Svekkt að missa af eldgosinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. desember 2023 16:15 Guadalupe Megías starfar fyrir spænska ríkissjónvarpið. Vísir/ArnarHalldórs Guadalupe Megías, fréttamaður spænska ríkissjónvarpsins, kom til Íslands í gær til að flytja fréttir af eldgosinu við Grindavík. Innan við sólarhring síðar er gosinu lokið. Upplýsingafundur var haldinn í morgun fyrir erlenda fjölmiðla í Hafnarfirði. Fáir sóttu fundinn en nokkur fjöldi fjölmiðlafólks er þó kominn hingað til Íslands vegna eldgossins. Megías kom til Íslands í gær en hefur ekki enn borið gosið augum. Ólíklegt er að verði að því nema gos hefjist á ný. Hraunið séð úr þyrlu Landhelgisgæslunnar síðdegis í dag.Vísir/RAX „Við reyndum seinni partinn í gær en ferðinni var frestað. Til stendur að reyna aftur í dag en það bendir allt til þess að það sé lítið að sjá,“ segir Megías. Hún hafði þá fengið fregnir af því að gosinu væri lokið. Hópurinn skoðaði Grindavík í morgun. „Við sáum stóru sprunguna og maður skilur hættuna sem hefur verið fyrir hendi fyrir íbúa bæjarins,“ segir Megías. Hún segist hafa orðið fyrir vonbrigðum að missa af gosinu. Hún hafi fjallað um eldgosið á La Palma árið 2021. „Ég var þar í marga daga og það var mikið sjónarspil. Bæði var atburðurinn mjög áhugaverður en afleiðingarnar um leið hrikalegar.“ Þau keyptu miða aðra leið með það fyrir augum að fjalla um eldgosið í nokkra daga. Nú stefnir í að hún haldi aftur til Spánar á laugardaginn, fyrir jólin. Hún segir áhugann hafa verið mikinn í byrjun þegar vísbendingar voru um eldgos í nóvember. „Já, áhuginn var mikill. Kollegi minn var hérna í nóvember þegar fyrstu merki um eldgosið sáust. Áhuginn á eldgosum hefur verið mikill síðan gaus á La Palma. Svo munum við eftir eldgosinu 2010 (í Eyjafjallajökli). Við hugsuðum að kannski yrði þetta jafnstórt og því ákváðum við að koma hingað.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Fjölmiðlar Grindavík Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fleiri fréttir Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Sjá meira
Upplýsingafundur var haldinn í morgun fyrir erlenda fjölmiðla í Hafnarfirði. Fáir sóttu fundinn en nokkur fjöldi fjölmiðlafólks er þó kominn hingað til Íslands vegna eldgossins. Megías kom til Íslands í gær en hefur ekki enn borið gosið augum. Ólíklegt er að verði að því nema gos hefjist á ný. Hraunið séð úr þyrlu Landhelgisgæslunnar síðdegis í dag.Vísir/RAX „Við reyndum seinni partinn í gær en ferðinni var frestað. Til stendur að reyna aftur í dag en það bendir allt til þess að það sé lítið að sjá,“ segir Megías. Hún hafði þá fengið fregnir af því að gosinu væri lokið. Hópurinn skoðaði Grindavík í morgun. „Við sáum stóru sprunguna og maður skilur hættuna sem hefur verið fyrir hendi fyrir íbúa bæjarins,“ segir Megías. Hún segist hafa orðið fyrir vonbrigðum að missa af gosinu. Hún hafi fjallað um eldgosið á La Palma árið 2021. „Ég var þar í marga daga og það var mikið sjónarspil. Bæði var atburðurinn mjög áhugaverður en afleiðingarnar um leið hrikalegar.“ Þau keyptu miða aðra leið með það fyrir augum að fjalla um eldgosið í nokkra daga. Nú stefnir í að hún haldi aftur til Spánar á laugardaginn, fyrir jólin. Hún segir áhugann hafa verið mikinn í byrjun þegar vísbendingar voru um eldgos í nóvember. „Já, áhuginn var mikill. Kollegi minn var hérna í nóvember þegar fyrstu merki um eldgosið sáust. Áhuginn á eldgosum hefur verið mikill síðan gaus á La Palma. Svo munum við eftir eldgosinu 2010 (í Eyjafjallajökli). Við hugsuðum að kannski yrði þetta jafnstórt og því ákváðum við að koma hingað.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Fjölmiðlar Grindavík Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fleiri fréttir Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Sjá meira