Alls ekkert túristagos Bjarki Sigurðsson skrifar 19. desember 2023 09:26 Eldgosið hófst á ellefta tímanum í gærkvöldi. Eldgosið norður af Grindavík er alls ekkert túristagos að sögn samskiptastjóra almannavarna. Eins og er stefnir hraunið ekki í átt að Grindavík en mögulega gæti það runnið yfir Grindavíkurveg. Eldgosið hófst á ellefta tímanum í gærkvöldi en dregið hefur úr virkninni síðan í nótt. Þrátt fyrir það er þetta eldgos mun öflugra en síðustu þrjú á Reykjanesskaga, að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur, samskiptastjóra almannavarna. Hún sagði í samtali við Bítið á Bylgjunni í morgun að gosið hafi ekki komið almannavörnum á óvart. „Þetta er ekki eitthvað sem kom okkur í almannavörnum á óvart, það er ekki þannig, eins og stóð einhvers staðar, að það hafi hafist skyndilega. Þetta er eitthvað sem við höfum verið að búast frekar við en ekki. Ekki síst eftir síðustu daga. Skyndilega kemur það upp en það kemur engum á óvart,“ segir Hjördís. Klippa: Bítið - Alls ekkert túristagos Hún segir að blessunarlega sé sprungan ekki að teygja sig til suðurs í átt að Grindavík. Hins vegar þurfi viðbragðsaðilar að fylgjast vel með Grindavíkurvegi. „Hraunið er kannski að hóta því að fara í þá áttina. En það er fylgst áfram með þessu. Við erum öllu vön við Íslendingar, hvað þá Grindvíkingar,“ segir Hjördís. Hún segir gosið ekki neitt túristagos og biðlar til fólks að reyna ekki að komast að gosinu. „Það er ástæða fyrir því að við erum að biðja fólk um að fara ekki á staðinn. Þetta er stórt eldgos og það er gas sem er hættulegt. Þetta eru ekki bara við að vera úlfur úlfur heldur er þetta hættulegt,“ segir Hjördís. Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bítið Grindavík Samgöngur Tengdar fréttir Háalvarlegt en léttir á sama tíma Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir það ákveðinn létti hvar gossprungan á Reykjanesskaga liggur, þrátt fyrir að það sé alvarlegt hve nálægt bænum hún er. Til skoðunar er að reisa leiðigarða á svæðinu svo hraun renni ekki til byggðar. 19. desember 2023 08:27 Gosvaktin: Fylgjast vel með hrauntungum sem gætu náð Grindavíkurvegi Eldgos hófst um fjóra kílómetra norðaustan Grindavíkur, norðan Sundhnúks í Sundhnúkaröðinni, klukkan 22:17 í gærkvöldi. Fréttastofa Vísis heldur áfram að vakta ástandið. 19. desember 2023 05:30 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Eldgosið hófst á ellefta tímanum í gærkvöldi en dregið hefur úr virkninni síðan í nótt. Þrátt fyrir það er þetta eldgos mun öflugra en síðustu þrjú á Reykjanesskaga, að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur, samskiptastjóra almannavarna. Hún sagði í samtali við Bítið á Bylgjunni í morgun að gosið hafi ekki komið almannavörnum á óvart. „Þetta er ekki eitthvað sem kom okkur í almannavörnum á óvart, það er ekki þannig, eins og stóð einhvers staðar, að það hafi hafist skyndilega. Þetta er eitthvað sem við höfum verið að búast frekar við en ekki. Ekki síst eftir síðustu daga. Skyndilega kemur það upp en það kemur engum á óvart,“ segir Hjördís. Klippa: Bítið - Alls ekkert túristagos Hún segir að blessunarlega sé sprungan ekki að teygja sig til suðurs í átt að Grindavík. Hins vegar þurfi viðbragðsaðilar að fylgjast vel með Grindavíkurvegi. „Hraunið er kannski að hóta því að fara í þá áttina. En það er fylgst áfram með þessu. Við erum öllu vön við Íslendingar, hvað þá Grindvíkingar,“ segir Hjördís. Hún segir gosið ekki neitt túristagos og biðlar til fólks að reyna ekki að komast að gosinu. „Það er ástæða fyrir því að við erum að biðja fólk um að fara ekki á staðinn. Þetta er stórt eldgos og það er gas sem er hættulegt. Þetta eru ekki bara við að vera úlfur úlfur heldur er þetta hættulegt,“ segir Hjördís.
Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bítið Grindavík Samgöngur Tengdar fréttir Háalvarlegt en léttir á sama tíma Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir það ákveðinn létti hvar gossprungan á Reykjanesskaga liggur, þrátt fyrir að það sé alvarlegt hve nálægt bænum hún er. Til skoðunar er að reisa leiðigarða á svæðinu svo hraun renni ekki til byggðar. 19. desember 2023 08:27 Gosvaktin: Fylgjast vel með hrauntungum sem gætu náð Grindavíkurvegi Eldgos hófst um fjóra kílómetra norðaustan Grindavíkur, norðan Sundhnúks í Sundhnúkaröðinni, klukkan 22:17 í gærkvöldi. Fréttastofa Vísis heldur áfram að vakta ástandið. 19. desember 2023 05:30 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Háalvarlegt en léttir á sama tíma Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir það ákveðinn létti hvar gossprungan á Reykjanesskaga liggur, þrátt fyrir að það sé alvarlegt hve nálægt bænum hún er. Til skoðunar er að reisa leiðigarða á svæðinu svo hraun renni ekki til byggðar. 19. desember 2023 08:27
Gosvaktin: Fylgjast vel með hrauntungum sem gætu náð Grindavíkurvegi Eldgos hófst um fjóra kílómetra norðaustan Grindavíkur, norðan Sundhnúks í Sundhnúkaröðinni, klukkan 22:17 í gærkvöldi. Fréttastofa Vísis heldur áfram að vakta ástandið. 19. desember 2023 05:30