Afríkumótið hefst eftir hálfan mánuð og þar mætir Gínea liði Kamerún í fyrsta leik, og svo einnig Gambíu og ríkjandi meisturum Senegals.
Það gerir Gínea hins vegar án Sylla, sem er leikmaður Arouca í Portúgal, en hann mun hafa lent í rifrildi við liðsfélaga sína í landsliðinu og þjálfara sinn í kjölfarið á 4-1 tapi í vináttulandsleik gegn Brasilíu í júní.
Eftir leikinn við Brasilíu skipti hinn 25 ára gamli Sylla á treyju við ofurstjörnuna Vinícius Junior, sem leikur með Real Madrid. En treyjan sem Sylla eignaðist var fljót að hverfa því hún gufaði upp í búningsklefanum.
Guinea's Morlaye Sylla didn't make the AFCON squad after he angrily accused his teammates and the technical staff of stealing a Vinicius Jr shirt he received. The shirt disappeared from the locker room after the friendly against Brazil in June.
— Madrid Universal (@MadridUniversal) December 27, 2023
@addojunr pic.twitter.com/6OEQWce0u9
Sylla mun hafa verið í öngum sínum og sakað liðsfélaga sína um þjófnað, áður en hann beindi spjótum sínum að sjálfum þjálfaranum Kaba Diawara. Sylla krafðist þess meira að segja að leitað yrði í töskum manna til að komast að því hvar treyjan væri niður komin.
Miðjumaðurinn, sem á að baki 23 A-landsleiki, hefur ekki beðist afsökunar á hegðun sinni og það virðist hafa kostað hann sæti í landsliðshópnum fyrir Afríkumótið.