Við hjálpum fólkinu á Gaza með því að sniðganga Rapyd Björn B. Björnsson skrifar 18. desember 2023 10:01 Við sem horfum á morðöldina á Gaza spyrjum okkur á hverjum degi hvað við getum gert til að breyta þessu óþolandi ástandi. Jú, við getum mætt á mótmæli og andæft þátttöku okkar í Evróvisjón með undirskrift en sniðganga er líklega sterkasta aðferðin sem almenningur getur beitt. Sniðganga er friðsamleg en mjög öflug aðferð til að hafa áhrif. Henni er beitt víða um heim með góðum árangri. Á Íslandi starfar ísraelskt stórfyrirtæki sem við höfum fulla ástæðu til að sniðganga. Rapyd heitir fyrirtækið sem stundar færsluhirðingu og því sjáum við merki þess oft birtast á posum í verslunum og stofnunum. Rapyd rekur starfsemi í landránsbyggðum Ísraela á Vesturbakkanum sem eru skýlaust brot á alþjóðalögum og samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Þess vegna ætti ekkert sómakært fyrirtæki eða stofnun að skipta við Rapyd frekar en rússneskt fyrirtæki sem er með starfsemi í landránsbyggðum Rússa í austanverðri Úkraínu. Þessu til viðbótar eru nýleg ummæli forstjóra og eiganda Rapyd sem hefur hefur lýst afdráttarlausum stuðningi við Ísrael í stríðinu sem nú geysar og sagt mannfall óbreyttra borgara á Gaza engu skipta eins og sjá má hér: https://www.visir.is/g/20232483121d/for-stjori-ra-pyd-vill-eyda-ollum-hamaslidum Þessi ummæli hafa gengið fram af mörgum okkar því mikill meirihluti Íslendinga er á móti morðum á saklausu fólki á Gaza og Vesturbakkanum. Það er því mjög ónærgætið af þeim sem stýra fjármálum fyrirtækja og stofnana að bjóða okkur upp á að þurfa að skipta við Rapyd. Ég segi fyrir mig að mér verður hálf illt í hvert skipti sem ég þarf að borga í posa með merki Rapyd og reyni að forðast það eins og ég get. Við megum heldur ekki gleyma því að á Íslandi býr hópur fólks frá Palestínu sem hefur fengið landvist hér. Þetta fólk er núna hluti af samfélagi okkar og á allt ættingja og vini sem þjást vegna stríðsins. Fyrirtæki og stofnanir þurfa að taka tillit til þessara þegna landsins og mér finnst að þau geti bókstaflega ekki boðið þessum eða öðrum Íslendingum upp á að borga í gegnum ísraelskt fyrirtæki sem styður landrán og manndráp. Rapyd er mjög stórt á sínu sviði hér á landi. Af bönkunum er Arion sá eini sem notar Rapyd en í smásölu skipta bæði Hagar og Samkaup við Rapyd. Þau reka t.d. Bónus, Hagkaup, Nettó, Kjörbúðina og Krambúðina. Festi sem rekur Krónuna, Elkó og N1 hætti hinsvegar viðskiptum við Rapyd í haust. Í byggingavörum skipta bæði Húsasmiðjan og Bykó við Rapyd en Bauhaus og Slippfélagið ekki. Þetta eru bara fáein dæmi en á síðunni hirdir.is er safnað saman upplýsingum um fyrirtæki sem skipta við Rapyd og þangað er hægt að senda inn upplýsingar. Það er ekki flókin aðgerð fyrir stjórnendur fyrirtækja og stofnana að skipta yfir í aðra greiðslumiðlun. Ég bendi á Teya sem er breskt fyrirtæki, Straum sem Kvika rekur og Landsbankinn er líka með færsluhirðingu. Ég veit til þess að fyrirtæki hafa lækkað kostnað sinn umtalsvert með því að skipta frá Rapyd og hvet öll fyrirtæki og stofnanir til að skoða þann möguleika núna strax til að standa með saklausu fólki og koma til móts við óskir mjög margra viðskiptavina sinna. Við hin skulum vera dugleg við að láta fyirtæki og stofnanir vita að við viljum ekki borga í gegnum Rapyd og beina viðskiptum okkar til þeirra sem ekki nota Rapyd. Höfundur er áhugamaður um mannréttindi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Björn B. Björnsson Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Við sem horfum á morðöldina á Gaza spyrjum okkur á hverjum degi hvað við getum gert til að breyta þessu óþolandi ástandi. Jú, við getum mætt á mótmæli og andæft þátttöku okkar í Evróvisjón með undirskrift en sniðganga er líklega sterkasta aðferðin sem almenningur getur beitt. Sniðganga er friðsamleg en mjög öflug aðferð til að hafa áhrif. Henni er beitt víða um heim með góðum árangri. Á Íslandi starfar ísraelskt stórfyrirtæki sem við höfum fulla ástæðu til að sniðganga. Rapyd heitir fyrirtækið sem stundar færsluhirðingu og því sjáum við merki þess oft birtast á posum í verslunum og stofnunum. Rapyd rekur starfsemi í landránsbyggðum Ísraela á Vesturbakkanum sem eru skýlaust brot á alþjóðalögum og samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Þess vegna ætti ekkert sómakært fyrirtæki eða stofnun að skipta við Rapyd frekar en rússneskt fyrirtæki sem er með starfsemi í landránsbyggðum Rússa í austanverðri Úkraínu. Þessu til viðbótar eru nýleg ummæli forstjóra og eiganda Rapyd sem hefur hefur lýst afdráttarlausum stuðningi við Ísrael í stríðinu sem nú geysar og sagt mannfall óbreyttra borgara á Gaza engu skipta eins og sjá má hér: https://www.visir.is/g/20232483121d/for-stjori-ra-pyd-vill-eyda-ollum-hamaslidum Þessi ummæli hafa gengið fram af mörgum okkar því mikill meirihluti Íslendinga er á móti morðum á saklausu fólki á Gaza og Vesturbakkanum. Það er því mjög ónærgætið af þeim sem stýra fjármálum fyrirtækja og stofnana að bjóða okkur upp á að þurfa að skipta við Rapyd. Ég segi fyrir mig að mér verður hálf illt í hvert skipti sem ég þarf að borga í posa með merki Rapyd og reyni að forðast það eins og ég get. Við megum heldur ekki gleyma því að á Íslandi býr hópur fólks frá Palestínu sem hefur fengið landvist hér. Þetta fólk er núna hluti af samfélagi okkar og á allt ættingja og vini sem þjást vegna stríðsins. Fyrirtæki og stofnanir þurfa að taka tillit til þessara þegna landsins og mér finnst að þau geti bókstaflega ekki boðið þessum eða öðrum Íslendingum upp á að borga í gegnum ísraelskt fyrirtæki sem styður landrán og manndráp. Rapyd er mjög stórt á sínu sviði hér á landi. Af bönkunum er Arion sá eini sem notar Rapyd en í smásölu skipta bæði Hagar og Samkaup við Rapyd. Þau reka t.d. Bónus, Hagkaup, Nettó, Kjörbúðina og Krambúðina. Festi sem rekur Krónuna, Elkó og N1 hætti hinsvegar viðskiptum við Rapyd í haust. Í byggingavörum skipta bæði Húsasmiðjan og Bykó við Rapyd en Bauhaus og Slippfélagið ekki. Þetta eru bara fáein dæmi en á síðunni hirdir.is er safnað saman upplýsingum um fyrirtæki sem skipta við Rapyd og þangað er hægt að senda inn upplýsingar. Það er ekki flókin aðgerð fyrir stjórnendur fyrirtækja og stofnana að skipta yfir í aðra greiðslumiðlun. Ég bendi á Teya sem er breskt fyrirtæki, Straum sem Kvika rekur og Landsbankinn er líka með færsluhirðingu. Ég veit til þess að fyrirtæki hafa lækkað kostnað sinn umtalsvert með því að skipta frá Rapyd og hvet öll fyrirtæki og stofnanir til að skoða þann möguleika núna strax til að standa með saklausu fólki og koma til móts við óskir mjög margra viðskiptavina sinna. Við hin skulum vera dugleg við að láta fyirtæki og stofnanir vita að við viljum ekki borga í gegnum Rapyd og beina viðskiptum okkar til þeirra sem ekki nota Rapyd. Höfundur er áhugamaður um mannréttindi.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar