„Munum sitja hér þangað til við sjáum fjölskyldur okkar yfirgefa Gasa“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. desember 2023 13:35 Hópurinn hefur komið sér fyrir fyrir utan Alþingishúsið. Vísir/Lovísa Hópur Palestínumanna á Íslandi sem vill sameinast fjölskyldum sínum sem enn eru á Gasa hefur reist tjöld á Austurvelli fyrir utan Alþingi. Í tilkynningu segjast þau ætla að vera þar þar til þau hafa sameinast ástvinum sínum. Tilkynningin var birt á síðu No Borders Iceland. Þar segist hópurinn hafa fengið umsókn sína samþykkta um vernd frá íslenska ríkinu. Síðan hafi þau sótt um sameiningu við fjölskyldu sína en síðan beðið í eitt og hálft ár án þess að fá svör. „Palestínufólk er ekki einungis að finna langt í burtu, við erum mörg sem búum og vinnum hér á Íslandi. Í morgun reistu nokkur okkar, sem enn hafa líkamlegan og andlegan styrk til, tjöld fyrir utan Alþingi í von um að krafa okkar um fjölskyldusameiningu hljómi hærra og skýrar.“ Án matar, vatns og lífsnauðsynja Hópurinn segir að síðustu áttatíu daga hafi hann haft samband við allar mannréttinda-og ríkisstofnanir hérlendis til að krefjast brottflutnings fjölskyldna þeirra sem fastar séu á Gasa. „Þar sem sprengjum rignir yfir þau, ein og yfirgefin. Þau eru án matar, án vatns og annarra lífsnauðsynja. Við getum ekki sofið inni á hlýju heimili á meðan fjölskyldur okkar eru heimilislausar, við getum ekki borðað og drukkið á meðan þau svelta.“ Hópurinn minnir á að það sé ekki vegna skorts á peningum sem fjölskyldur þeirra hafi ekki aðgang að þessum nauðsynjum. Það sé vegna þess að ekkert vatn og engan mat sé að finna lengur á Gasa. Þau bjóða öllum þeim sem áhuga hafa á því að standa með sér á Austurvelli. „Við munum sitja hér þangað til að við sjáum fjölskyldur okkar yfirgefa Gaza. Öðrum löndum hefur tekist að ná fólki útaf Gaza, jafnvel löndum sem að eru með lítil diplómatísk tengsl við Ísrael og Palestínu hefur tekist það. Við viljum fá fjölskyldur okkar í öruggt skjól.“ Átök í Ísrael og Palestínu Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Hundamatur reyndist vera kíló af kannabis Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Tilkynningin var birt á síðu No Borders Iceland. Þar segist hópurinn hafa fengið umsókn sína samþykkta um vernd frá íslenska ríkinu. Síðan hafi þau sótt um sameiningu við fjölskyldu sína en síðan beðið í eitt og hálft ár án þess að fá svör. „Palestínufólk er ekki einungis að finna langt í burtu, við erum mörg sem búum og vinnum hér á Íslandi. Í morgun reistu nokkur okkar, sem enn hafa líkamlegan og andlegan styrk til, tjöld fyrir utan Alþingi í von um að krafa okkar um fjölskyldusameiningu hljómi hærra og skýrar.“ Án matar, vatns og lífsnauðsynja Hópurinn segir að síðustu áttatíu daga hafi hann haft samband við allar mannréttinda-og ríkisstofnanir hérlendis til að krefjast brottflutnings fjölskyldna þeirra sem fastar séu á Gasa. „Þar sem sprengjum rignir yfir þau, ein og yfirgefin. Þau eru án matar, án vatns og annarra lífsnauðsynja. Við getum ekki sofið inni á hlýju heimili á meðan fjölskyldur okkar eru heimilislausar, við getum ekki borðað og drukkið á meðan þau svelta.“ Hópurinn minnir á að það sé ekki vegna skorts á peningum sem fjölskyldur þeirra hafi ekki aðgang að þessum nauðsynjum. Það sé vegna þess að ekkert vatn og engan mat sé að finna lengur á Gasa. Þau bjóða öllum þeim sem áhuga hafa á því að standa með sér á Austurvelli. „Við munum sitja hér þangað til að við sjáum fjölskyldur okkar yfirgefa Gaza. Öðrum löndum hefur tekist að ná fólki útaf Gaza, jafnvel löndum sem að eru með lítil diplómatísk tengsl við Ísrael og Palestínu hefur tekist það. Við viljum fá fjölskyldur okkar í öruggt skjól.“
Átök í Ísrael og Palestínu Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Hundamatur reyndist vera kíló af kannabis Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira