Wenger viss um að stækkun HM félagsliða muni hjálpa fótboltanum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. desember 2023 07:01 Arsene Wenger er viss um að stækkun HM félagsliða í 32-liða mót muni hjálpa fótboltanum. Vísir/Getty Arsene Wenger, fyrrum þjálfari enska úrvalsdeildarfélagsins Arsenal, segir að stækkun heimsmeistaramóts félagsliða muni hjálpa til við að gera fótbolta enn alþjóðlegri en hann er nú og að ekki eigi aðeins að horfa á breytinguna út frá sjónahorni evrópskra liða. Um liðna helgi staðfesti alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA áform sín um að stækka HM félagsliða í 32-liða mót og verður það haldið í fyrsta sinn með nýju sniði í Bandaríkjunum árið 2025. Alls munu tólf evrópsk lið fá keppnisrétt á mótinu og hin tuttugu sætin munu svo deilast niður á hinar fimm heimsálfurnar. Eins og oft er þegar teknar eru ákvarðanir um að fjölga leikjum heyrast áhyggjuraddir yfir leikjaálagi á leikmenn og er stækkun HM félagsliða engin undantekning þar á bæ. Pep Guardiola, þjálfari Evrópumeistara Manchester City, er einn þeirra sem hefur viðrað áhyggjur sínar, sem og leikmannasamtökin FIFPro. Wenger, sem í dag starfar sem yfirmaður þróunarmála hjá FIFA, blæs þó á þessar áhyggjur og segir mótið vera tækifæri fyrir önnur lið að taka skref í rétta átt. „Jákvæðu áhrifin sem þetta mun hafa á félög verða gríðarleg af því að þetta mun auka tekjur félaga út um allan heim og möguleika þeirra á að keppa við þau bestu,“ sagði Wenger. „Við erum heppin hérna í Evrópu, en það er mikilvægt að við gerum fótboltann enn alþjóðlegri og þetta er tækifæri fyrir önnur lið að taka skrefið. Þetta gefur fleiri leikmönnum tækifæri á að keppa í hæsta gæðaflokki.“ FIFA HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Enski boltinn Fleiri fréttir Albert kom inn á en fór meiddur af velli Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sjáðu mark Emilíu og lætin í kjölfarið Arnar hrósar Sölva í hástert: „Gerði liðið að sínu strax í fyrsta leik“ Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Emilía Kiær skoraði í öðrum leiknum í röð David Moyes finnur til með Arne Slot Devine til Blika og má spila í kvöld Orðinn mjög þreyttur á flakkinu Sjá meira
Um liðna helgi staðfesti alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA áform sín um að stækka HM félagsliða í 32-liða mót og verður það haldið í fyrsta sinn með nýju sniði í Bandaríkjunum árið 2025. Alls munu tólf evrópsk lið fá keppnisrétt á mótinu og hin tuttugu sætin munu svo deilast niður á hinar fimm heimsálfurnar. Eins og oft er þegar teknar eru ákvarðanir um að fjölga leikjum heyrast áhyggjuraddir yfir leikjaálagi á leikmenn og er stækkun HM félagsliða engin undantekning þar á bæ. Pep Guardiola, þjálfari Evrópumeistara Manchester City, er einn þeirra sem hefur viðrað áhyggjur sínar, sem og leikmannasamtökin FIFPro. Wenger, sem í dag starfar sem yfirmaður þróunarmála hjá FIFA, blæs þó á þessar áhyggjur og segir mótið vera tækifæri fyrir önnur lið að taka skref í rétta átt. „Jákvæðu áhrifin sem þetta mun hafa á félög verða gríðarleg af því að þetta mun auka tekjur félaga út um allan heim og möguleika þeirra á að keppa við þau bestu,“ sagði Wenger. „Við erum heppin hérna í Evrópu, en það er mikilvægt að við gerum fótboltann enn alþjóðlegri og þetta er tækifæri fyrir önnur lið að taka skrefið. Þetta gefur fleiri leikmönnum tækifæri á að keppa í hæsta gæðaflokki.“
FIFA HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Enski boltinn Fleiri fréttir Albert kom inn á en fór meiddur af velli Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sjáðu mark Emilíu og lætin í kjölfarið Arnar hrósar Sölva í hástert: „Gerði liðið að sínu strax í fyrsta leik“ Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Emilía Kiær skoraði í öðrum leiknum í röð David Moyes finnur til með Arne Slot Devine til Blika og má spila í kvöld Orðinn mjög þreyttur á flakkinu Sjá meira