„Þeir eru örugglega búnir að vera að drekka sósuna í jólafríinu“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. desember 2023 07:00 Janus Daði Smárason verður klár í slaginn þegar Evrópumót karla í handbolta hefst í janúar. Vísir/Diego Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir til leiks á EM í handbolta þann 12. janúar næstkomandi. Landsliðsmaðurinn Janus Daði Smárason segir að strákarnir séu hungraðir fyrir verkefnið. „Stemningin er frábær. Ég held að það séu allir bara spenntir og ferskir,“ sagði Janus Daði. „Það hlakkar öllum til að komast þarna út og það er alveg sama hvað menn eru búnir að vera að gera með sínum félagsliðum þá hefur maður bara heyrt það á mönnum að við erum bara klárir í að taka þessari áskorun.“ „Það verður gott að komast heim á parketið og pönkast aðeins á æfingum, taka fótbolta í upphitun og segja góða brandara í klefanum. Eins og við lítum á þetta þá eru allir möguleikar í stöðunni opnir fyrir okkur þannig við erum bara spenntir að mæta og koma með frammistöðu. Þetta snýst fyrst og fremst um það.“ „Við erum með mjög breiðan hóp og marga mjög góða handboltamenn. Það eitt og sér fleytir okkur ekkert sérstaklega langt því við þurfum að standa okkur vel og sýna hvað í okkur býr og úr hverju við erum gerðir.“ Spennandi verkefni með Snorra við stjórnvölin Eins og landsmenn vita urður þjálfaraskipti hjá íslenska landsliðinu þegar Snorri Steinn Guðjónsson tók við liðinu eftir að Guðmundur Þórður Guðmundsson hætti stuttu eftir síðasta stórmót. Þrátt fyrir stuttan tíma undir stjórn nýs þjálfara segist Janus finna fyrir nokkrum mun á handboltanum sem liðið mun koma til með að spila á EM í janúar eftir að Snorri tók við. „Það eru auðvitað öðruvísi áherslur sem eru kannski aðrar en voru. En þegar allt kemur til alls er þetta bara handbolti,“ sagði Janus. „Æfingafyrirkomulagið er kannski aðeins öðruvísi og svo er maður auðvitað spenntur að fá að vinna með Snorra varðandi sókn og hraðan leik. Við sáum hvað hann gerði með Valsarana þar sem þeir stýrðu tempóinu vel og héldu því yfirleitt bara í botni. Það er kannski það sem mér finnst við eiga inni, seinni bylgju og hraðaupphlaup. Sex á sex höfum við verið góðir, en þegar það gengur ekki þá höfum við lent í veseni.“ „Ég held að við eigum inni í hraðaupphlaupum og annað að verða enn beittari.“ Snorri Steinn Guðjónsson tók við stjórnartaumunum hjá íslenska landsliðinu í sumar.Vísir/Diego Þá segir Janus að þessi hraði bolti sem Snorri vill spila eigi alveg örugglega eftir að koma sér vel á móti þjóðunum sem munu leika með Íslandi í riðli á EM í janúar. Ísland verður með Ungverjalandi, Serbíu og Svartfjallalandi í riðli og allt eru þetta þjóðir sem oft og tíðum stilla upp stóru og þungu liði sem líður best í uppstilltum varnarleik. Þá sé gott að eiga hraðaupphlaup og seinni bylgju uppi í erminni. „Klárlega. Þeir eru örugglega búnir að vera að drekka sósuna í jólafríinu og gætu verið vel lúnir. Þá er gott að við mætum ferskir,“ sagði Janus að lokum. Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Ef ég skít á mig þá verð ég bara að sitja á bekknum“ Janus Daði Smárason, landsliðsmaður í handbolta, segir að Pick Szeged sé lið sem stefni á að berjast við þau bestu um sæti í úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu. 25. desember 2023 18:01 Yfirgefur Magdeburg í sumar: „Þeir vildu hafa mig áfram“ Janus Daði Smárason mun ganga til liðs við ungverska liðið Pick Szeged næsta sumar frá Evrópumeisturum Magdeburg. 25. desember 2023 12:46 Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
„Stemningin er frábær. Ég held að það séu allir bara spenntir og ferskir,“ sagði Janus Daði. „Það hlakkar öllum til að komast þarna út og það er alveg sama hvað menn eru búnir að vera að gera með sínum félagsliðum þá hefur maður bara heyrt það á mönnum að við erum bara klárir í að taka þessari áskorun.“ „Það verður gott að komast heim á parketið og pönkast aðeins á æfingum, taka fótbolta í upphitun og segja góða brandara í klefanum. Eins og við lítum á þetta þá eru allir möguleikar í stöðunni opnir fyrir okkur þannig við erum bara spenntir að mæta og koma með frammistöðu. Þetta snýst fyrst og fremst um það.“ „Við erum með mjög breiðan hóp og marga mjög góða handboltamenn. Það eitt og sér fleytir okkur ekkert sérstaklega langt því við þurfum að standa okkur vel og sýna hvað í okkur býr og úr hverju við erum gerðir.“ Spennandi verkefni með Snorra við stjórnvölin Eins og landsmenn vita urður þjálfaraskipti hjá íslenska landsliðinu þegar Snorri Steinn Guðjónsson tók við liðinu eftir að Guðmundur Þórður Guðmundsson hætti stuttu eftir síðasta stórmót. Þrátt fyrir stuttan tíma undir stjórn nýs þjálfara segist Janus finna fyrir nokkrum mun á handboltanum sem liðið mun koma til með að spila á EM í janúar eftir að Snorri tók við. „Það eru auðvitað öðruvísi áherslur sem eru kannski aðrar en voru. En þegar allt kemur til alls er þetta bara handbolti,“ sagði Janus. „Æfingafyrirkomulagið er kannski aðeins öðruvísi og svo er maður auðvitað spenntur að fá að vinna með Snorra varðandi sókn og hraðan leik. Við sáum hvað hann gerði með Valsarana þar sem þeir stýrðu tempóinu vel og héldu því yfirleitt bara í botni. Það er kannski það sem mér finnst við eiga inni, seinni bylgju og hraðaupphlaup. Sex á sex höfum við verið góðir, en þegar það gengur ekki þá höfum við lent í veseni.“ „Ég held að við eigum inni í hraðaupphlaupum og annað að verða enn beittari.“ Snorri Steinn Guðjónsson tók við stjórnartaumunum hjá íslenska landsliðinu í sumar.Vísir/Diego Þá segir Janus að þessi hraði bolti sem Snorri vill spila eigi alveg örugglega eftir að koma sér vel á móti þjóðunum sem munu leika með Íslandi í riðli á EM í janúar. Ísland verður með Ungverjalandi, Serbíu og Svartfjallalandi í riðli og allt eru þetta þjóðir sem oft og tíðum stilla upp stóru og þungu liði sem líður best í uppstilltum varnarleik. Þá sé gott að eiga hraðaupphlaup og seinni bylgju uppi í erminni. „Klárlega. Þeir eru örugglega búnir að vera að drekka sósuna í jólafríinu og gætu verið vel lúnir. Þá er gott að við mætum ferskir,“ sagði Janus að lokum.
Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Ef ég skít á mig þá verð ég bara að sitja á bekknum“ Janus Daði Smárason, landsliðsmaður í handbolta, segir að Pick Szeged sé lið sem stefni á að berjast við þau bestu um sæti í úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu. 25. desember 2023 18:01 Yfirgefur Magdeburg í sumar: „Þeir vildu hafa mig áfram“ Janus Daði Smárason mun ganga til liðs við ungverska liðið Pick Szeged næsta sumar frá Evrópumeisturum Magdeburg. 25. desember 2023 12:46 Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
„Ef ég skít á mig þá verð ég bara að sitja á bekknum“ Janus Daði Smárason, landsliðsmaður í handbolta, segir að Pick Szeged sé lið sem stefni á að berjast við þau bestu um sæti í úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu. 25. desember 2023 18:01
Yfirgefur Magdeburg í sumar: „Þeir vildu hafa mig áfram“ Janus Daði Smárason mun ganga til liðs við ungverska liðið Pick Szeged næsta sumar frá Evrópumeisturum Magdeburg. 25. desember 2023 12:46