Bíða betra veðurs til að geta kortlagt hraunið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. desember 2023 09:09 Magnús Tumi segir rétt að varúð hafi verið höfð að leiðarljósi þrátt fyrir þrýsting Grindvíkinga að komast aftur heim. Vísir/Einar Eldgosið á Reykjanesskaga hefur minnkað mjög frá því sem það var í upphafi á mánudagskvöld. Jarðeðlisfræðingur segir það farið að líkjast þeim eldgosum sem hafa orðið á Reykjanesskaga á síðustu árum. „Hraunrennslið var tíu sinnum meira í upphafi en við erum ekki með neinar nákvæmar mælingar núna. Það var ekki hægt að fljúga í gær til að taka loftmyndir og kortleggja hraunið, sem er kannski besta aðferðin sem við höfum, og það lítur ekki vel út í dag heldur,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, en hann fór yfir stöðu mála í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ekkert nákvæmt mat sé á stöðu mála en nú hafi myndast tveir gígar á sprungunni. „Það er mjög erfitt að meta nákvæmlega hversu mikið þeir eru að framleiða með því að horfa á vefmyndavélarnar eins og ég er að gera núna. Við vitum ekki nákvæmlega hvernig þetta er miðað við hin gosin. Hraunið gengur ekki hratt fram en þetta er staðan að við þurfum einhvers konar aðstæður sem leyfa það að sé hægt að mæla eitthvað,“ segir Magnús Tumi. Hefðbundnara gos en árið 2021 Haft var eftir Páli Einarssyni prófessor emeritus í Morgunblaðinu í morgun að þetta gos við Sundhnúksgíga sé hefðbundið íslenskt gos og mun hefðbundnara en fyrri gos á Reykjanesskaga. Undir þetta tekur Magnús Tumi. „Þetta átti sérstaklega við um fyrsta gosið í Fagradalsfjalli sem byrjar mjög hægt og verður aldrei stórt en stendur í hálft ár. Það er lang stærst af þessum gosum varðandi framleiðslu. Hin tvö byrjuðu kröftugar en duttu svo niður og fylgdu eiginlega skólabókardæmi eldgosa, þessi tvö seinni. Við getum sagt að byrjunin á þessu hafi verið mjög dæmigerð. Það fer af krafti af stað og svo hægir á,“ segir Magnús Tumi. „Það virðist vera að þessi mikli kraftur sem var þarna í upphafi, hann er ekki þarna lengur. Hvort þetta er tvisvar eða þrisvar sinnum stærra en var á svipuðum tíma í hinum gosunum, við höfum bara ekki tölurnar til að mæla það.“ Rétt að fara mjög varlega Viðbragðsaðilum var gert að yfirgefa Grindavík í gærkvöldi vegna nýs hættumatskorts Veðurstofunnar. Þar var varað við hættu á að nýjar sprungur opnuðust, þar með talið í Grindavík, án nokkurs fyrirvara. „Sú hætta er raunveruleg en ekki stór. Ef við horfum á söguna hvernig eldgos hegða sér þá sjáum við yfirleitt ekki svona hegðun. Við sjáum þetta í gosinu '21 en þá er gosið að hagræða sér á sömu sprungu, bara nokkur hundruð metrum frá. En það er ekki algengt að þau geri þetta. Hins vegar er rétt að vera réttu megin í þessu, að fara mjög varlega,“ segir Magnús Tumi. „Það var komin upp sú staða að það var kominn mikill þrýstingur að fá að flytja aftur til Grindavíkur. Staðan var auðvitað bara sú að viðbragðstími gat verið mjög stuttur og ekki vitað hvar myndi gjósa og sú umræða er auðvitað hætt núna.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bítið Tengdar fréttir Skilja að fólk vilji berja gosið augum en hraunið sé hættulegt í myrkrinu Nokkuð var um að vera hjá viðbragðsaðilum við gosstöðvarnar þó nóttin hafi verið tíðindalítil heilt yfir. Samskiptastjóri almannavarna segir viðbragðsaðila skilja vilja fólks til að berja eldgosið augum en aðstæður séu ekki hliðhollar til skoðunarferða. 20. desember 2023 08:05 „Ég vildi bara að þessum manni yrði bjargað“ Ernir Snær Bjarnason er flugmaðurinn sem varð var við göngumann sem sendi neyðarboð við gosstöðvarnar á Reykjanesi fyrr í kvöld. Hann hringsólaði yfir manninum í klukkustund áður en hann var sóttur af þyrlu Landhelgisgæslunnar. 19. desember 2023 23:55 Íbúar Suðurnesja léttir en þreyttir Hljóðið í íbúum Suðurnesja sem fréttastofa náði tali af í dag var ágætt, þrátt fyrir að margir hafi verið þreyttir eftir að hafa fylgst með fréttum af eldgosi nánast í bakgarðinum fram eftir nóttu. 19. desember 2023 22:52 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
„Hraunrennslið var tíu sinnum meira í upphafi en við erum ekki með neinar nákvæmar mælingar núna. Það var ekki hægt að fljúga í gær til að taka loftmyndir og kortleggja hraunið, sem er kannski besta aðferðin sem við höfum, og það lítur ekki vel út í dag heldur,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, en hann fór yfir stöðu mála í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ekkert nákvæmt mat sé á stöðu mála en nú hafi myndast tveir gígar á sprungunni. „Það er mjög erfitt að meta nákvæmlega hversu mikið þeir eru að framleiða með því að horfa á vefmyndavélarnar eins og ég er að gera núna. Við vitum ekki nákvæmlega hvernig þetta er miðað við hin gosin. Hraunið gengur ekki hratt fram en þetta er staðan að við þurfum einhvers konar aðstæður sem leyfa það að sé hægt að mæla eitthvað,“ segir Magnús Tumi. Hefðbundnara gos en árið 2021 Haft var eftir Páli Einarssyni prófessor emeritus í Morgunblaðinu í morgun að þetta gos við Sundhnúksgíga sé hefðbundið íslenskt gos og mun hefðbundnara en fyrri gos á Reykjanesskaga. Undir þetta tekur Magnús Tumi. „Þetta átti sérstaklega við um fyrsta gosið í Fagradalsfjalli sem byrjar mjög hægt og verður aldrei stórt en stendur í hálft ár. Það er lang stærst af þessum gosum varðandi framleiðslu. Hin tvö byrjuðu kröftugar en duttu svo niður og fylgdu eiginlega skólabókardæmi eldgosa, þessi tvö seinni. Við getum sagt að byrjunin á þessu hafi verið mjög dæmigerð. Það fer af krafti af stað og svo hægir á,“ segir Magnús Tumi. „Það virðist vera að þessi mikli kraftur sem var þarna í upphafi, hann er ekki þarna lengur. Hvort þetta er tvisvar eða þrisvar sinnum stærra en var á svipuðum tíma í hinum gosunum, við höfum bara ekki tölurnar til að mæla það.“ Rétt að fara mjög varlega Viðbragðsaðilum var gert að yfirgefa Grindavík í gærkvöldi vegna nýs hættumatskorts Veðurstofunnar. Þar var varað við hættu á að nýjar sprungur opnuðust, þar með talið í Grindavík, án nokkurs fyrirvara. „Sú hætta er raunveruleg en ekki stór. Ef við horfum á söguna hvernig eldgos hegða sér þá sjáum við yfirleitt ekki svona hegðun. Við sjáum þetta í gosinu '21 en þá er gosið að hagræða sér á sömu sprungu, bara nokkur hundruð metrum frá. En það er ekki algengt að þau geri þetta. Hins vegar er rétt að vera réttu megin í þessu, að fara mjög varlega,“ segir Magnús Tumi. „Það var komin upp sú staða að það var kominn mikill þrýstingur að fá að flytja aftur til Grindavíkur. Staðan var auðvitað bara sú að viðbragðstími gat verið mjög stuttur og ekki vitað hvar myndi gjósa og sú umræða er auðvitað hætt núna.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bítið Tengdar fréttir Skilja að fólk vilji berja gosið augum en hraunið sé hættulegt í myrkrinu Nokkuð var um að vera hjá viðbragðsaðilum við gosstöðvarnar þó nóttin hafi verið tíðindalítil heilt yfir. Samskiptastjóri almannavarna segir viðbragðsaðila skilja vilja fólks til að berja eldgosið augum en aðstæður séu ekki hliðhollar til skoðunarferða. 20. desember 2023 08:05 „Ég vildi bara að þessum manni yrði bjargað“ Ernir Snær Bjarnason er flugmaðurinn sem varð var við göngumann sem sendi neyðarboð við gosstöðvarnar á Reykjanesi fyrr í kvöld. Hann hringsólaði yfir manninum í klukkustund áður en hann var sóttur af þyrlu Landhelgisgæslunnar. 19. desember 2023 23:55 Íbúar Suðurnesja léttir en þreyttir Hljóðið í íbúum Suðurnesja sem fréttastofa náði tali af í dag var ágætt, þrátt fyrir að margir hafi verið þreyttir eftir að hafa fylgst með fréttum af eldgosi nánast í bakgarðinum fram eftir nóttu. 19. desember 2023 22:52 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Skilja að fólk vilji berja gosið augum en hraunið sé hættulegt í myrkrinu Nokkuð var um að vera hjá viðbragðsaðilum við gosstöðvarnar þó nóttin hafi verið tíðindalítil heilt yfir. Samskiptastjóri almannavarna segir viðbragðsaðila skilja vilja fólks til að berja eldgosið augum en aðstæður séu ekki hliðhollar til skoðunarferða. 20. desember 2023 08:05
„Ég vildi bara að þessum manni yrði bjargað“ Ernir Snær Bjarnason er flugmaðurinn sem varð var við göngumann sem sendi neyðarboð við gosstöðvarnar á Reykjanesi fyrr í kvöld. Hann hringsólaði yfir manninum í klukkustund áður en hann var sóttur af þyrlu Landhelgisgæslunnar. 19. desember 2023 23:55
Íbúar Suðurnesja léttir en þreyttir Hljóðið í íbúum Suðurnesja sem fréttastofa náði tali af í dag var ágætt, þrátt fyrir að margir hafi verið þreyttir eftir að hafa fylgst með fréttum af eldgosi nánast í bakgarðinum fram eftir nóttu. 19. desember 2023 22:52