Pissar í flösku og fær ekki aukaáklæði á hjólastólinn Árni Sæberg skrifar 21. desember 2023 16:52 Maðurinn notar rafmagnshjólastól. Myndin tengist fréttinni ekki beint. 24K-Production/Getty Karlmaður sem notar hjólastól fær ekki þriðja áklæðið á sessu hjólastólsins greitt af Sjúkratryggingum Íslands. Í kæru mannsins til úrskurðarnefndar velferðarmála segir að ástæðan fyrir aukaáklæði sé út frá hreinlætissjónarmiðum og sýkingarhættu en hann noti flösku til að kasta af sér þvagi en það gerist oft að það leki fram hjá og ofan í áklæðið. Af þessu myndist óþefur og aukin hætta á bakteríusýkingu. Því sé gott að eiga auka áklæði á sessuna í bakpokanum í þeim tilvikum. Í sjónarmiðum Sjúkratrygginga Íslands fyrir því að synja umsókn mannsins segir að það hafi verið gert á þeim grundvelli að þegar hefði verið samþykkt leyfilegt magn áklæða samkvæmt reglugerð um styrki vegna hjálpartækja. Tvö áklæði nóg Nýtt sérmótað sæti hafi verið samþykkt fyrir manninn í nóvember 2022 og með öllum samþykktum sætum fylgi áklæði og aukaáklæði. Í tölvupóstsamskiptum starfsmanns Sjúkratrygginga Íslands við sjúkraþjálfara mannins, dagsettum í febrúar 2023, hafi verið staðfest að maðurinn hafi fengið bæði áklæðin afhent. Samkvæmt reglugerðinni sé eingöngu heimilt að samþykkja eitt tæki af hverri gerð nema í undantekningartilvikum sem tilgreind séu í reglugerð. Vegna hreinlætissjónarmiða fylgi þó alltaf tvö áklæði með sætum í rafmagnshjólastóla þar sem nauðsynlegt sé að hafa áklæði til skiptanna. Það sama gildi til dæmis um snúningslök, samþykkt séu tvö lök, til að hægt sé að hafa til skiptanna. Í tilviki mannsins sé verið að sækja um þriðja áklæðið á sæti í hjólastól og sé það mat Sjúkratrygginga Íslands að þegar hafi verið samþykkt leyfilegt magn, auk þess að undanþága hafi þegar verið gerð frá meginreglunni um eitt hjálpartæki á hvern einstakling. Að öllu framangreindu virtu sé það mat Sjúkratrygginga að ekki sé heimilt að samþykkja þriðja áklæðið á sérmótað sæti mannsins. Ekki nauðsynlegt þó það kynni að koma sér vel fyrir hann Í niðurstöðu nefndarinnar segir að samkvæmt því sem fram kemur í gögnum málsins notist maðurinn við rafmagnhjólastól með sérsmíðuðu sæti og þegar hann kastar af sér þvagi lendi iðulega eitthvað í sessunni. Ljóst sé að þurfi að þvo og skipta um áklæðið nokkuð ört með tillit til hreinlætis. Því telji úrskurðarnefndin ljóst að maðurinn hafi þörf fyrir áklæði til skiptanna og hann hafi nú þegar fengið slíkt aukaáklæði. Úrskurðarnefndin fái hins vegar ekki ráðið að þriðja áklæðið sé manninum nauðsynlegt þrátt fyrir að það kynni að koma sér vel fyrir hann. Úrskurðarnefnd velferðarmála telji því að skilyrði fyrir greiðslu styrks til kaupa á viðbótaráklæði á sessu í rafmagnshjólastól séu ekki uppfyllt í tilviki mannsins. Með hliðsjón af framangreindu sé ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands, um að synja umsókn mannsins um styrk til kaupa á viðbótaráklæði á sessu í rafmagnshjólastól, staðfest. Málefni fatlaðs fólks Tryggingar Sjúkratryggingar Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Af þessu myndist óþefur og aukin hætta á bakteríusýkingu. Því sé gott að eiga auka áklæði á sessuna í bakpokanum í þeim tilvikum. Í sjónarmiðum Sjúkratrygginga Íslands fyrir því að synja umsókn mannsins segir að það hafi verið gert á þeim grundvelli að þegar hefði verið samþykkt leyfilegt magn áklæða samkvæmt reglugerð um styrki vegna hjálpartækja. Tvö áklæði nóg Nýtt sérmótað sæti hafi verið samþykkt fyrir manninn í nóvember 2022 og með öllum samþykktum sætum fylgi áklæði og aukaáklæði. Í tölvupóstsamskiptum starfsmanns Sjúkratrygginga Íslands við sjúkraþjálfara mannins, dagsettum í febrúar 2023, hafi verið staðfest að maðurinn hafi fengið bæði áklæðin afhent. Samkvæmt reglugerðinni sé eingöngu heimilt að samþykkja eitt tæki af hverri gerð nema í undantekningartilvikum sem tilgreind séu í reglugerð. Vegna hreinlætissjónarmiða fylgi þó alltaf tvö áklæði með sætum í rafmagnshjólastóla þar sem nauðsynlegt sé að hafa áklæði til skiptanna. Það sama gildi til dæmis um snúningslök, samþykkt séu tvö lök, til að hægt sé að hafa til skiptanna. Í tilviki mannsins sé verið að sækja um þriðja áklæðið á sæti í hjólastól og sé það mat Sjúkratrygginga Íslands að þegar hafi verið samþykkt leyfilegt magn, auk þess að undanþága hafi þegar verið gerð frá meginreglunni um eitt hjálpartæki á hvern einstakling. Að öllu framangreindu virtu sé það mat Sjúkratrygginga að ekki sé heimilt að samþykkja þriðja áklæðið á sérmótað sæti mannsins. Ekki nauðsynlegt þó það kynni að koma sér vel fyrir hann Í niðurstöðu nefndarinnar segir að samkvæmt því sem fram kemur í gögnum málsins notist maðurinn við rafmagnhjólastól með sérsmíðuðu sæti og þegar hann kastar af sér þvagi lendi iðulega eitthvað í sessunni. Ljóst sé að þurfi að þvo og skipta um áklæðið nokkuð ört með tillit til hreinlætis. Því telji úrskurðarnefndin ljóst að maðurinn hafi þörf fyrir áklæði til skiptanna og hann hafi nú þegar fengið slíkt aukaáklæði. Úrskurðarnefndin fái hins vegar ekki ráðið að þriðja áklæðið sé manninum nauðsynlegt þrátt fyrir að það kynni að koma sér vel fyrir hann. Úrskurðarnefnd velferðarmála telji því að skilyrði fyrir greiðslu styrks til kaupa á viðbótaráklæði á sessu í rafmagnshjólastól séu ekki uppfyllt í tilviki mannsins. Með hliðsjón af framangreindu sé ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands, um að synja umsókn mannsins um styrk til kaupa á viðbótaráklæði á sessu í rafmagnshjólastól, staðfest.
Málefni fatlaðs fólks Tryggingar Sjúkratryggingar Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira