Í Facebok færslu frá Landsbjörgu stendur að óprúttnir aðilar reyni nú að fá notendur til þess að ýta á hlekk sem er algjörlega óviðkomandi félaginu.
Í færslu frá svikasíðunni stendur að lesandi hafi unnið einhvers konar leik og hann þurfi að staðfesta nafn sitt. Síðan þurfi hann að senda skilaboð á síðuna.
Biðlað er til fólks að ýta ekki á hlekkinn.