Krefjast þess að Edda Björk verði dæmd í sautján mánaða fangelsi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. desember 2023 06:44 Edda Björk situr nú í gæsluvarðahaldi í Noregi. Vísir/Magnús Hlynur Ákæruvaldið í Noregi krefst þess að Edda Björk Arnardóttir verði dæmd í sautján mánaða fangelsi fyrir að hafa numið börn sín á brott frá Noregi. Þeir segja málið hafa verið föður barnanna afar þungbært. Frá þessu greinir Morgunblaðið en blaðamaður þess var viðstaddur meðferð málsins í Noregi. Haft er eftir saksóknaranum Lise Dalhaug að Edda Björk hefði dregið upp „glansmynd“ af lífi drengjanna á Íslandi sem stæðist ekki. Nám þeirra sæktist ekki jafn vel og hún vildi meina og þá töluðu drengirnir bjagaða íslensku. Edda hefði sagt börnum sínum hvað þeim bæri að segja og hvernig þeim bæri að svara spurningum. „Ef ræða á við börn um mál sem þetta þurfa þau að upplifa öryggi. Auðvitað segjast þau heldur vilja búa á Íslandi en í Noregi og að allt sé gott þrátt fyrir að lögreglu og barnaverndaryfirvöldum sé vel kunnugt um að það er ekki rétt,“ sagði Dalhaug fyrir dómi samkvæmt Morgunblaðinu. Lögmaður barnsföður Eddu sagði hana hafa sýnt yfirvöldum fullkomna óvirðingu og að þar sem drengjunum hefði verið komið fyrir á óþekktum stað á Íslandi væri ómögulegt að vita um líðan þeirra og ástand. Faðir drengjanna hefði þjáðst af svefntruflunum, martröðum og sjálfsvígshugsunum og verið í veikindaleyfi frá vinnu um langa hríð. Þá væri vitað að áhrif mála á borð við þetta á sálarlíf barna væru skelfileg og í mörgum tilvikum óafturkræf. „Ég hvet alla á Íslandi, sem vitneskju kunna að hafa um íverustað drengjanna, til að tilkynna lögreglu, eða Leifi Runólfssyni lögmanni, um þá vitneskju eða grunsemdir, nú er mikilvægast af öllu að hægt verði að hefjast handa sem fyrst við að koma þeim inn í samfélagið á ný,“ sagði lögmaður föðurins við blaðamann Morgunblaðsins. Verjandi Eddu sagði hana játa sök að hluta en að framganga hennar hefði byggt á áhyggjum hennar af velferð barna sinna. Neitaði hún því að sú mynd sem ákæruvaldið hefði dregið upp endurspeglaði líðan og stöðu drengjanna á Íslandi. Þeir þrifust vel, ættu vini og leggðu stund á knattspyrnu. Árs fangelsi væri hámarksrefsing í málinu. „Dómar í svipuðum málum hafa hér takmarkaða þýðingu þar sem ástæður og kringumstæður eru alltaf ólíkar frá máli til máls. Við höfum nú krafist þess að hún [Edda] verði látin laus svo hún geti farið heim og sinnt börnunum sínum. Við sjáum svo hvað setur þegar dómur fellur í málinu,“ sagði verjandi Eddu. Noregur Mál Eddu Bjarkar Börn og uppeldi Íslendingar erlendis Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Aðalstjórn segir málið þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma það Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Fleiri fréttir Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Aðalstjórn segir málið þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma það Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Tugir milljóna króna beint til formanns FH Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum Vinna hafin við stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Vinna við skrif stjórnarsáttmála hafin „Laun og kjör eru ekki það sama“ Tæknifólk skrifaði undir kjarasamning til fjögurra ára Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Flygildin hvorki á vegum Kínverja né geimvera „Bíðum í ofvæni eftir veðurspá næstu daga“ Áhöfn Þórs bjargaði hval sem festist í legufæri Kindurnar eru miklu skemmtilegri en sætir strákar Sjá meira
Frá þessu greinir Morgunblaðið en blaðamaður þess var viðstaddur meðferð málsins í Noregi. Haft er eftir saksóknaranum Lise Dalhaug að Edda Björk hefði dregið upp „glansmynd“ af lífi drengjanna á Íslandi sem stæðist ekki. Nám þeirra sæktist ekki jafn vel og hún vildi meina og þá töluðu drengirnir bjagaða íslensku. Edda hefði sagt börnum sínum hvað þeim bæri að segja og hvernig þeim bæri að svara spurningum. „Ef ræða á við börn um mál sem þetta þurfa þau að upplifa öryggi. Auðvitað segjast þau heldur vilja búa á Íslandi en í Noregi og að allt sé gott þrátt fyrir að lögreglu og barnaverndaryfirvöldum sé vel kunnugt um að það er ekki rétt,“ sagði Dalhaug fyrir dómi samkvæmt Morgunblaðinu. Lögmaður barnsföður Eddu sagði hana hafa sýnt yfirvöldum fullkomna óvirðingu og að þar sem drengjunum hefði verið komið fyrir á óþekktum stað á Íslandi væri ómögulegt að vita um líðan þeirra og ástand. Faðir drengjanna hefði þjáðst af svefntruflunum, martröðum og sjálfsvígshugsunum og verið í veikindaleyfi frá vinnu um langa hríð. Þá væri vitað að áhrif mála á borð við þetta á sálarlíf barna væru skelfileg og í mörgum tilvikum óafturkræf. „Ég hvet alla á Íslandi, sem vitneskju kunna að hafa um íverustað drengjanna, til að tilkynna lögreglu, eða Leifi Runólfssyni lögmanni, um þá vitneskju eða grunsemdir, nú er mikilvægast af öllu að hægt verði að hefjast handa sem fyrst við að koma þeim inn í samfélagið á ný,“ sagði lögmaður föðurins við blaðamann Morgunblaðsins. Verjandi Eddu sagði hana játa sök að hluta en að framganga hennar hefði byggt á áhyggjum hennar af velferð barna sinna. Neitaði hún því að sú mynd sem ákæruvaldið hefði dregið upp endurspeglaði líðan og stöðu drengjanna á Íslandi. Þeir þrifust vel, ættu vini og leggðu stund á knattspyrnu. Árs fangelsi væri hámarksrefsing í málinu. „Dómar í svipuðum málum hafa hér takmarkaða þýðingu þar sem ástæður og kringumstæður eru alltaf ólíkar frá máli til máls. Við höfum nú krafist þess að hún [Edda] verði látin laus svo hún geti farið heim og sinnt börnunum sínum. Við sjáum svo hvað setur þegar dómur fellur í málinu,“ sagði verjandi Eddu.
Noregur Mál Eddu Bjarkar Börn og uppeldi Íslendingar erlendis Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Aðalstjórn segir málið þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma það Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Fleiri fréttir Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Aðalstjórn segir málið þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma það Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Tugir milljóna króna beint til formanns FH Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum Vinna hafin við stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Vinna við skrif stjórnarsáttmála hafin „Laun og kjör eru ekki það sama“ Tæknifólk skrifaði undir kjarasamning til fjögurra ára Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Flygildin hvorki á vegum Kínverja né geimvera „Bíðum í ofvæni eftir veðurspá næstu daga“ Áhöfn Þórs bjargaði hval sem festist í legufæri Kindurnar eru miklu skemmtilegri en sætir strákar Sjá meira