Til hvers eru markmið? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar 20. desember 2023 11:01 Undanfarna daga og vikur hef ég lesið yfir umhverfismatsskýrslu Vegagerðinnar vegna færslu hringvegar um Mýrdal sem nú er í kynningu. Þar leggur Vegagerðin til leið norðan við Víkurþorp, svokallaðan valkost 4, vitandi það að sú leið komi ekki til greina hjá Mýrdalshreppi. Nýr láglendisvegur um Mýrdal með jarðgöngum í gegnum Reynisfjall er á aðalskipulagi Mýrdalshrepps. Áður lengra er haldið er fróðlegt að lesa yfir þá punkta sem Vegagerðin hefur í huga við val á fyrsta kosti. Þeir eru: Markmið framkvæmdarinnar og lögbundið hlutverk Vegagerðarinnar. Kröfur um vegtækni og umferðaröryggi samkvæmt vegahandbók og norskum leiðbeiningum um jarðgangagerð. Umhverfis- og samfélagssjónarmið. Stefnumörkun í aðalskipulagi Mýrdalshrepps og samgönguáætlun. Kostnaður. Þegar litið er í matsáætlun Vegagerðarinnar frá árinu 2021 kemur meðal annars fram „að ein megin forsenda framkvæmdarinnar sé að gera veginn að greiðfærum láglendisvegi“. Þar er jafnframt sagt svo frá að „stefnt er að því að vegurinn verði greiðfær og öruggur láglendisvegur“ Þá er einnig gott að minna sig á þau markmið sem Vegagerðin setur fram vegna framkvæmdarinnar: Greiðfærni á veturna fyrir alla umferð og vöruflutninga. Umferðaröryggi (lega vegarins) með bættum vegtæknilegum eiginleikum (sjónlengdir, beygjur, halli, fækkun vegtenginga) Þjóðvegur út fyrir þéttbýli sem bætir öryggi og hljóðvist í þéttbýli. Stytting hringvegar. Andstaðan við þessa framkvæmd út frá umhverfisverndarsjónarmiðum er mikil. Sumir vilja meina að svona framkvæmd sé úrelt hugsun nú til dags. Mér þykir hins vegar rétt að velta því upp að árið 2024 er það algjörlega í takti við nútímann að fara í slíkar framkvæmdir. Framkvæmd sem miðar að því að auka greiðfærni og umferðaröryggi til muna. Allt í okkar samfélagi í dag miðar að því að tryggja öryggi sem best. Sama hvort það sé á vinnustaðnum, í frístundum eða þegar við nýtum okkur samgöngur. Í umferðaröryggismati sem unnið var samhliða umhverfismatsskýrslunni kemur fram að valkostur 1 (nýr láglendisvegur og jarðgöng) „sé æskilegastur hvað varðar umferðaröryggi“. Í skýrslunni kemur jafnframt fram að þeir kostir sem fela í sér jarðgöng koma best út með tilliti til öryggis og greiðfærni. Út frá þessum upplýsingum er um að gera að spyrja sig, hver er tilgangurinn með því að breyta veglínum og byggja upp vegi? Er það ekki til þess að auka umferðaröryggi? Þess vegna þykir mér afar erfitt að skilja hvernig er hægt að líta framhjá jafn borðliggjandi leið og nýr láglendisvegur um Mýrdal og jarðgöng í gegnum Reynisfjall eru. Það hins vegar gerir Vegagerð ríkisins. Eftir lestur skýrslunnar mátti ég til með að lesa yfir markmið og stefnur Vegagerðarinnar. Ein af stefnum Vegagerðarinnar er eðlilega „Öruggar samgöngur“. Þar segir: „Við uppbyggingu og þróun samgöngukerfisins eru greiðar samgöngur og öryggi einstaklinga forgangsatriði svo ekki komi til alvarlegra slysa.“ Miðað við þessa stefnu hefði manni þótt eðlilegast að öruggasti og greiðfærasti kosturinn væri valinn. Til að fá innsýn hverskonar farartálmi vegurinn við Reynisfjall er, í samanburði við aðra hluta hringvegarins í Mýrdal sem liggja um láglendi, er gott að lesa kaflann um vetrarþjónustu. Þar segir að 75% kostnaðar vegna snjómoksturs á kaflanum frá Vík og að Jökulsá á Sólheimasandi fari í veginn við Reynisfjall. Þar segir einnig „við Reynisfjall eru krefjandi aðstæður í vetrarþjónustu vegna hæðar yfir sjávarmáli og leiðin upp yfir fjallið er brött, sérstaklega að vestanverðu þar sem bratti er 12%. Flatar og sléttar láglendisleiðir í kring eru í engri líkingu við aðstæður við Reynisfjall“. Á veginum við Reynisfjall eru einnig fjölmörg dæmi um það að vindur valdi usla. Það þekki ég sjálfur en ég hef tvisvar sinnum á minni lífsleið verið farþegi í bíl sem hafnar utanvegar, í bæði skiptin var það á veginum við Reynisfjall vegna hálku og vinds. Ég velti fyrir mér hvar við ætlum að draga mörkin? Er náttúran verðmætari en bætt umferðaröryggi? Gott dæmi um veg sem byggður hefur verið upp á umdeildum stað er vegurinn um Teigsskóg. Þar var vandað sérstaklega til verka og var lagt upp með að minnka umhverfisáhrif framkvæmdanna eins og hægt var. Eða eins og segir í frétt Vegagerðarinnar „helst þannig að við getum séð fyrir okkur að vegurinn hafi nánast dottið af himnum ofan“. Ég hef hvergi orðið var við háværar gagnrýnisraddir eftir opnum vegarins um Teigsskóg, samt var búið að deila um það þarfa mál í tugi ára. Vandað er til verka við frágang vega og á að vera hægt að gera það í sátt og samlyndi við umhverfið þó að raskið verði alltaf eitthvað. Teigsskógur er gott dæmi um það og nýr láglendisvegur í Mýrdal með jarðgöngum í gegnum Reynisfjall verður það vonandi líka. Þó að Vegagerðin reyni að rökstyðja leiðarval sitt í umhverfismatsskýrslunni á ég afar erfitt með að skilja hvernig hægt var að fá þessa niðurstöðu. Það er eitt og sér nóg að lesa í gegnum markmið framkvæmdarinnar og þau sjónarmið sem Vegagerðin tekur tillit til við val á fyrsta kosti til að sjá hversu furðulegt leiðarval þeirra er. Sú leið sem kemur best út hvað varðar umferðaröryggi og greiðfærni er ekki valin. Ekki nóg með það að Vegagerðin fari gegn eigin markmiðum við val á leið þá fer hún sem fyrr segir einnig gegn vilja Mýrdalshrepps og velur leið sem þeir vita að kemur ekki til greina hjá sveitarfélaginu. Samt er tekið fram að þeir horfi til „stefnumörkunar í aðalskipulagi Mýrdalshrepps og samgönguáætlunar“ við val á fyrsta kosti. Höfundur er 23 ára fæddur og uppalinn Mýrdælingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mýrdalshreppur Samgöngur Vegagerð Mest lesið Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Undanfarna daga og vikur hef ég lesið yfir umhverfismatsskýrslu Vegagerðinnar vegna færslu hringvegar um Mýrdal sem nú er í kynningu. Þar leggur Vegagerðin til leið norðan við Víkurþorp, svokallaðan valkost 4, vitandi það að sú leið komi ekki til greina hjá Mýrdalshreppi. Nýr láglendisvegur um Mýrdal með jarðgöngum í gegnum Reynisfjall er á aðalskipulagi Mýrdalshrepps. Áður lengra er haldið er fróðlegt að lesa yfir þá punkta sem Vegagerðin hefur í huga við val á fyrsta kosti. Þeir eru: Markmið framkvæmdarinnar og lögbundið hlutverk Vegagerðarinnar. Kröfur um vegtækni og umferðaröryggi samkvæmt vegahandbók og norskum leiðbeiningum um jarðgangagerð. Umhverfis- og samfélagssjónarmið. Stefnumörkun í aðalskipulagi Mýrdalshrepps og samgönguáætlun. Kostnaður. Þegar litið er í matsáætlun Vegagerðarinnar frá árinu 2021 kemur meðal annars fram „að ein megin forsenda framkvæmdarinnar sé að gera veginn að greiðfærum láglendisvegi“. Þar er jafnframt sagt svo frá að „stefnt er að því að vegurinn verði greiðfær og öruggur láglendisvegur“ Þá er einnig gott að minna sig á þau markmið sem Vegagerðin setur fram vegna framkvæmdarinnar: Greiðfærni á veturna fyrir alla umferð og vöruflutninga. Umferðaröryggi (lega vegarins) með bættum vegtæknilegum eiginleikum (sjónlengdir, beygjur, halli, fækkun vegtenginga) Þjóðvegur út fyrir þéttbýli sem bætir öryggi og hljóðvist í þéttbýli. Stytting hringvegar. Andstaðan við þessa framkvæmd út frá umhverfisverndarsjónarmiðum er mikil. Sumir vilja meina að svona framkvæmd sé úrelt hugsun nú til dags. Mér þykir hins vegar rétt að velta því upp að árið 2024 er það algjörlega í takti við nútímann að fara í slíkar framkvæmdir. Framkvæmd sem miðar að því að auka greiðfærni og umferðaröryggi til muna. Allt í okkar samfélagi í dag miðar að því að tryggja öryggi sem best. Sama hvort það sé á vinnustaðnum, í frístundum eða þegar við nýtum okkur samgöngur. Í umferðaröryggismati sem unnið var samhliða umhverfismatsskýrslunni kemur fram að valkostur 1 (nýr láglendisvegur og jarðgöng) „sé æskilegastur hvað varðar umferðaröryggi“. Í skýrslunni kemur jafnframt fram að þeir kostir sem fela í sér jarðgöng koma best út með tilliti til öryggis og greiðfærni. Út frá þessum upplýsingum er um að gera að spyrja sig, hver er tilgangurinn með því að breyta veglínum og byggja upp vegi? Er það ekki til þess að auka umferðaröryggi? Þess vegna þykir mér afar erfitt að skilja hvernig er hægt að líta framhjá jafn borðliggjandi leið og nýr láglendisvegur um Mýrdal og jarðgöng í gegnum Reynisfjall eru. Það hins vegar gerir Vegagerð ríkisins. Eftir lestur skýrslunnar mátti ég til með að lesa yfir markmið og stefnur Vegagerðarinnar. Ein af stefnum Vegagerðarinnar er eðlilega „Öruggar samgöngur“. Þar segir: „Við uppbyggingu og þróun samgöngukerfisins eru greiðar samgöngur og öryggi einstaklinga forgangsatriði svo ekki komi til alvarlegra slysa.“ Miðað við þessa stefnu hefði manni þótt eðlilegast að öruggasti og greiðfærasti kosturinn væri valinn. Til að fá innsýn hverskonar farartálmi vegurinn við Reynisfjall er, í samanburði við aðra hluta hringvegarins í Mýrdal sem liggja um láglendi, er gott að lesa kaflann um vetrarþjónustu. Þar segir að 75% kostnaðar vegna snjómoksturs á kaflanum frá Vík og að Jökulsá á Sólheimasandi fari í veginn við Reynisfjall. Þar segir einnig „við Reynisfjall eru krefjandi aðstæður í vetrarþjónustu vegna hæðar yfir sjávarmáli og leiðin upp yfir fjallið er brött, sérstaklega að vestanverðu þar sem bratti er 12%. Flatar og sléttar láglendisleiðir í kring eru í engri líkingu við aðstæður við Reynisfjall“. Á veginum við Reynisfjall eru einnig fjölmörg dæmi um það að vindur valdi usla. Það þekki ég sjálfur en ég hef tvisvar sinnum á minni lífsleið verið farþegi í bíl sem hafnar utanvegar, í bæði skiptin var það á veginum við Reynisfjall vegna hálku og vinds. Ég velti fyrir mér hvar við ætlum að draga mörkin? Er náttúran verðmætari en bætt umferðaröryggi? Gott dæmi um veg sem byggður hefur verið upp á umdeildum stað er vegurinn um Teigsskóg. Þar var vandað sérstaklega til verka og var lagt upp með að minnka umhverfisáhrif framkvæmdanna eins og hægt var. Eða eins og segir í frétt Vegagerðarinnar „helst þannig að við getum séð fyrir okkur að vegurinn hafi nánast dottið af himnum ofan“. Ég hef hvergi orðið var við háværar gagnrýnisraddir eftir opnum vegarins um Teigsskóg, samt var búið að deila um það þarfa mál í tugi ára. Vandað er til verka við frágang vega og á að vera hægt að gera það í sátt og samlyndi við umhverfið þó að raskið verði alltaf eitthvað. Teigsskógur er gott dæmi um það og nýr láglendisvegur í Mýrdal með jarðgöngum í gegnum Reynisfjall verður það vonandi líka. Þó að Vegagerðin reyni að rökstyðja leiðarval sitt í umhverfismatsskýrslunni á ég afar erfitt með að skilja hvernig hægt var að fá þessa niðurstöðu. Það er eitt og sér nóg að lesa í gegnum markmið framkvæmdarinnar og þau sjónarmið sem Vegagerðin tekur tillit til við val á fyrsta kosti til að sjá hversu furðulegt leiðarval þeirra er. Sú leið sem kemur best út hvað varðar umferðaröryggi og greiðfærni er ekki valin. Ekki nóg með það að Vegagerðin fari gegn eigin markmiðum við val á leið þá fer hún sem fyrr segir einnig gegn vilja Mýrdalshrepps og velur leið sem þeir vita að kemur ekki til greina hjá sveitarfélaginu. Samt er tekið fram að þeir horfi til „stefnumörkunar í aðalskipulagi Mýrdalshrepps og samgönguáætlunar“ við val á fyrsta kosti. Höfundur er 23 ára fæddur og uppalinn Mýrdælingur.
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun