Svekkt að missa af eldgosinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. desember 2023 16:15 Guadalupe Megías starfar fyrir spænska ríkissjónvarpið. Vísir/ArnarHalldórs Guadalupe Megías, fréttamaður spænska ríkissjónvarpsins, kom til Íslands í gær til að flytja fréttir af eldgosinu við Grindavík. Innan við sólarhring síðar er gosinu lokið. Upplýsingafundur var haldinn í morgun fyrir erlenda fjölmiðla í Hafnarfirði. Fáir sóttu fundinn en nokkur fjöldi fjölmiðlafólks er þó kominn hingað til Íslands vegna eldgossins. Megías kom til Íslands í gær en hefur ekki enn borið gosið augum. Ólíklegt er að verði að því nema gos hefjist á ný. Hraunið séð úr þyrlu Landhelgisgæslunnar síðdegis í dag.Vísir/RAX „Við reyndum seinni partinn í gær en ferðinni var frestað. Til stendur að reyna aftur í dag en það bendir allt til þess að það sé lítið að sjá,“ segir Megías. Hún hafði þá fengið fregnir af því að gosinu væri lokið. Hópurinn skoðaði Grindavík í morgun. „Við sáum stóru sprunguna og maður skilur hættuna sem hefur verið fyrir hendi fyrir íbúa bæjarins,“ segir Megías. Hún segist hafa orðið fyrir vonbrigðum að missa af gosinu. Hún hafi fjallað um eldgosið á La Palma árið 2021. „Ég var þar í marga daga og það var mikið sjónarspil. Bæði var atburðurinn mjög áhugaverður en afleiðingarnar um leið hrikalegar.“ Þau keyptu miða aðra leið með það fyrir augum að fjalla um eldgosið í nokkra daga. Nú stefnir í að hún haldi aftur til Spánar á laugardaginn, fyrir jólin. Hún segir áhugann hafa verið mikinn í byrjun þegar vísbendingar voru um eldgos í nóvember. „Já, áhuginn var mikill. Kollegi minn var hérna í nóvember þegar fyrstu merki um eldgosið sáust. Áhuginn á eldgosum hefur verið mikill síðan gaus á La Palma. Svo munum við eftir eldgosinu 2010 (í Eyjafjallajökli). Við hugsuðum að kannski yrði þetta jafnstórt og því ákváðum við að koma hingað.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Fjölmiðlar Grindavík Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Upplýsingafundur var haldinn í morgun fyrir erlenda fjölmiðla í Hafnarfirði. Fáir sóttu fundinn en nokkur fjöldi fjölmiðlafólks er þó kominn hingað til Íslands vegna eldgossins. Megías kom til Íslands í gær en hefur ekki enn borið gosið augum. Ólíklegt er að verði að því nema gos hefjist á ný. Hraunið séð úr þyrlu Landhelgisgæslunnar síðdegis í dag.Vísir/RAX „Við reyndum seinni partinn í gær en ferðinni var frestað. Til stendur að reyna aftur í dag en það bendir allt til þess að það sé lítið að sjá,“ segir Megías. Hún hafði þá fengið fregnir af því að gosinu væri lokið. Hópurinn skoðaði Grindavík í morgun. „Við sáum stóru sprunguna og maður skilur hættuna sem hefur verið fyrir hendi fyrir íbúa bæjarins,“ segir Megías. Hún segist hafa orðið fyrir vonbrigðum að missa af gosinu. Hún hafi fjallað um eldgosið á La Palma árið 2021. „Ég var þar í marga daga og það var mikið sjónarspil. Bæði var atburðurinn mjög áhugaverður en afleiðingarnar um leið hrikalegar.“ Þau keyptu miða aðra leið með það fyrir augum að fjalla um eldgosið í nokkra daga. Nú stefnir í að hún haldi aftur til Spánar á laugardaginn, fyrir jólin. Hún segir áhugann hafa verið mikinn í byrjun þegar vísbendingar voru um eldgos í nóvember. „Já, áhuginn var mikill. Kollegi minn var hérna í nóvember þegar fyrstu merki um eldgosið sáust. Áhuginn á eldgosum hefur verið mikill síðan gaus á La Palma. Svo munum við eftir eldgosinu 2010 (í Eyjafjallajökli). Við hugsuðum að kannski yrði þetta jafnstórt og því ákváðum við að koma hingað.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Fjölmiðlar Grindavík Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira