„Það rýmdi enginn Reykjahlíð á sínum tíma“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. desember 2023 22:08 Þorvaldur Þórðarson er prófessor í eldfjallafræði. Vísir/Arnar Prófessor í eldfjallafræði segir það góða ákvörðun að leyfa Grindvíkingum að gista í bænum, nú þegar gosvirkni virðist hafa færst annað. Hann segir líkur á gosi fara vaxandi með auknu landrisi og telur tvær vikur í að það nái sömu hæð og það náði fyrir síðasta gos. Líkur á öðru eldgosi á Reykjanesskaga fara vaxandi að mati sérfræðinga Veðurstofunnar. Líklegasta upptakasvæði fyrir eldgos er á milli Stóra-Skógsfells og Hagafells. Stöðugt landris mælist við Svartsengi og hefur gert það síðan á mánudag. Búist er við því að gos geti hafist með litlum fyrirvara, þegar tekur að draga úr hraða landrissins. Ef land heldur áfram að rísa við Svartsengi má búast við „einhverjum atburðum“ þegar landrisið nær sömu hæð og var fyrir eldgos síðastliðinn mánudag. Þetta segir Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði, „Miðað við þennan hraða þá myndi þetta ná þeirri hæð á svona tíu dögum til tveimur vikum,“ segir Þorvaldur. Treystir sér til að gista í Grindavík Frá og með morgundeginum mega Grindvíkingar vera í bænum að næturlagi, en það hefur þeim ekki verið heimilt frá því bærinn var rýmdur 10. nóvember. Nú hefur lögreglustjórinn á Suðurnesjum heimilað það, á grundvelli uppfærðs hættumats Veðurstofunnar. „Ég held að það sé bara góð ákvörðum að mörgu leyti, vegna þess að það er lægð í virkninni og þegar við erum með litla virkni þá á hættustigið að minnka. Við erum með litakóða til þess að gefa til kynna hver hættan er. Ef atburður hagar sér þannig að hættan sé að aukast, þá er bara að hækka hættustigið aftur,“ segir Þorvaldur. Mikilvægast sé að skýra stöðuna vel út fyrir Grindvíkingum og öðrum landsmönnum. Aðspurður segist Þorvaldur sjálfur treysta sér til að gista í Grindavík í nótt. „Virknin virðist hafa færst að mestu leyti norðurfyrir á milli Hagafells og Sýlingafells, eða Stóra-Skógfells. Ef maður horfir aftur í tímann, eins og margir hafa verið að gera, aftur í Kröfluelda, þá er þetta nú kannski svipað. Vegalengdirnar eru kannski ekkert ólíkar, frá byggðu bóli og að þeim stað þar sem virknin er,“ segir Þorvaldur. „Og það rýmdi enginn Reykjahlíð á sínum tíma.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Hætta við að stefna ríkinu í Grindavíkurmáli Grindvíkingar sem hugðust stefna íslenska ríkinu vegna lokana í Grindavík eru hættir við. Lögmaðurinn sem þeir höfðu leitað til vegna málsins kveðst ekki vita ástæðuna að baki ákvörðun þeirra. 22. desember 2023 20:57 Myndi treysta sér til að gista sjálfur í Grindavík Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segist sjálfur myndu treysta sér til að gista í Grindavík, en hann hefur heimilað íbúum bæjarins að dvelja þar allan sólarhringinn frá og með morgundeginum. Hann segist skilja mætavel áhyggjur björgunarsveita, sem óskuðu eftir því að vera leystar undan daglegri viðveru í og við bæinn í dag. 22. desember 2023 19:59 Jól í Grindavík eftir allt saman Frá og með Þorláksmessu mega Grindvíkingar fara inn í bæinn allan sólarhringinn og jafnvel sofa þar. Því verða jól í Grindavík eftir allt saman, allavega hjá þeim Grindvíkingum sem það vilja. 22. desember 2023 16:12 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Rigning í kortunum Veður Fleiri fréttir Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Sjá meira
Líkur á öðru eldgosi á Reykjanesskaga fara vaxandi að mati sérfræðinga Veðurstofunnar. Líklegasta upptakasvæði fyrir eldgos er á milli Stóra-Skógsfells og Hagafells. Stöðugt landris mælist við Svartsengi og hefur gert það síðan á mánudag. Búist er við því að gos geti hafist með litlum fyrirvara, þegar tekur að draga úr hraða landrissins. Ef land heldur áfram að rísa við Svartsengi má búast við „einhverjum atburðum“ þegar landrisið nær sömu hæð og var fyrir eldgos síðastliðinn mánudag. Þetta segir Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði, „Miðað við þennan hraða þá myndi þetta ná þeirri hæð á svona tíu dögum til tveimur vikum,“ segir Þorvaldur. Treystir sér til að gista í Grindavík Frá og með morgundeginum mega Grindvíkingar vera í bænum að næturlagi, en það hefur þeim ekki verið heimilt frá því bærinn var rýmdur 10. nóvember. Nú hefur lögreglustjórinn á Suðurnesjum heimilað það, á grundvelli uppfærðs hættumats Veðurstofunnar. „Ég held að það sé bara góð ákvörðum að mörgu leyti, vegna þess að það er lægð í virkninni og þegar við erum með litla virkni þá á hættustigið að minnka. Við erum með litakóða til þess að gefa til kynna hver hættan er. Ef atburður hagar sér þannig að hættan sé að aukast, þá er bara að hækka hættustigið aftur,“ segir Þorvaldur. Mikilvægast sé að skýra stöðuna vel út fyrir Grindvíkingum og öðrum landsmönnum. Aðspurður segist Þorvaldur sjálfur treysta sér til að gista í Grindavík í nótt. „Virknin virðist hafa færst að mestu leyti norðurfyrir á milli Hagafells og Sýlingafells, eða Stóra-Skógfells. Ef maður horfir aftur í tímann, eins og margir hafa verið að gera, aftur í Kröfluelda, þá er þetta nú kannski svipað. Vegalengdirnar eru kannski ekkert ólíkar, frá byggðu bóli og að þeim stað þar sem virknin er,“ segir Þorvaldur. „Og það rýmdi enginn Reykjahlíð á sínum tíma.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Hætta við að stefna ríkinu í Grindavíkurmáli Grindvíkingar sem hugðust stefna íslenska ríkinu vegna lokana í Grindavík eru hættir við. Lögmaðurinn sem þeir höfðu leitað til vegna málsins kveðst ekki vita ástæðuna að baki ákvörðun þeirra. 22. desember 2023 20:57 Myndi treysta sér til að gista sjálfur í Grindavík Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segist sjálfur myndu treysta sér til að gista í Grindavík, en hann hefur heimilað íbúum bæjarins að dvelja þar allan sólarhringinn frá og með morgundeginum. Hann segist skilja mætavel áhyggjur björgunarsveita, sem óskuðu eftir því að vera leystar undan daglegri viðveru í og við bæinn í dag. 22. desember 2023 19:59 Jól í Grindavík eftir allt saman Frá og með Þorláksmessu mega Grindvíkingar fara inn í bæinn allan sólarhringinn og jafnvel sofa þar. Því verða jól í Grindavík eftir allt saman, allavega hjá þeim Grindvíkingum sem það vilja. 22. desember 2023 16:12 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Rigning í kortunum Veður Fleiri fréttir Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Sjá meira
Hætta við að stefna ríkinu í Grindavíkurmáli Grindvíkingar sem hugðust stefna íslenska ríkinu vegna lokana í Grindavík eru hættir við. Lögmaðurinn sem þeir höfðu leitað til vegna málsins kveðst ekki vita ástæðuna að baki ákvörðun þeirra. 22. desember 2023 20:57
Myndi treysta sér til að gista sjálfur í Grindavík Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segist sjálfur myndu treysta sér til að gista í Grindavík, en hann hefur heimilað íbúum bæjarins að dvelja þar allan sólarhringinn frá og með morgundeginum. Hann segist skilja mætavel áhyggjur björgunarsveita, sem óskuðu eftir því að vera leystar undan daglegri viðveru í og við bæinn í dag. 22. desember 2023 19:59
Jól í Grindavík eftir allt saman Frá og með Þorláksmessu mega Grindvíkingar fara inn í bæinn allan sólarhringinn og jafnvel sofa þar. Því verða jól í Grindavík eftir allt saman, allavega hjá þeim Grindvíkingum sem það vilja. 22. desember 2023 16:12