Svanhildur drífandi dugnaðarforkur og skarpur greinandi Jakob Bjarnar skrifar 27. desember 2023 14:18 Umsögn hæfisnefndarinnar sem Bjarni skipaði er afar jákvæð: „Þar kemur fram að hún þyki vera leiðtogi og liðsmaður, drífandi dugnaðarforkur, skarpur greinandi, hugmyndarík og frammúrskarandi í öllum samskiptum og framkomu.“ vísir/vilhelm Vísi hefur borist svar við fyrirspurnum frá utanríkisráðuneytinu sem snúa að skipan Svanhildar Hólm í stöðu sendiherra í Washington. Til stendur að Svanhildur taki við að Bergdísi Ellertsdóttur núverandi sendiherra í Washington. Bergdís flyst frá sendiráði Íslands í Washington til starfa í utanríkisráðuneytinu 1. ágúst næstkomandi. Utanríkisráðuneytið svarar þeirri spurningu um hvort hún hafi óskað eftir því að láta af embætti því svo til að almennt gegni sendiherrar og forstöðumenn sendiskrifstofa stöðum erlendis í 3-5 ár í senn og flytjast þá til, „ýmist í nýja stöðu erlendis eða til starfa í utanríkisráðuneytinu í Reykjavík. Bergdís hefur á næsta ári stýrt þremur sendiskrifstofum erlendis, í samtals 10 ár og flyst því eins og áður segir til starfa í ráðuneytinu.“ Hæfnisnefndin skipuð reyndum starfsmönnum Spurningar og svör voru skrifleg og spurningunni um hvort Bergdís hafi lýst yfir áhuga sínum að gegna embættinu áfram er svarað með vísan til svars við fyrri spurningu. Þá segir: „í byrjun september sl. var tilkynnt innan utanríkisráðuneytisins um stöður erlendis sem ætlunin var að flytja í ágúst 2024. Staða sendiherra í Washington var ein af þeim. Hæfisnefndin, sem Bjarni skipaði til að kanna hæfi Svanhildar, sátu formaðurinn Einar Gunnarsson, fastafulltrúi í Genf, sendiherra og fv. ráðuneytisstjóri. Aðrir nefndarmenn voru Anna Jóhannsdóttir, skrifstofustjóri laga- og stjórnsýsluskrifstofu ráðuneytisins og Hreinn Pálsson mannauðsstjóri. Öll eru þau reyndir starfsmenn utanríkisþjónustunnar og hafa starfað hvert um sig á fjölmörgum sendiskrifstofum um meira en tveggja áratuga skeið, segir í svari. „Við mat vegna skipunar skv. 2. mgr. 9. gr. laga um utanríkisþjónustu er hlutverk hæfnisnefndar eingöngu að meta tilnefnt sendiherraefni og veita ráðgjöf um almennt hæfi og hæfni þess. Enginn annar var tilnefndur,“ segir í svari við spurningunni um hvort enginn annar hafi komið til álita en Svanhildur. Niðurstöður hæfisnefndarinnar má svo lesa í meðfylgjandi skjali en þar segir meðal annars, eftir að hlaupið hefur verið yfir feril hennar, að hún hafi getið sér gott orð sem „stjórnandi og leiðtogi í störfum sínum hjá viðskiptaráði þar sem hún hefur stýrt sjö til tíu manna starfsliði og borið beina ábyrgð á mannahaldi, rekstri, fjármálum, stefnumótun og áætlanagerð gagnvart stjórn.“ Skarpur greinandi, hugmyndarík og frammúrskarandi Menn hafa viljað gagnrýna þessa tilnefningu Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra á Svanhildi sem sendiherra en þeir hinir sömu hafa þá ekki lesið umsögnina sem er afar lofsamleg. Þá hefur Svanhildur „enn fremur getið sér gott orð sem leiðtogi, greinandi og hugmyndasmiður í störfum sínum sem aðstoðarmaður fjármála- og forsætisráðherra, aðstoðarmaður formanns Sjálfstæðisflokksins og framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Svanhildur gerði sjálf grein fyrir því í viðtali að í þessum hlutverkum hafi bein stjórnun og mannaforráð eðli máls verið takmörkuð en á móti kom að hún hafi öðlast víðfeðma þekkingu á æðstu stjórnsýslu ríksins, gangverki stjórnmala og pólitískri stefnumörkun.“ Þá er vikið að góðu orði sem Svanhildur nýtur, þar eru umsagnir lofsamlegar. „Þar kemur fram að hún þyki vera leiðtogi og liðsmaður, drífandi dugnaðarforkur, skarpur greinandi, hugmyndarík og frammúrskarandi í öllum samskiptum og framkomu.“ Einungis voru nefnd tvö atriði sem töldust líklega ekki styrkleikar hjá Svanhildi „og er annað það að viðhalda einbeitingu/áhuga á hægfara rútínuverkefnum og hitt að hún geti átt til að klára verkefni á síðustu stundu en án þess að það hafi þó komið niður á gæðum.“ Tengd skjöl Greinargerð_og_umsögn_-_17-12-2023PDF6.6MBSækja skjal Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Utanríkismál Sendiráð Íslands Tengdar fréttir Reynsluboltinn sem Svanhildur tekur við af í Washington Bergdís Ellertsdóttir, sendiherra Íslands í Washington í Bandaríkjunum frá árinu 2019, á að baki þriggja áratuga langan farsælan feril í utanríkisþjónustunni. Hún yfirgefur senn sendiráðið vestanhafs. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur lagt til að Svanhildur Hólm, aðstoðarmaður hans frá árinu 2012-2020 og framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, verði skipuð í stað Bergdísar. 27. desember 2023 07:56 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Til stendur að Svanhildur taki við að Bergdísi Ellertsdóttur núverandi sendiherra í Washington. Bergdís flyst frá sendiráði Íslands í Washington til starfa í utanríkisráðuneytinu 1. ágúst næstkomandi. Utanríkisráðuneytið svarar þeirri spurningu um hvort hún hafi óskað eftir því að láta af embætti því svo til að almennt gegni sendiherrar og forstöðumenn sendiskrifstofa stöðum erlendis í 3-5 ár í senn og flytjast þá til, „ýmist í nýja stöðu erlendis eða til starfa í utanríkisráðuneytinu í Reykjavík. Bergdís hefur á næsta ári stýrt þremur sendiskrifstofum erlendis, í samtals 10 ár og flyst því eins og áður segir til starfa í ráðuneytinu.“ Hæfnisnefndin skipuð reyndum starfsmönnum Spurningar og svör voru skrifleg og spurningunni um hvort Bergdís hafi lýst yfir áhuga sínum að gegna embættinu áfram er svarað með vísan til svars við fyrri spurningu. Þá segir: „í byrjun september sl. var tilkynnt innan utanríkisráðuneytisins um stöður erlendis sem ætlunin var að flytja í ágúst 2024. Staða sendiherra í Washington var ein af þeim. Hæfisnefndin, sem Bjarni skipaði til að kanna hæfi Svanhildar, sátu formaðurinn Einar Gunnarsson, fastafulltrúi í Genf, sendiherra og fv. ráðuneytisstjóri. Aðrir nefndarmenn voru Anna Jóhannsdóttir, skrifstofustjóri laga- og stjórnsýsluskrifstofu ráðuneytisins og Hreinn Pálsson mannauðsstjóri. Öll eru þau reyndir starfsmenn utanríkisþjónustunnar og hafa starfað hvert um sig á fjölmörgum sendiskrifstofum um meira en tveggja áratuga skeið, segir í svari. „Við mat vegna skipunar skv. 2. mgr. 9. gr. laga um utanríkisþjónustu er hlutverk hæfnisnefndar eingöngu að meta tilnefnt sendiherraefni og veita ráðgjöf um almennt hæfi og hæfni þess. Enginn annar var tilnefndur,“ segir í svari við spurningunni um hvort enginn annar hafi komið til álita en Svanhildur. Niðurstöður hæfisnefndarinnar má svo lesa í meðfylgjandi skjali en þar segir meðal annars, eftir að hlaupið hefur verið yfir feril hennar, að hún hafi getið sér gott orð sem „stjórnandi og leiðtogi í störfum sínum hjá viðskiptaráði þar sem hún hefur stýrt sjö til tíu manna starfsliði og borið beina ábyrgð á mannahaldi, rekstri, fjármálum, stefnumótun og áætlanagerð gagnvart stjórn.“ Skarpur greinandi, hugmyndarík og frammúrskarandi Menn hafa viljað gagnrýna þessa tilnefningu Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra á Svanhildi sem sendiherra en þeir hinir sömu hafa þá ekki lesið umsögnina sem er afar lofsamleg. Þá hefur Svanhildur „enn fremur getið sér gott orð sem leiðtogi, greinandi og hugmyndasmiður í störfum sínum sem aðstoðarmaður fjármála- og forsætisráðherra, aðstoðarmaður formanns Sjálfstæðisflokksins og framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Svanhildur gerði sjálf grein fyrir því í viðtali að í þessum hlutverkum hafi bein stjórnun og mannaforráð eðli máls verið takmörkuð en á móti kom að hún hafi öðlast víðfeðma þekkingu á æðstu stjórnsýslu ríksins, gangverki stjórnmala og pólitískri stefnumörkun.“ Þá er vikið að góðu orði sem Svanhildur nýtur, þar eru umsagnir lofsamlegar. „Þar kemur fram að hún þyki vera leiðtogi og liðsmaður, drífandi dugnaðarforkur, skarpur greinandi, hugmyndarík og frammúrskarandi í öllum samskiptum og framkomu.“ Einungis voru nefnd tvö atriði sem töldust líklega ekki styrkleikar hjá Svanhildi „og er annað það að viðhalda einbeitingu/áhuga á hægfara rútínuverkefnum og hitt að hún geti átt til að klára verkefni á síðustu stundu en án þess að það hafi þó komið niður á gæðum.“ Tengd skjöl Greinargerð_og_umsögn_-_17-12-2023PDF6.6MBSækja skjal
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Utanríkismál Sendiráð Íslands Tengdar fréttir Reynsluboltinn sem Svanhildur tekur við af í Washington Bergdís Ellertsdóttir, sendiherra Íslands í Washington í Bandaríkjunum frá árinu 2019, á að baki þriggja áratuga langan farsælan feril í utanríkisþjónustunni. Hún yfirgefur senn sendiráðið vestanhafs. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur lagt til að Svanhildur Hólm, aðstoðarmaður hans frá árinu 2012-2020 og framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, verði skipuð í stað Bergdísar. 27. desember 2023 07:56 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Reynsluboltinn sem Svanhildur tekur við af í Washington Bergdís Ellertsdóttir, sendiherra Íslands í Washington í Bandaríkjunum frá árinu 2019, á að baki þriggja áratuga langan farsælan feril í utanríkisþjónustunni. Hún yfirgefur senn sendiráðið vestanhafs. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur lagt til að Svanhildur Hólm, aðstoðarmaður hans frá árinu 2012-2020 og framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, verði skipuð í stað Bergdísar. 27. desember 2023 07:56
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent