Á skötuvaktinni í þrjátíu ár: „Maður þekkir bara nánast alla sem koma“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 23. desember 2023 11:05 Jóhannes í Múlakaffi hefur staðið skötuvaktina í yfir þrjátíu ár. Ilmandi skata er ómissandi þáttur í jólahefð fjölmargra landsmanna á Þorláksmessu. Dagurinn er einn sá stærsti á veitingahúsinu Múlakaffi, en eigandi segir vinsældir skötunnar aukast með ári hverju. Sjálfur var hann mættur á vaktina klukkan þrjú í nótt til að undirbúa daginn og á von á fjölmörgum gestum á öllum aldri. Fyrstu skötugestirnir voru farnir að týnast inn á Múlakaffi fyrir klukkan ellefu í morgun. Þá var allt löngu klárt og ilmurinn farinn að berast um húsið, enda hafði Jóhannes Stefánsson, eigandi veitingahússins staðið vaktina ásamt starfsfólki frá því í nótt. Hann er þaulvalur enda búinn að standa vaktina þennan dag í þrjátíu ár. „Ég held ég hafi bara misst af einni þorláksmessu síðustu þrjátíu árin. Þetta eru fastir liðir í mínu lífi að standa yfir pottunum í tólf klukkutíma,“ segir Jóhannes í samtali við fréttastofu. Íslenskt og strangheiðarlegt. Gerist ekki betra, að sögn Jóhannesar. Vísir/Birgir Skatan á Múlakaffi er ómissandi þáttur í lífi margra og margir koma ár eftir ár. „Maður þekkir bara nánast alla sem koma. En svo kemur líka alltaf fullt af nýju fólki inn á hverju ári sem er mjög gleðilegt. Þó ótrúlegt megi virðast verður skatan verður vinsælli og vinsælli með hverju árinu.“ Þetta er svona stemningsmatur, alveg eins og með þorramatinn, það er stemning í kringum þetta. Góður íslenskur matur. „Við höfum bara haft það þannig hér í Múlanum, að hér er bara heit skata í boði. Hún passar öllum, er ekki of sterk en samt bragðgóð. Svo er þetta klassíska með, íslenskar rófur, mörfeiti og kartöflur. Svo erum við með ris alamand í desert og hrísgrjónagraut með rúsínum og kanil, þannig að þetta er alveg rammíslenskt hérna. Alveg mergjað“ Lyktin sé dásamleg og fari fljótt Sumir veigra sér við því að elda skötuna heima vegna lyktarinnar og þykir því öruggara að fara á veitingastað. Jóhannes hefur þó engar áhyggjur af lyktinni, sem hann segir dásamlega. „Lyktin er nú þannig hún fer ótrúlega fljótt. Þú finnur þennan góða skötuilm í byrjun en svo er þetta bara farið. Þegar allir mæta hér til vinnu á morgun er lítil skötulykt.“ Jóhannes segir daginn sérstakann að því leiti að fjölskyldur komi saman, fólk komi með börn, unglinga og aldraða foreldra sína með sér og eigi notalega stund fjarri jólastressinu. „Fólk situr ekki hér að sumbli í einhverri drykkju, þambandi bjór eitthvað frameftir. Hérna kemur fólk og borðar, stoppar mátulega stutt við og svo er það farið. Þannig það er ofsa gaman af þessu,“ segir Jóhannes Stefánsson, eigandi og veitingamaður á Múlakaffi. Matur Jól Veitingastaðir Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Sjá meira
Fyrstu skötugestirnir voru farnir að týnast inn á Múlakaffi fyrir klukkan ellefu í morgun. Þá var allt löngu klárt og ilmurinn farinn að berast um húsið, enda hafði Jóhannes Stefánsson, eigandi veitingahússins staðið vaktina ásamt starfsfólki frá því í nótt. Hann er þaulvalur enda búinn að standa vaktina þennan dag í þrjátíu ár. „Ég held ég hafi bara misst af einni þorláksmessu síðustu þrjátíu árin. Þetta eru fastir liðir í mínu lífi að standa yfir pottunum í tólf klukkutíma,“ segir Jóhannes í samtali við fréttastofu. Íslenskt og strangheiðarlegt. Gerist ekki betra, að sögn Jóhannesar. Vísir/Birgir Skatan á Múlakaffi er ómissandi þáttur í lífi margra og margir koma ár eftir ár. „Maður þekkir bara nánast alla sem koma. En svo kemur líka alltaf fullt af nýju fólki inn á hverju ári sem er mjög gleðilegt. Þó ótrúlegt megi virðast verður skatan verður vinsælli og vinsælli með hverju árinu.“ Þetta er svona stemningsmatur, alveg eins og með þorramatinn, það er stemning í kringum þetta. Góður íslenskur matur. „Við höfum bara haft það þannig hér í Múlanum, að hér er bara heit skata í boði. Hún passar öllum, er ekki of sterk en samt bragðgóð. Svo er þetta klassíska með, íslenskar rófur, mörfeiti og kartöflur. Svo erum við með ris alamand í desert og hrísgrjónagraut með rúsínum og kanil, þannig að þetta er alveg rammíslenskt hérna. Alveg mergjað“ Lyktin sé dásamleg og fari fljótt Sumir veigra sér við því að elda skötuna heima vegna lyktarinnar og þykir því öruggara að fara á veitingastað. Jóhannes hefur þó engar áhyggjur af lyktinni, sem hann segir dásamlega. „Lyktin er nú þannig hún fer ótrúlega fljótt. Þú finnur þennan góða skötuilm í byrjun en svo er þetta bara farið. Þegar allir mæta hér til vinnu á morgun er lítil skötulykt.“ Jóhannes segir daginn sérstakann að því leiti að fjölskyldur komi saman, fólk komi með börn, unglinga og aldraða foreldra sína með sér og eigi notalega stund fjarri jólastressinu. „Fólk situr ekki hér að sumbli í einhverri drykkju, þambandi bjór eitthvað frameftir. Hérna kemur fólk og borðar, stoppar mátulega stutt við og svo er það farið. Þannig það er ofsa gaman af þessu,“ segir Jóhannes Stefánsson, eigandi og veitingamaður á Múlakaffi.
Matur Jól Veitingastaðir Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Sjá meira