Ræddu samruna Warner og Paramount Samúel Karl Ólason skrifar 21. desember 2023 12:03 David Zaslav og Bob Bakish, æðstu yfirmenn Warner Bros. Discovery og Paramount. David Zaslav og Bob Bakish, æðstu yfirmenn Warner Bros. Discovery og Paramount funduðu í þessari viku um mögulegan samruna fyrirtækjanna tveggja. Forsvarsmenn Paramount vilja selja og forsvarsmenn Warner Bros leita að nýjum samruna. Engar formlegar viðræður eru sagðar hafa átt sér stað þótt forstjórarnir hafi talað um þetta sín í milli, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Bæði fyrirtækin eru taldir risar á sviði fjölmiðla og framleiðslu afþreyingarefnis en Warner á til að mynda CNN, TNT HBO og fleiri stöðvar auk streymisveitunnar Max. Paramount á samnefnt kvikmyndaframleiðendafyrirtæki og fjölda sjónvarpsstöðvar eins og MTV, Comedy Central og CBS, auk þess sem fyrirtækið rekur streymisveituna Paramount +. Forsvarsmenn móðurfélags Paramount, sem heitir National Amusements, hafa verið að ræða mögulega sölu á félaginu og hafa meðal annars rætt við forsvarsmenn Skydance Media og RedBird Capital um möguleg kaup. Zaslav hefur á sama tíma sagt opinberlega að hann hafi áhuga á mögulegum samningi við Paramount. Sameinað félag ætti auðveldara með að berjast gegn yfirráðum fyrirtækja eins og Netflix og Amazon á streymismarkaði og veita Warner aðgang að miklu íþróttaefni í Bandaríkjunum. Sjá einnig: Streymisstríðið tekur stakkaskiptum WSJ segir líklegt að samkeppnisyfirvöld myndu setja sig gegn samruna Warner og Paramount. Í frétt CNBC segir að forsvarsmenn Comcast, sem á meðal annars NBC Universal, gætu verið tilbúnir til viðræðna um samruna við Warner Bros. Discovery. Universal er stærra félag en Paramount svo yfirvöld gætu haft meiri áhyggjur af slíkum samruna en honum fylgdu þó ekki miklar skuldir Paramount. Warner Bros. Discovery er einnig hlaðið skuldum eftir samruna Warner Bros. og Discovery. Zaslav hefur sagt upp þúsundum starfsmanna á undanförnum átján mánuðum og hætt við fjölmörg verkefni til að spara peninga. Þar á meðal eru verkefni sem voru nánast tilbúin. Síðasti samruni af sambærilegri stærð, samruni Disney og hluta Fox, átti sér stað í stjórnartíð Donalds Trump. Ríkisstjórn Joe Biden hefur lagt mun meira púður í að sporna gegn stórum samrunum vestanhafs. Bandaríkin Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Viðskipti innlent Sækja á sjötta milljarð króna Viðskipti innlent Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Viðskipti innlent Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Viðskipti innlent Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent Drægnikvíðastillandi dreki sem byggir á fornri frægð Samstarf Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Engar formlegar viðræður eru sagðar hafa átt sér stað þótt forstjórarnir hafi talað um þetta sín í milli, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Bæði fyrirtækin eru taldir risar á sviði fjölmiðla og framleiðslu afþreyingarefnis en Warner á til að mynda CNN, TNT HBO og fleiri stöðvar auk streymisveitunnar Max. Paramount á samnefnt kvikmyndaframleiðendafyrirtæki og fjölda sjónvarpsstöðvar eins og MTV, Comedy Central og CBS, auk þess sem fyrirtækið rekur streymisveituna Paramount +. Forsvarsmenn móðurfélags Paramount, sem heitir National Amusements, hafa verið að ræða mögulega sölu á félaginu og hafa meðal annars rætt við forsvarsmenn Skydance Media og RedBird Capital um möguleg kaup. Zaslav hefur á sama tíma sagt opinberlega að hann hafi áhuga á mögulegum samningi við Paramount. Sameinað félag ætti auðveldara með að berjast gegn yfirráðum fyrirtækja eins og Netflix og Amazon á streymismarkaði og veita Warner aðgang að miklu íþróttaefni í Bandaríkjunum. Sjá einnig: Streymisstríðið tekur stakkaskiptum WSJ segir líklegt að samkeppnisyfirvöld myndu setja sig gegn samruna Warner og Paramount. Í frétt CNBC segir að forsvarsmenn Comcast, sem á meðal annars NBC Universal, gætu verið tilbúnir til viðræðna um samruna við Warner Bros. Discovery. Universal er stærra félag en Paramount svo yfirvöld gætu haft meiri áhyggjur af slíkum samruna en honum fylgdu þó ekki miklar skuldir Paramount. Warner Bros. Discovery er einnig hlaðið skuldum eftir samruna Warner Bros. og Discovery. Zaslav hefur sagt upp þúsundum starfsmanna á undanförnum átján mánuðum og hætt við fjölmörg verkefni til að spara peninga. Þar á meðal eru verkefni sem voru nánast tilbúin. Síðasti samruni af sambærilegri stærð, samruni Disney og hluta Fox, átti sér stað í stjórnartíð Donalds Trump. Ríkisstjórn Joe Biden hefur lagt mun meira púður í að sporna gegn stórum samrunum vestanhafs.
Bandaríkin Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Viðskipti innlent Sækja á sjötta milljarð króna Viðskipti innlent Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Viðskipti innlent Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Viðskipti innlent Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent Drægnikvíðastillandi dreki sem byggir á fornri frægð Samstarf Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira