Bergkamp á tvö af tíu bestu mörkum allra tíma: Maradona og Messi efstir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2023 12:00 Dennis Bergkamp fagnar hér einu af mörkum sínum með Arsenal. Getty/Mark Leech Breska GQ blaðið hefur valið tuttugu bestu fótboltamörk allra tíma með hjálp frá fótboltasérfræðingum. Ein kona kemst á topp tíu listann en þar eru aftur á móti tvö mörk frá Hollendingum Dennis Bergkamp. Argentínskir snillingar skoruðu bestu mörk allra tíma. Besta mark allra tíma kemur eflaust fáum á óvart en það er mark Argentínumannsins Diego Maradona á móti Englendingum í átta liða úrslitum á HM í Mexíkó 1986. Maradona sólaði sig þá í gegnum alla ensku vörnina frá miðju og tryggði sínu liði sigurinn. Næstbesta markið skoraði landi hans Lionel Messi fyrir Barcelona á móti Getafe í spænsku deildinni í apríl 2007. Hann var þá bara tvítugur en lék sér að varnarmönnum Getafe með ótrúlegri boltatækni. Líkt og Maradona þá fékk hann boltann fyrir aftan miðju en sólaði sig alla leið upp völlinn og framhjá markverðinum áður en hann sendi boltann í markið. View this post on Instagram A post shared by British GQ (@britishgq) Þriðja flottasta markið hefur lengi verið í hávegum haft en það skoraði Hollendingurinn Marco van Basten með viðstöðulausu skoti upp í fjærhornið í úrslitaleik Evrópumótsins 1988. Van Basten teiknaði þá boltann yfir hinn frábæra sovéska markvörð Rinat Dasayev. Stórbrotið sigurmark Zinedine Zidane fyrir Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2002 er í fjórða sætinu en Frakkinn tók þá boltann viðstöðulaust á lofti og hamraði hann í markið. Dennis Bergkamp á tvö mörk á topp tíu listanum. Hann er í fimmta sætinu með markið sitt fyrir hollenska landsliðið á móti Argentínu á HM 1998 þar sem hann tók við langri sendingu á stórkostlegan hátt en eins á Bergkamp einnig markið í sjöunda sæti sem hann skoraði fyrir Arsenal á móti Newcastle. Bergkamp snéri þá boltanum í kringum varnarmann um leið og hann snéri sér að markinu. Inn á milli marka Bergkamp er eina konan á topp tíu listanum en þar situr hin enska Alessia Russo. Hún skoraði þá með hælnum á móti Svíum í undanúrslitum á EM kvenna sumarið 2022. Hin þrjú mörkin á topp tíu skoruðu Papiss Cissé (Newcastle á móti Chelsea 2012), Zlatan Ibrahimović (Svíþjóð á móti Englandi 2012) og Paul Gascoigne (England á móti Skotlandi á EM 1996). Elsta markið á topp tuttugu listanum er mark Brasilíumannsins Carlos Alberto í úrslitaleik HM 1970 og það yngsta er svo mark Alessia Russo, sem hún skoraði í júlí 2022. Það má sjá greinina um tuttugu flottustu mörkin með því að smella hér. Fótbolti Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti Fleiri fréttir Fráfall Frans páfa boðar mjög gott fyrir Arsenal Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Sjá meira
Ein kona kemst á topp tíu listann en þar eru aftur á móti tvö mörk frá Hollendingum Dennis Bergkamp. Argentínskir snillingar skoruðu bestu mörk allra tíma. Besta mark allra tíma kemur eflaust fáum á óvart en það er mark Argentínumannsins Diego Maradona á móti Englendingum í átta liða úrslitum á HM í Mexíkó 1986. Maradona sólaði sig þá í gegnum alla ensku vörnina frá miðju og tryggði sínu liði sigurinn. Næstbesta markið skoraði landi hans Lionel Messi fyrir Barcelona á móti Getafe í spænsku deildinni í apríl 2007. Hann var þá bara tvítugur en lék sér að varnarmönnum Getafe með ótrúlegri boltatækni. Líkt og Maradona þá fékk hann boltann fyrir aftan miðju en sólaði sig alla leið upp völlinn og framhjá markverðinum áður en hann sendi boltann í markið. View this post on Instagram A post shared by British GQ (@britishgq) Þriðja flottasta markið hefur lengi verið í hávegum haft en það skoraði Hollendingurinn Marco van Basten með viðstöðulausu skoti upp í fjærhornið í úrslitaleik Evrópumótsins 1988. Van Basten teiknaði þá boltann yfir hinn frábæra sovéska markvörð Rinat Dasayev. Stórbrotið sigurmark Zinedine Zidane fyrir Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2002 er í fjórða sætinu en Frakkinn tók þá boltann viðstöðulaust á lofti og hamraði hann í markið. Dennis Bergkamp á tvö mörk á topp tíu listanum. Hann er í fimmta sætinu með markið sitt fyrir hollenska landsliðið á móti Argentínu á HM 1998 þar sem hann tók við langri sendingu á stórkostlegan hátt en eins á Bergkamp einnig markið í sjöunda sæti sem hann skoraði fyrir Arsenal á móti Newcastle. Bergkamp snéri þá boltanum í kringum varnarmann um leið og hann snéri sér að markinu. Inn á milli marka Bergkamp er eina konan á topp tíu listanum en þar situr hin enska Alessia Russo. Hún skoraði þá með hælnum á móti Svíum í undanúrslitum á EM kvenna sumarið 2022. Hin þrjú mörkin á topp tíu skoruðu Papiss Cissé (Newcastle á móti Chelsea 2012), Zlatan Ibrahimović (Svíþjóð á móti Englandi 2012) og Paul Gascoigne (England á móti Skotlandi á EM 1996). Elsta markið á topp tuttugu listanum er mark Brasilíumannsins Carlos Alberto í úrslitaleik HM 1970 og það yngsta er svo mark Alessia Russo, sem hún skoraði í júlí 2022. Það má sjá greinina um tuttugu flottustu mörkin með því að smella hér.
Fótbolti Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti Fleiri fréttir Fráfall Frans páfa boðar mjög gott fyrir Arsenal Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Sjá meira