfingunum, og menn berjist fyrir hlutum sem eiga svo að tikka með okkur, sérstaklega 12. janúar.“ „Getum ekki bara kveikt á einhverjum bjöllum rétt fyrir mót“ Snorri lék á ótal stórmótum fyrir Ísland og gegndi lykilhlutverki í sóknarleik liðsins. „Ég held að það hjálpi mér alveg að einhverju leyti, en auðvitað er það ólíkt að vera leikmaður og þjálfari. Ég held að það sé ekki gott fyrir mig að hefta mig of mikið í einhverjar tilfinningar sem voru hjá mér þegar ég var leikmaður. En það að hafa verið lengi í landsliðinu og farið á mörg stórmót, ég vona að það skili mér einhverju. Að öðru leyti þá tek ég þessu af nokkurri ró og leyfi hlutunum að gerast og koma til mín. Auðvitað hef ég ákveðnar hugmyndir og skoðanir á því hvernig ég vil gera hlutina, en ég er líka liðlegur. Ef ég sé að hlutirnir eru að þróast í slæma átt þá reyni ég að grípa inn í,“ segir Snorri sem sendi strákunum í landsliðinu skýr skilaboð á fyrsta liðsfundinum eftir að hópurinn kom saman: „Við erum hérna til þess að ná árangri. Ég lagði bara áherslu á það, og hvað þyrfti til. Þetta sneri meira að hugarfarinu og það hvernig við ætluðum að nálgast þetta verkefni, frekar en eitthvað taktískt. Þetta byrjar núna. Við getum ekki bara kveikt á einhverjum bjöllum rétt fyrir fyrsta leik. Við sem lið þurfum að „fighta“ það strax að ætla að ná einhverjum árangri.“
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira