Setja takmarkanir á kínversk leikjafyrirtæki Samúel Karl Ólason skrifar 22. desember 2023 16:53 Kínverskir töluvleikjaspilarar eru sagðir hafa kvartað yfir því hvernig fyrirtæki reyna að kreista fé úr þeim og hvernig þeir sem eyða peningum í tölvuleikjum, njóta yfirburða. EPA/ALEX PLAVEVSKI Yfirvöld í Kína tilkynntu í dag nýjar reglur sem eiga að draga úr eyðslu bæði tíma og peninga í tölvuleiki. Kína er stærsti leikjamarkaður heims og virði leikjafyrirtækja þar hríðféll eftir yfirlýsinguna. Samkvæmt frétt Reuters fylgja reglunum takmarkanir á því hve miklu fólk má eyða í netleiki en takmarkið er ekki ljóst enn. Ekki má lengur verðlauna spilara fyrir að spila leikinn á degi hverjum eða fyrir að kaupa muni inn í leiknum sjálfum í fyrsta sinn, svo eitthvað sé nefnt. Yfirlýsingin hafði gífurleg áhrif á fjárfesta. Virði tveggja stærstu leikjafyrirtækja Kína lækkaði til að mynda um nærri því áttatíu milljarða dala. Virði Tencent Holdings hafði lækkað um sextán prósent á einum tímapunkti og virði NetEase um fjórðung. Á undanförnum árum hafa yfirvöld í Kína skilgreint tölvuleiki sem rafræn fíkniefni og hefur börnum verið bannað að spila leiki meira en þrjá tíma á viku. Sjá einnig: Börnum bannað að spila meira en þrjá tíma í viku í Kína Einn viðmælandi fréttaveitunnar segir að það séu í raun ekki reglurnar sjálfar sem séu vandamálið, heldur sú pólitíska óvissa sem fylgi því að starfa í Kína. Fjárfestar og forsvarsmenn leikjafyrirtækja höfðu búist við að þessi áhætta væri liðin hjá og þetta hafi komið niður á jákvæðni fólks. Annar sagði að reglurnar myndu hafa áhrif á daglegan fjölda spilara og á tekjur leikjaframleiðenda. Þeir gætu neyðst til að gera umfangsmiklar breytingar á leikjum sínum. Í frétt CGTN, sem er í eigu kínverska ríkisins, segir að kínverskir tölvuleikjaspilarar hafi lengi kvartað yfir því hvernig leikjaframleiðendur reyna að kreista fé úr þeim og hvernig þeir sem eyða peningum í leikjum fá yfirburði gegn þeim sem gera það ekki. Kína Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Samkvæmt frétt Reuters fylgja reglunum takmarkanir á því hve miklu fólk má eyða í netleiki en takmarkið er ekki ljóst enn. Ekki má lengur verðlauna spilara fyrir að spila leikinn á degi hverjum eða fyrir að kaupa muni inn í leiknum sjálfum í fyrsta sinn, svo eitthvað sé nefnt. Yfirlýsingin hafði gífurleg áhrif á fjárfesta. Virði tveggja stærstu leikjafyrirtækja Kína lækkaði til að mynda um nærri því áttatíu milljarða dala. Virði Tencent Holdings hafði lækkað um sextán prósent á einum tímapunkti og virði NetEase um fjórðung. Á undanförnum árum hafa yfirvöld í Kína skilgreint tölvuleiki sem rafræn fíkniefni og hefur börnum verið bannað að spila leiki meira en þrjá tíma á viku. Sjá einnig: Börnum bannað að spila meira en þrjá tíma í viku í Kína Einn viðmælandi fréttaveitunnar segir að það séu í raun ekki reglurnar sjálfar sem séu vandamálið, heldur sú pólitíska óvissa sem fylgi því að starfa í Kína. Fjárfestar og forsvarsmenn leikjafyrirtækja höfðu búist við að þessi áhætta væri liðin hjá og þetta hafi komið niður á jákvæðni fólks. Annar sagði að reglurnar myndu hafa áhrif á daglegan fjölda spilara og á tekjur leikjaframleiðenda. Þeir gætu neyðst til að gera umfangsmiklar breytingar á leikjum sínum. Í frétt CGTN, sem er í eigu kínverska ríkisins, segir að kínverskir tölvuleikjaspilarar hafi lengi kvartað yfir því hvernig leikjaframleiðendur reyna að kreista fé úr þeim og hvernig þeir sem eyða peningum í leikjum fá yfirburði gegn þeim sem gera það ekki.
Kína Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira