Sparar sér hundruð þúsunda vegna tómlætis leigusala Árni Sæberg skrifar 22. desember 2023 09:00 Ekkert er gefið upp um það hvar íbúðin er. Vísir/Vilhelm Kærunefnd húsamála hefur fallist á kröfu leigutaka um viðurkenningu á því að honum beri ekki að greiða kröfu leigusala um vísitöluhækkun á leigu, sem var gerð tæpum níu mánuðum eftir að leigutíma lauk. Í úrskurði kærunefndarinnar segir að aðilar málsins hafi gert með sér tímabundinn leigusamning frá 15. febrúar 2020 til 28. febrúar 2021 um leigu leigutaka á íbúð í eigu leigusala. Að umsömdum leigutíma loknum hafi aðilar haldið leigusambandi sínu áfram á grundelli hans til 10. október 2022. Ágreiningur hafi staðið um heimild leigusala, sem er ótilgreint hlutafélag, til að krefja leigutaka um vísitöluhækkun á leigu aftur í tímann. Fékk reikning upp á 299 þúsund átta og hálfum mánuði seinna Í úrskurðinum segir að að leigutakinn hafi kveðist hafa fengið reikning frá leigusalanum vegna vísitölubreytinga frá febrúar 2020 til september 2022, að fjárhæð 299.340 krónur, átta og hálfum mánuði eftir að hann flutti út úr hinni leigðu eign. Hann hafi krafist viðurkenningar á því að honum bæri ekki að greiða reikninginn. Leigusalinn hafi ekki látið málið til sín taka fyrir kærunefnd og því yrði við úrlausn málsins byggt á þeim sjónarmiðum og gögnum sem leigurakinn lagði fyrir nefndina. Samkvæmt þágildandi grein húsaleigulaga hafi aðilum verið frjálst að semja um fjárhæð húsaleigu og hvort og þá með hvaða hætti hún skyldi breytast á leigutímanum. Leigufjárhæðin skyldi þó jafnan vera sanngjörn og eðlileg í garð beggja aðila. Vildi greiða vísitöluhækkunina mánaðarlega Samkvæmt gögnum málsins hafi leigutaki mánaðarlega greitt 140 þúsund krónur í leigu inn á reikning leigusala. Samkvæmt leigusamningi aðila skyldi leigan breytast í samræmi við vísitölu neysluverðs, grunnvísitala 469,8, þó aldrei lægri en umsamin fjárhæð. Leigutími hafi hafist 15. febrúar 2020 og lokið 10. október 2022 samkvæmt gögnum málsins. Leigutaki hafi kveðið leigusalann hafa gert kröfu um vísitöluhækkun á leigugreiðslur sem inntar höfðu verið af hendi á leigutíma með bréfi dagsettu 6. júlí 2023, eða tæpum níu mánuðum eftir að leigutíma lauk. Í skýringum leigutaka, dagsettum 13. nóvember 2023, komi þó fram að eftir að leigutími hafði staðið yfir í eitt og hálft ár hafi leigutaki gert kröfu um vísitöluhækkun sem leigutaki hafi þá gert upp vegna þess tímabils. Leigutaki hafi í framhaldinu óskað eftir að leiga yrði innheimt með greiðsluseðlum með uppreiknaðri fjárhæð en leigusali ekki viljað verða við því þar sem slíkri þjónustu fylgi kostnaður. Þessu hefur leigusalinn ekki mótmælt. „Í þessu ljósi sem og því að krafa varnaraðila kom fram löngu eftir að leigutíma lauk telur nefndin að krafa hans sé niður fallin vegna tómlætis. Er því fallist á kröfu sóknaraðila.“ Leigumarkaður Húsnæðismál Stjórnsýsla Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Í úrskurði kærunefndarinnar segir að aðilar málsins hafi gert með sér tímabundinn leigusamning frá 15. febrúar 2020 til 28. febrúar 2021 um leigu leigutaka á íbúð í eigu leigusala. Að umsömdum leigutíma loknum hafi aðilar haldið leigusambandi sínu áfram á grundelli hans til 10. október 2022. Ágreiningur hafi staðið um heimild leigusala, sem er ótilgreint hlutafélag, til að krefja leigutaka um vísitöluhækkun á leigu aftur í tímann. Fékk reikning upp á 299 þúsund átta og hálfum mánuði seinna Í úrskurðinum segir að að leigutakinn hafi kveðist hafa fengið reikning frá leigusalanum vegna vísitölubreytinga frá febrúar 2020 til september 2022, að fjárhæð 299.340 krónur, átta og hálfum mánuði eftir að hann flutti út úr hinni leigðu eign. Hann hafi krafist viðurkenningar á því að honum bæri ekki að greiða reikninginn. Leigusalinn hafi ekki látið málið til sín taka fyrir kærunefnd og því yrði við úrlausn málsins byggt á þeim sjónarmiðum og gögnum sem leigurakinn lagði fyrir nefndina. Samkvæmt þágildandi grein húsaleigulaga hafi aðilum verið frjálst að semja um fjárhæð húsaleigu og hvort og þá með hvaða hætti hún skyldi breytast á leigutímanum. Leigufjárhæðin skyldi þó jafnan vera sanngjörn og eðlileg í garð beggja aðila. Vildi greiða vísitöluhækkunina mánaðarlega Samkvæmt gögnum málsins hafi leigutaki mánaðarlega greitt 140 þúsund krónur í leigu inn á reikning leigusala. Samkvæmt leigusamningi aðila skyldi leigan breytast í samræmi við vísitölu neysluverðs, grunnvísitala 469,8, þó aldrei lægri en umsamin fjárhæð. Leigutími hafi hafist 15. febrúar 2020 og lokið 10. október 2022 samkvæmt gögnum málsins. Leigutaki hafi kveðið leigusalann hafa gert kröfu um vísitöluhækkun á leigugreiðslur sem inntar höfðu verið af hendi á leigutíma með bréfi dagsettu 6. júlí 2023, eða tæpum níu mánuðum eftir að leigutíma lauk. Í skýringum leigutaka, dagsettum 13. nóvember 2023, komi þó fram að eftir að leigutími hafði staðið yfir í eitt og hálft ár hafi leigutaki gert kröfu um vísitöluhækkun sem leigutaki hafi þá gert upp vegna þess tímabils. Leigutaki hafi í framhaldinu óskað eftir að leiga yrði innheimt með greiðsluseðlum með uppreiknaðri fjárhæð en leigusali ekki viljað verða við því þar sem slíkri þjónustu fylgi kostnaður. Þessu hefur leigusalinn ekki mótmælt. „Í þessu ljósi sem og því að krafa varnaraðila kom fram löngu eftir að leigutíma lauk telur nefndin að krafa hans sé niður fallin vegna tómlætis. Er því fallist á kröfu sóknaraðila.“
Leigumarkaður Húsnæðismál Stjórnsýsla Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent