Yrði líklega aflminna en gæti varað lengur Atli Ísleifsson skrifar 28. desember 2023 08:35 Þorvaldur Þórðarson segir að virknin á Reykjanesskaga núna komi sérfræðingum í raun ekki á óvart. Vísir/Vilhelm Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að landrisið hafi haldið áfram við Svartsengi og sé nú á svipað statt og það var fyrir 18. desember þegar síðast byrjaði að gjósa. „Hæðin á landrisinu er farin að nálgast það sem hún var fyrir síðasta gos. Þannig að við getum farið að búast við að eitthvað fari að gerast þegar landrisið hefur náð sömu hæð, sem gæti gerst á næstu tveimur dögum eða kannski teygt sig eitthvað fram yfir áramótin,“ segir Þorvaldur. Hann var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi stöðuna á Reykjanesskaga. Hann telur, miðað við stöðuna nú, að ef komi til goss þá yrði það líklega aflminna en síðasta gos var í upphafi, en að það gæti þó varað lengur. „Þó að landris nú sé að ná sömu hæð þá fór það ekki niður í sama núllpunkt og það var fyrir. Þetta er því styttri tími og kvikumagnið minna en var fyrir síðasta gos. Þannig að gosið verður sennilega minna ef eitthvað gerist nú þegar það er búið að ná þessari sömu hæð. Eða þá heldur þetta áfram og þá gæti safnast saman meira magn af kviku og þá, ef það kæmi til goss, þá yrði gosið stærra. Ég á heldur ekki von á að það verði eins aflmikið og síðasta gos var í byrjun. Verði kraftminna og gæti teygt sig lengra inn í framtíðina og verði lengra en síðasta gos,“ segir Þorvaldur. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Er þá líklegt að komi gos? Er það líklegasti möguleikinn eða sviðsmyndin? „Ég myndi nú halda að það væri fifty-fifty hvort kvika komi alla leið upp til yfirborðs eða hvort hún haldi sér neðanjarðar og fari á eitthvað brölt þarna niðri.“ Þorvaldur segir að virknin á Reykjanesskaga núna komi sérfræðingum í raun ekki á óvart. „Þessi virkni sem er núna, þegar við erum komin með gliðnun og svo eldvirkni í gang, þá er þessi virkni í raun eðlileg atburðarás.“ Hann segir ekki hægt að segja til um það með vissu hvar kvikan kæmi upp. Líkurnar séu samt sem áður, eins og áður hafi komið fram, langmestar á að kvika komi upp þarna milli Hagafells og Stóra-Skógfells. „Ég á von á því að það haldi sér á því svæði,“ segir Þorvaldur. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Bítið Grindavík Tengdar fréttir Enn kröftugt landris við Svartsengi Enn mælist landris við Svartsengi og er enn metin töluverð hætta við Grindavík. 27. desember 2023 12:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Sjá meira
„Hæðin á landrisinu er farin að nálgast það sem hún var fyrir síðasta gos. Þannig að við getum farið að búast við að eitthvað fari að gerast þegar landrisið hefur náð sömu hæð, sem gæti gerst á næstu tveimur dögum eða kannski teygt sig eitthvað fram yfir áramótin,“ segir Þorvaldur. Hann var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi stöðuna á Reykjanesskaga. Hann telur, miðað við stöðuna nú, að ef komi til goss þá yrði það líklega aflminna en síðasta gos var í upphafi, en að það gæti þó varað lengur. „Þó að landris nú sé að ná sömu hæð þá fór það ekki niður í sama núllpunkt og það var fyrir. Þetta er því styttri tími og kvikumagnið minna en var fyrir síðasta gos. Þannig að gosið verður sennilega minna ef eitthvað gerist nú þegar það er búið að ná þessari sömu hæð. Eða þá heldur þetta áfram og þá gæti safnast saman meira magn af kviku og þá, ef það kæmi til goss, þá yrði gosið stærra. Ég á heldur ekki von á að það verði eins aflmikið og síðasta gos var í byrjun. Verði kraftminna og gæti teygt sig lengra inn í framtíðina og verði lengra en síðasta gos,“ segir Þorvaldur. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Er þá líklegt að komi gos? Er það líklegasti möguleikinn eða sviðsmyndin? „Ég myndi nú halda að það væri fifty-fifty hvort kvika komi alla leið upp til yfirborðs eða hvort hún haldi sér neðanjarðar og fari á eitthvað brölt þarna niðri.“ Þorvaldur segir að virknin á Reykjanesskaga núna komi sérfræðingum í raun ekki á óvart. „Þessi virkni sem er núna, þegar við erum komin með gliðnun og svo eldvirkni í gang, þá er þessi virkni í raun eðlileg atburðarás.“ Hann segir ekki hægt að segja til um það með vissu hvar kvikan kæmi upp. Líkurnar séu samt sem áður, eins og áður hafi komið fram, langmestar á að kvika komi upp þarna milli Hagafells og Stóra-Skógfells. „Ég á von á því að það haldi sér á því svæði,“ segir Þorvaldur.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Bítið Grindavík Tengdar fréttir Enn kröftugt landris við Svartsengi Enn mælist landris við Svartsengi og er enn metin töluverð hætta við Grindavík. 27. desember 2023 12:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Sjá meira
Enn kröftugt landris við Svartsengi Enn mælist landris við Svartsengi og er enn metin töluverð hætta við Grindavík. 27. desember 2023 12:00